Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Side 35
Ávíð oi* drelf NÝ STJÓRNARSKRÁ í SVÍÞJÓÐ Stjórnarskrá er þýðingarmikill og einstæður árangur löggjafarstarfs. Svo er f öllum löndum, þar sem rituð stjórnarskrá er í gildi. Þegar stjórnarskrá er samin, er reynt að setja réttarreglur um skipan hins óhefta ríkisvalds. Jafn- framt eru taldar þær takmarkanir á valdbeitingunni, sem hið óhefta ríkis- vald gengst sjálfviljugt undir til að girða fyrir, að einstaklingar séu ofríki beittir. Til að tryggja festu í þjóðfélaginu eru einnig sett ákvæði um, að sérstök skilyrði þurfi að uppfylla, svo að breyta megi stjórnarskrárákvæðum. Stjórnarskráin, sem gildir í Svíþjóð fram til áramóta 1974—1975, er dag- sett 6. júní 1809. Þó hafa aðeins fáar af þeim 114 greinum, sem í stjórnar- skránni eru, staðið óbreyttar í 165 ár. Og meirihluti þeirra greina, sem ekki höfðu breyst lengi, höfðu öðlast nýja merkingu og nýja túlkun vegna breyttra þjóðfélagshátta. Stjórnarskráin frá 1809 mótaðist af ríkisréttarkenningum síns tíma. Hún byggði á valdskiptingarreglu, sem átti að tryggja jafnvægi milli konungsins og ríkisdagsins, en ríkisdagurinn var stéttaþing skipað fulltrúum aðals, presta, borgara og bænda. Konungur fór með framkvæmdavaldið, ríkisdagurinn skatt- lagningarvaldið en um nýja löggjöf þurfti sameiginlegar ákvarðanir. — Óþarfi er að geta þess, að þegar fyrir hundrað árum hafði inntak stjórnarskrárinnar breyst á þann veg, að persónulegt vald konungs var úr sögunni. Þó má segja, að Svíþjóð hafi vissulega verið „stéttaþjóðfélag", sem yfirstéttin réð, þar til almennur og jafn kosningaréttur var upp tekinn við kosningar til beggja deilda ríkisdagsins 1909 og 1921. Þó að ákvæðum stjórnarskrárinnar væri oft breytt, kom æ betur í Ijós ósam- ræmið milli þeirrar ríkisskipunar, sem var í raun, og hinnar rituðu stjórnar- skrár. Þess vegna var óskin um gagngerða endurskoðun stjórnarskrárinnar æ áleitnari. Nýju stjórnskipunarlögin eru ekki aðeins þýðingarmikil vegna þess efnis, sem þar er fjallað um, heldur einnig vegna hins umfangsmikla og tímafreka undirbúningsstarfs, er fram hefur farið. Þegar stjórnarskráin tekur gildi ,eru meira en 20 ár liðin, síðan fyrsta þingnefndin hóf störf sín á þessu sviði 1954. Allir, sem málið varðar, hafa talið það liggja í augum uþpi, að ný og endurskoðuð rituð stjórnarskrá þyrfti, a.m.k. að því er varðar meginreglur, að fá hljómgrunn meðal þjóðarheildarinnar og njóta stuðnings hinna stærri stjórn- málaflokka. Það er einnig eftirtektarvert, að ágreiningur sá, er fram kom þegar þingnefnd skilaði áliti 1972, snerist fyrst og fremst um einstök atriði. Var það í annað skipti, sem þingnefnd bar fram slíkar tillögur. Eftir enn frek- 161

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.