Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Side 46

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Side 46
átti hún viðræður við þáverandi formann félagsins, Unnstein Beck borgar- fógeta, o. fl. dómara. Þar lét frúin í Ijós áhuga amerísku dómaranna á því að hitta og kynnast íslenskum starfsbræðrum sínum, meðan þeir dveldust hér á landi. Af hálfu íslensku dómaranna og dómsmálaráðuneytisins var strax tekið vel í þessa málaleitan. Á siðasta dómaraþingi var mál þetta tekið upp, og voru menn á einu máli um að taka bæri vel á móti hinum bandarísku starfsbræðrum, þannig að félaginu yrði til dýrðar, en þjóðinni til sæmdar. Hin nýkjörna stjórn D.i. skipaði þriggja manna nefnd til þess að undirbúa móttökur. Þar áttu sæti Ásgeir Pétursson sýslumaður og borgardómararnir Björn Þ. Guðmundsson og Magnús Thoroddsen, sem var formaður. Nefndarmenn ákváðu að haga móttökum þannig, að hinum bandarísku dómurum væri bæði sýnd vinsemd og virðing, jafnframt því sem þeir yrðu nokkurs vísari um íslenskt réttarkerfi, land og þjóð. Sömdum við síðan dag- skrá í þeim anda og sendum hana Dómarafélagi Ameríku til athugunar og umsagnar. Er skemmst af því að segja, að dagskráin var samþykkt umsvifa- laust. Hinn 11. maí s.l. kom svo hópurinn hingað til lands, alls 33 karlar og konur. Dvöldust þau hér til 13. s.m. Dómararnir bjuggu á Hótel Loftleiðum og hófust móttökurnar í Leifsbúð með því, að Magnús Thoroddsen bauð gestina vel- komna til íslands með stuttri ræðu. Síðan voru hinir erlendu gestir boðnir f kvöldverð á heimili íslenskra dómara. Daginn eftir kl. 14.00 heimsóttu dómararnir Hæstarétt islands. Þar hélt dr. Ármann Snævarr forseti Hæstaréttar erindi um íslenskt réttarfar með sögulegu og mannlegu ívafi. Eftir erindið sþurðu bandarisku dómararnir margra spurn- inga, svo sem þeirra er háttur. Um kvöldið sátu dómararnir og nokkrir íslenskir starfsbræður þeirra boð dómsmálaráðuneytisins, þar sem Ólafur W. Stefánsson skrifstofustjóri var gest- gjafi. Bauð hann gesti velkomna með ræðu en þeir dómararnir Michael J. Donohue, Holyoke, Mass. (nýkjörinn formaður A.J.A.) og Edward Thompson, New York, fluttu þakkir af hálfu gestanna. Var það mál manna, að þetta hefði verið hið ypparlegasta samkvæmi. Morguninn eftir fóru dómararnir í skoðunarferð til Þingvalla undir leiðsögn Sigurðar Líndals prófessors. Er ég kvaddi dómarana síðar um daginn, lofuðu þeir mjög leiðsögn Sigurðar. Sumir höfðu jafnvel á orði við mig, að prófessor Líndal hlyti að vera á rangri hillu. Það væri ekkert spursmál með það — mað- urinn ætti að leggja fyrir sig leiðsögu. Við brottförina rómuðu dómararnir mjög móttökur. Orðaði Michael J. Dono- hue það þannig, að íslendingar hefðu opnað þeim hjörtu sín og heimili. Megum við vel við una. Magnús Thoroddsen. SKIPULAGSBREYTING í FANGELSISMÁLUM Að undanförnu hefur verið unnið að því á vegum dómsmálaráðuneytisins að gera nokkrar skipulagsbreytingar á sviði fangelsismála hér á landi. Skipta má breytingum þessum í þrennt: í fyrsta lagi er um að ræða breytingar á yfirstjórn þessara mála. I öðru lagi bygging nýrra stofnana og endurbætur á 40

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.