Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Síða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Síða 32
þingsályktunartillögur um aö stefna bæri að lagasetningu á tilteknu sviði, og ennþá væru skipaðar milliþinganefndir, sem falið væri að semja lagafrum- vörp, þannig að hlutur löggjafasamkomunnar væri allnokkur. Þá nefndi ræðumaður, að núverandi dómsmálaráðherra, svo og forverar hans í starfi, hefðu haft áhuga á að stofna sérstaka lagadeild í dómsmála- ráðuneytinu með svipuðu sniði og tíðkast meðal nágrannaþjóða okkar. Reif- aði hann, hver verkefnin væru, sem þessum deildum er falið að vinna, svo og fyrirkomulag þeirra. Að lokum gat ræðumaður verkefnis, sem verið hefði ofarlega á dagskrá um alllangt skeið í dómsmálaráðuneytinu, en það væri endurskoðun réttar- farslöggjafar og dómaskipunar. Þetta væri ákaflega umfangsmikið verkefni og seinunnið. Mætti t. d. nefna fækkun héraðsdóma í einkamálum, hraðari meðferð einkamála o. fl atriði, sem nauðsynlegt væri að breyta. Þessu verk- efni gerði ræðumaður ítarleg skil. Sökum skamms fundartíma gafst eigi tóm til fyrirspurna að lokinni ræðu Baldurs Möller, en greinilegur áhugi virtist ríkjandi um að taka síðasta mál- efni ræðumanns upp til frekari umræðu síðar. Hjalti Zóphóníasson FRÆÐAFUNDUR var haldinn í Lögbergi mánudaginn 9. desember. Umræðuefnið var upplýs- ingaskylda seljanda í fasteignakaupum, og hafði Sigurður Einarsson cand. jur. framsögu. Sigurður er fyrsti lögfræðingurinn, sem lýkur embættisprófi eftir reglugerðarákvæðunum um laganám, er sett voru 1970. í samræmi við hinar nýju námsreglur samdi hann ritgerð, er nefnist ,,Um stofnun skaða- bótaábyrgðar seljanda, vegna galla í kaupum um ákveðna eign, lausafé og fasteign". Það voru kaflar úr þessari ritgerð, sem framsöguerindið á fund- inum 9 .desember var byggt á. Ritgerðin verður birt í Úlfljóti. Að erindi Sig- urðar Einarssonar loknu bauð lögfræðingafélagið að vanda til kaffidrykkju, en síðan fóru fram umræður. Tóku þá til máls Ragnar Aðalsteinsson hrl., dr. Ragnar Ingimarsson prófessor í verkfræði- og raunvísindadeild Háskólans, Stefán Már Stefánsson borgardómari, Páll S. Pálsson hrl. og Þór Vilhjálms- son prófessor, en frummælandi svaraði í fundarlok fyrirspurnum og athuga- semdum. Fund þennan sátu 32 lögfræðingar og 2 gestir úr verkfræðingastétt. Þ. V. 158

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.