Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Síða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Síða 40
1948“. Eftir marga atburði og viðræðufundi urðu ísland og Bretland ásátt um erindaskipti, er fram fóru 11. mars 1961, þar sem m. a. var tekið fram, að Bretland mundi falla frá mótmælum sinum gegn 12 mílna fiskveiðabelti, að ísland mundi vinna áfram að framkvæmd áiyktunarinnar frá 1959 um útfærslu fiskveiðilögsögunnar, en mundi tilkynna Bretlandi um slíka útfærslu með 6 mánaða fyrirvara, og „rísi ágreiningur um slíka útfærslu, skal honum, ef annar hvor aðili óskar, skotið til Alþjóðadómstólsins". ís'enska ríkisstjórnin kunngerði 1971, að samkomulaginu við Bretland um fiskveiðilögsögu yrði sagt upp og að alger mörk fiskveiðilögsögu íslands yrðu færð út í 50 mílur. í orðsendingu 24. febrúar 1972 var Bretlandi formlega sagt frá þesum áformum. í svari sínu lagði Bretland áherslu á, að ekki væri hægt að segja einhliða upp erindaskiptunum og að fyrirhuguð ráðstöfun stæðist að þess áliti ekki samkvæmt alþjóðalögum. Nýjar reglur voru settar 14. júlí 1972, sem mæitu fyrir um útfærslu íslensku fiskveiðimarkanna í 50 míl- ur frá 1. september 1972, og bönnuðu þær allar veiðar erlendra skipa innan þessara marka. Á meðan réttarhöld héldu áfram fyrir dómstólnum og ísland neitaði að viðurkenna ákvarðanir hans, varð framkvæmd íslensku reglnanna til þess, að margir atburðir urðu og samningafundir voru haldnir, sem leiddu 13. nóvember 1973 til erindaskipta um bráðabirgðasamkomulag milli Bret- lands og Islands. Þetta samkomulag, sem gilda á til 2 ára, kvað á um tíma- bundið fyrirkomulag, ,,þar til deilan leysist, og hafi það ekki áhrif á lagaskoð- anir aðila né réttindi í málinu". Dómstóllinn leit svo á, að tilvist bráðabirgðasamkomulagsins ætti ekki að koma í veg fyrir dómsuppsögu, þar sem deilan stæði enn og efnislausn væri ófundin; og að það gæti ekki leyst dómstólinn undan skyldu hans til að kveða upp dóm eftir núgildandi rétti, þótt hann gæti ekki sagt fyrir um réttarstöðu aðila, þegar bráðabirgðasamkomulagið fellur úr gildi; ennfremur ætti dóm- stóllinn ekki almennt að hafa neikvæð áhrif á gerð bráðabirgðasamninga, sem gætu dregið úr spennu í síðari deilumálum. Með tilliti til erindaskiptanna 1961, sem dómstóllinn taldi gildan samning með dóminum 1973, lagði dómstóllinn áherslu á, að það fæli í sér of þrönga túlkun á áðurnefndu samkomulagsákvæði, ef það takmarkaði dómsögu dóm- stólsins við að svara því játandi eða neitandi, hvort íslensku reglurnar frá 1972 samrýmdust alþjóðalögum. Það virtist augljóst, að aðila greindi m. a. á um fisk- veiðiréttindi þeirra og um gildi verndarráðstafana. Dómstóllinn hafði vald til að taka til meðferðar öll atriði málinu viðkomandi. Viðeigandi þjóðréttarreglur. 49.—78. gr. dómsins. Fyrsta hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna (í Genf 1958) samþykkti samning um úthafið. i 2. gr. hans er meginreglan um frelsi á úthöfunum, þ. e. frjálsar siglingar, frjálsar fiskveiðar o. s. frv., ,,sem öll ríki skulu njóta með sanngjörnu tilliti til hagsmuna annarra ríkja, sem hagnýta sér frelsið á út- höfunum". Það náðist hvorki samkomulag um breidd, landhelgi né um víðáttu fisk- veiðilögsögu strandríkja á ráðstefnunni 1958 og ekki heldur á annarri ráð- stefnu í Genf 1960. Samt sem áður festust tvenns konar hugmyndir sem venju- réttur í anda samhljóða skoðana á seinni ráðstefnunni. Annars vegar fisk- veiðibelti milli landhelgi og úthafs, þar sem strandríki gat krafist algerrar 166

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.