Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Qupperneq 30

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Qupperneq 30
Ákvæði um skyldusparnað má setja í reglugerð, þannig að sparað fé renni annaðhvort til fjölskyldu fangans eða afhendist honum sjálf- um að afplánun lokinni, sbr. 2. mgr. 8. gr. 1. 38/1973. Engin ákvæði eru í Iögum um skattfríðindi fang'a. Skattstjórar neyta stundum heimildar 52. gr. 1. 68/1971 til þess að lækka eða fella niður tekjuskatt á föngum. Sveitarstjórnir (framtalsnefndir) neyta á sama hátt heimildar 27. gr. 1. 8/1972 til þess að lækka eða fella niður útsvar. Eigi fangi langa afplánun fyrir höndum, eru slíkar ákvarðanir oftast teknar fyrirfram að fenginni umsókn frá lögmanni eða ættingjum fangans. Ef umsókn lýtur að ógreiddum tekjuskatti frá fyrri árum, er það í framkvæmd ríkisskattstjóri, er ákvörðun tekur um lækkun. Sé um skamma úttekt að ræða, er venjulega sótt um lækkun með því að kæra álagningu um það leyti, er fanginn endurheimtir frelsi sitt. Lög veita föngum lítið aðhald um að greiða tjón af brotum sínum. Skv. 144. gr. 1. 74/1974 skal dómari kyrrsetja eða láta kyrrsetja eignir sakbornings m.a. til tryggingar greiðslu sakarkostnaðar og skaðabóta, ef hættu má telja á því, að þeim verði ella undan skotið eða að þær glatist eða rýrni að mun, svo að ekki verði nægilegt til greiðslu sakar- kostnaðar eða bóta á sínum tíma. Vinnulaun fanga má taka til greiðslu á skaðabótum eða öðrum útgjöldum, sem hann hefur orðið ábyrgur fyrir, meðan á afplánun refsivistar stóð, sbr. 37. gr. hgl. Mun ákvæði þetta vera bundið við tjón, sem sökunautur veldur, meðan á afplánun stendur, sbr. einnig 45. gr. rgj. 150/1968. Frá refsipólitísku sjónar- miði gæti verið æskilegt að láta refsifanga bæta að einhverju leyti með tekjum af vinnu sinni það tjón, sem af brotum hans utan fangelsis hefur hlotist. Slík skipan er þó vart raunhæf, meðan vinnulaun fanga eru svo lág sem nú er, sjá nánar Jónatan Þórmundsson, Opinbert réttarfar I, bls. 35—37. 4) Agaviðurlög. Um viðurlög við brotum refsifanga á reglum fang- elsa og vinnuhæla eru ákvæði í 47. gr. hgl., sbr. 27. og 37. gr. rgj. 260/1957 og 53. gr. rgj. 150/1968. 1 47. gr. hgl. er reyndar aðeins getið um reglur hegningarhússins, en ákvæðið verður að skýra rýmra. Viður- lög þessi taka bæði til brota á lögum, reglugerðum og umgengnisréglum stofnana, svo og til brota gegn einstökum fyrirmælum um tilteknar athafnir. Sé um sjálfstæð afbrot að ræða, kemur oftast til venju- legrar sakamálameðferðar og dóms, sbr. Hrd. XXXIX, bls. 654. Sé um tiltekin gi'óf afbrot að ræða, getur sjálf fangavistin verið refsihækk- unarástæða, sbr. 1. mgr. 73. gr. hgl. Hæpið er að beita bæði refsingu samkvæmt dómi og agaviðurlögum við sama broti, t.d. samtökum fanga um strok (110. gr. hgl.). Hins vegar má beita samtímis fleiri en einni 24

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.