Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Blaðsíða 18
skemmri en 5 dagar og ekki lengri en 2 ár, nema annað sé ákveðið í lögum, sbr. 1. mgr. 44. gr. hgl. Undantekningar frá þessum ákvæðum um almennt hámark og lág- mark refsivistar eru nokkrar í alm. hgl.: a) Þegar lög heimila aukna refsingu, en hin lögákveðna refsing við broti yrði ekki aukin, nema farið væri út fyrir takmörk þau, sem sett eru hverri hegningartegund um sig, skal breyta allri hegningunni í þá hegningartegund, sem næst er og þyngri, sbr. 2. mgr. 79. gr. Tak- mörk þau, sem sett eru í 34. og 44. gr., skulu þá ekki vera því til fyrir- stöðu, að dæma megi í varðhald allt að 3 árum og í fangelsi allt að 20 árum. Ákvæði þetta er ekki með öllu ljóst. 1 því felst bæði heimild til þess að breyta varðhaldi í fangelsi, sbr. hlutfallið í 1. mgr., og heimild til að fara út fyrir hámark þessara refsitegunda að ákveðnu marki. Ákvæðið heimilar ekki að breyta sekt í refsivist. Með hinni „lögákveðnu refsingu við broti“ hlýtur að vera átt við þá refsingu, sem dómstóll telur hæfilega innan hinna lögákveðnu refsimarka. Um fangelsi verður þessi undantekning tæpast raunhæf, nema 16 ára fangelsi geti legið við broti og því sé beitt í framkvæmd, þ.e. í manndrápsmálum. Refsi- hækkunarástæðu þarf til, að þyngri refsing en 16 ár verði dæmd, þ.e. allt að 20 árum, því að ella yrði refsing að vera ævilangt fangelsi. Taka mætti sem dæmi atlögu að forseta Islands, sbr. 101. gr. hgl., eða tvö manndráp, er koma til dóms í sama máli, sbr. 2. mgr. 77. gr. hgl. Að því er varðhald snertir, skiptir 3 ára markið naumast máli, nema einungis liggi varðhald (og sektir) við broti. b) í 5. mgr. 44. gr. er heimilað að dæma skemmri fangelsisvist en 30 daga, þegar svo stepdur á sem hér segir: „Nú liggur ekki þyngri refsing við broti en varðhald, eða tiltekið brot þykir ekki varða þyngri refsingu en varðhaldi, og má þá, ef óheppilegt má telja, að fangi hafi samneyti við varðhaldsfanga, dæma honum fangelsi jafnlangan tíma.“ c) Sé dæmdur hegningarauki skv. 1. mgr. 78. gr„ má refsivist vera skemmri en mælt er í 34. og 44. gr. d) 1 1. mgr. 73. gr. er heimilað að dæma skemmri fangelsisvist en 30 daga, ef ekki liggur þyngri refsing en varðhald við tilteknum brot- um fanga og dæma skal fangelsisvist um jafnlangan tíma. e) Sérregla gildir um mörk vararefsingar skv. 54. gr„ hvort sem hún er varðhald eða fangelsi. Lágmark er 2 dagar, en hámark 1 ár. Ævilangt fangelsi ber að skilja eftir orðanna hljóðan. Því lýkur við dauða hins dómfellda, nema til náðunar komi. Ævilangt fangelsi hefur ekki verið dæmt í tíð gildandi hegningarlaga fyrr en nú með dómi sakadóms Reykjavíkur 19. desember 1977 í svokölluðu Guðmundar- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.