Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Page 14
o.fl., var ákvæði í 4. gr. þess efnis, að framkvæmd refsidóma og um- sjón hegningarhúss heyrði undir sakadómaraembættið í Reykjavík, sbr. og 3. mgr. 16. gr. i.f. 1. 38/1973. Þetta var hvort tveggja fellt brott með 1. 109/1976. Með þessari breytingu hvarf jafnframt fullnusta refsivistardóma úr höndum sýslumanna og bæjarfógeta, sbr. 7. gr. 1. 74/1972. 1 athugasemdum er breytingin talin miða að því að veita dómsmálaráðherra frjálsari hendur til að skipuleggja stjórn fang- elsismála og framkvæmd refsidóma. Með starfsreglum nr. 409/1977, er komu til framkvæmda 1. mars 1978, er kveðið nánar á um meðferð fangelsismála. Sérstök fangelsis- máladeild fjallar um rekstur fangelsa og Skilorðseftirlits ríkisins, ný- byggingar og viðhald fangelsa, fjárveitingatillögur, fullnustu refsi- dóma, veitingu reynslulausnar og afgreiðslu tillagna um náðun og uppreist æru, sbr. 1. gr. Deildin tekur við öllum refsidómum til fulln- ustu frá ríkissaksóknara og Hæstarétti. Deildin annast sjálf fullnustu allra refsivistardóma nema varðhaldsdóma fyrir áfengis- og umferðar- lagabrot. Þá sendir deildin ásamt sektardómum, sbr. 52. gr. hgl., lög- reglustjórum til fullnustu. Helsta nýmælið í reglunum er skipun þriggja manna nefndar (fullnustumatsnefndar), til 2 ára í senn, til þess að meta umsóknir, er fangelsismáladeild berast um reynslulausn, náðun og uppreist æru. Fullnustumatsnefnd lætur í té skriflega umsögn um umsóknir, sbr. 8. gr. Ráðherra er ekki bundinn af niðurstöðum nefnd- arinnar, en ætla má, að hann fari oftast eftir þeim í reynd. Ætlast mun til, að nefndin sé óháð ráðuneyti og ráðherra, enda er hún nú skipuð mönnum utan ráðuneytisins. Engin ákvæði eru þó í réglunum til þess að tryggja sjálfstæði nefndarinnar að þessu leyti. Starfsmaður fangelsismáladeildar aflar upplýsinga um umsækjendur og lætur þær fylgja umsóknum, sem lagðar eru fyrir nefndina. Hann annast undir- búning funda að öðru leyti, eftir því sem þörf krefur. Skylt er að leggja allar umsóknir varðandi náðun, reynslulausn og uppreist æru fyrir nefndina, enda þótt ráðherra sé ekki bundinn af áliti nefndarinnar. Vakin er athygli á því, að beiðnir um frest eða hlé á fullnustu þarf ekki að leggja fyrir nefndina. Skv. 52. gr. hgl. annast lögreglustjórar innheimtu sekta. Ekki verð- ur í ritgerð þessari fjallað um afplánun sekta með vararefsingu. III. REFSIVISTARSTOFNANIR. Af 2. gr. 1. 38/1973 sést, að refsivistarstofnanir eru þrenns konar: ríkisfangelsi, vinnuhæli og unglingavinnuhæli. Auk þess getur dóms- 8

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.