Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Qupperneq 17

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Qupperneq 17
3) Unglingavinnuhæli. Samkvæmt 5. gr. 1. 38/1973 skal reka ungl- ingavinnuhæli fyrir allt að 25 fanga, og skal þar fullnægja fangelsis- refsingum þeirra, sem við dómsuppsögn hafa eigi náð 22 ára aldri, sbr. ákvæði 43. gr. hgl. um meðferð fanga í slíkri stofnun. Dómsmála- ráðherra getur þó ákveðið, að einstakir fangar, sem fangelsisdóm hafa hlotið yngri en 22 ára, skuli vistaðir í öðrum fangelsum eða sæta al- mennri fangameðferð, sbr. 2. mgr. 43. gr. hgl. og 5. gr. 1. 38/1973. Enn fremur segir í 2. mgr. 16. gr. 1. 38/1973, að vista skuli unglinga í öðrum fangelsum, þar til unglingavinnuhæli hefur verið stofnað. Skal þá eftir aðstæðum tekið tillit til aldurs þeirra og ferils. I 1. 18/1961 var notað orðið unglingafangelsi, en því var breytt með 1. 38/1973 án þess að í því fælist nokkur efnisbreyting. Þá er ekki lengur skylt að hafa slíka stofnun í sveit, svo sem áskilið var í eldri lögum. Það er talið hafa bæði kosti og galla að vista unga afbrotamenn sér, og var vikið að mismunandi sjónarmiðum í umsögnum um frumvarpið og í um- ræðum á Alþingi. IV. TlMALENGD DÆMDRAR REFSIVISTAR. Það er meginregla, að refsivistardómar (án skilorðs) verða að vera tímabundnir, nema dæmt sé í ævilangt fangelsi. Refsivist skal tiltaka í dögum, mánuðum eða árum. Merkir dagur 24 klukkustundir, en mán- uður rímmánuð (= 30 dagar), sbr. 32. gr. hgl. og 2. mgr. 4. gr. rgj. nr. 260/1957. Fangelsisárið er því nánast jafnlangt og ár í öðrum orða- samböndum, þótt nokkuð örli á þeim misskilningi, að fangaárið sé skemmra. Fanga skal láta lausan um sama leyti dags og hann var settur inn. Refsivist er yfirleitt tiltekin í dögum allt að 60 dögum (2 mánuðir sjást einnig oft), en síðan í mánuðum allt að 12 (1 ár sést þó oft) og í árum eftir það. Stundum er refsivist ákveðin í mánuðum, þótt refsitíminn sé lengri en 1 ár, eða a.m.k. allt að 24 mánuðum, sbr. Hrd. XLVIII, bls. 436. I fangelsi má dæma menn ævilangt eða um tiltekinn tíma, ekki skem- ur en 30 daga og ekki lengur en 16 ár, sbr. 1. mgr. 34. gr. hgl. Ákvæði um einstakar brotategundir tilgreina yfirleitt sérstakt hámark innan þessara marka, en sjaldnar sérstakt lágmark eða hvort tveggja, sbr. 164. og 194. gr. hgl. Þegar lög leggja fangelsi ótiltekið við afbroti, er átt við fangelsi um tiltekinn tíma, nema annað sé sérstaklega ákveð- ið, sbr. 2. mgr. 34. gr. hgl. Fangelsi í 1. mgr. 165. gr. hgl. verður því að skýra svo, að lágmarkið sé 30 dagar, en hámarkið 16 ár. í varðhald má aðeins dæma menn um tiltekinn tíma, sem ekki sé 11

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.