Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Síða 37
DÓMAR ALÞJÓÐADÓMSTÓLSINS
UM STÆKKUN FISKVEIÐILÖGSÖGUNNAR
Alþjóðadómstóllinn í Haag kvað upp tvo dóma í málum gegn íslandi 25.
júlí s.l. Voru það mál vegna stækkunar fiskveiðilögsögunnar, sem Bretland
og Sambandslýðveldið Þýskaland höfðu höfðað. Af íslands hálfu var ekki sótt
þing í málum þessum og lögsögu dómstólsins mótmælt. Hér verður birt frétta-
tilkynning Alþjóðadómstólsins um mál Bretlands. Mál Sambandslýðveldisins
Þýskalands var svo svipað hinu breska, að ekki þykir ástæða til að þýða
báðar fréttatilkynningarnar. Þó er þess að geta, að I þýska málinu kom fram
krafa um, að dómstóllinn lýsti því yfir, að island væri bótaskylt gagnvart Sam-
bandslýðveldinu vegna afskipta íslenskra varðskipa af þýskum fiskiskipum.
Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu, að hann hefði lögsögu um þessa
kröfu. Hins vegar taldi hann hana setta fram á afstæðan hátt og gæti hann
ekki kveðið almennt á um bótaskyldu og þar með fjallað um atriði, sem
dómstóllinn hefði aðeins takmarkaðar upplýsingar um og litlar sannanir.
Fréttatilkynningin um breska málið, sem fer hér á eftir, er þýdd úr UN
MONTHLY CRONICLE, 8. hefti 1974:
FISKVEIÐILÖGSAGA: BRETLAND GEGN ÍSLANDI
Dómstóllinn kveður upp efnisdóm.
Skrifstofa Alþjóðadómstólsins hefur sent fjölmiðlum eftirfarandi fréttatil-
kynningu:
í dag, 25. júlí 1974, kvað Alþjóðadómstóllinn upp efnisdóm í fiskveiðilög-
sögumáli Bretlands gegn islandi.
Með 10 atkvæðum gegn 4
1) ákvað dómstóllinn, að íslensku reglurnar frá 1972, sem mæltu fyrir um
einhliða útfærslu algerrar fiskveiðilögsögu íslands í 50 sjómílur frá
grunnlínum, gidi ekki gagnvart Bretlandi;
2) ákvað dómstóllinn, að islandi sé hvorki heimil einhliða útilokun breskra
fiskiskipa frá svæðum milli 12 og 50 mílna markanna né einhliða tak-
markanir á athöfnum þeirra á siíkum svæðum;
3) áleit dómstóllinn, að islandi og Bretlandi beri gagnkvæm skylda til að
halda í góðri trú samningafundi um sanngjarna lausn á ágreiningi þeirra;
4) benti dómstóllinn á ákveðna efnisþáttu, sem skal taka tillit til í þessum
samningaviðræðum (forgangsréttindi íslands, söguleg réttindi Bretlands,
hagsmuni annarra ríkja, verndun fiskstofna, sameiginlega rannsókn á
nauðsynlegum aðgerðum).
Dómarar voru Lachs forseti, Forster, Gros, Bengzon, Petrén, Onyeama,
Dillard, Ignacio-Pinto, de Castro, Morozov, Jiménez de Aréchaga, Sir Hum-
phrey Waldock, Nagendra Singh og Ruda.
163