Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Page 29

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Page 29
Þjóðhátíðarnefnd fagnaði þessari framkvæmd lögmannafélagsins, sem myndi þannig um ókomin ár verða tengd þessu merkisári og öðrum hátíða- höldum þjóðarinnar á árinu. Þessi minnisvarði, sem nú er reistur hér eftir tæp níu hundruð ár, mun enn varpa Ijóma á þjóðhátíðarárið og Lögmanna- félag íslands, sem að eigin frumkvæði hefur á svo myndarlegan hátt minnt á einn þýðingarmesta atburð Islandssögunnar — og atburð, sem svo mjög er tengdur lífsstarfi lögfræðinga landsins, og þeim því kærkomið að minnast. Það tíðkast nú á þessum síðustu tímum, að tala um það vald, sem sprettur fram úr byssustingjunum. — Þá er okkur íslendingum hollt að minnast þess, að víkingar þeir og aðrir sæfarendur, sem byggðu þetta land í öndverðu, þeir reistu ekki ríki sitt á eggjum sverðsins, sem þeir voru þó slyngir að beita — heldur stofnuðu þeir hér ríki byggt á lögum frjálsra manna. ,,Því þeir hafa ekki konung, heldur aðeins lög“, eins og Adam frá Birmum segir. — Ég veit það vel, að contra vim non valet jus — að ekki þýðir að ganga á móti ofbeldismanninum með lögbókina eina að vopni. Þó var það svo, að íslenska þjóðveldið, reist á lögunum einum, stóð í næstum hálfa fjórðu öld. Það er langur tími a. m. k. þegar horft er fram á veginn. Við skulum vona það og trúa því, að íslenska lýðveldið, sem nú er 30 ára, standi lengur en þjóðveldið gerði — Við skulum vona það, trúa því og treysta því, að íslenska þjóðin verði frjáls og sjálfstæð þjóð um alla framtíð. — Ég vil svo f. h. Þjóðhátíðarnefndar 1974, og ég vona að ég megi segja í nafni allra islendinga, þakka Lögmannafélagi Islands fyrir það myndarlega framtak að reisa þenna minnisvarða og tengja þá framkvæmd þjóðhátíðar- árinu 1974. — i 155

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.