Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Síða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Síða 21
þeir geti fært reynslu sína í letur á skiljanlegan og hlutlægan hátt. Sumar hinna merkustu rannsókna á fangavist og fangelsissamfélaginu hafa verið unnar af mönnum, sem sjálfir hafa setið inni um tíma og haft menntun, skilning og reynslu til að notfæra sér þessa einstöku aðstöðu. Ætla mætti, að fangelsisstjórar og fangaverðir væru réttu mennirnir til að lýsa fangelsislífinu. En einnig þeir lifa að nokkru leyti utan þess samfélágs, sem þeir vilja lýsa. Fangelsissamfélagið mótast mjög af tvískiptingu milli tveggja félagshópa innan stofnunarinnar, fanga og fangavarða. Tengslin á milli geta verið margslungin. 1 hvor- um hópi um sig gætir ýmiss konar hleypidóma 'gagnvart hinum. Jafn- ræði er ekkert milli hópanna, þar sem annar á að halda hinum í skefj- um. Fangaverðir hafa sérstakt viðurlagakerfi til að viðhalda aga meðal fanga (svipting ívilnana, svipting vinnulauna, einangrun í refsiklefa), sbr. 47. gr. hgl. Sá, sem vill kynna sér fangelsislífið, verður ekki heldur margs vís- ari, þótt hann lesi viðeigandi lágareglur, því að þær eru fáorðar um sjálfa fangavistina. Er það að nokkru bætt upp með fyrrnefndum reglu- gerðum, sem ættu að geta gefið nokkra mynd af daglegu lífi fanga. I framkvæmd er þessum reglum fylgt mjög frjálslega. I almennum hegningarlögum eru ákvæði um lengd refsivistar og nokkur megin- atriði fangameðferðar. Þar eru einnig ákvæði um aðrar tegundir frjáls- ræðissviptingar, t.d. öryggisgæslu og hælisvist fyrir drykkjusjúka brotamenn. Þessi viðurlög eru ekki talin til refsinga að lögum, þótt þau feli í sér frelsissviptingu. Á annað er litið sem öryggisúrræði, en hitt sem læknisúrræði. Hin yfirlýstu markmið þessara viðurlaga eru þannig nokkuð frábrugðin markmiðum refsivistar, sem eru fyrst og fremst þau að orka til varnaðar á dómþola sjálfan og aðra út í frá, en að nokkru að hafa siðbætandi áhrif á hann. Hvað sem líður þessum lagalega og refsipólitíska mismun, getur inntak þessara viðurlagateg- unda ekki talist mjög ólíkt. Kemur þar hvort tvéggja til, að refsivist er nú afplánuð á mun mannúðlegri hátt en áður var og með ýmiss konar sérfræðilegri þjónustu og aðstoð (heilsugæsla, sálgæsla, kennsla, umræðufundir) og að annars konar frjálsræðissvipting, sem gjarna átti að fela í sér vandaða sérfræðilega meðhöndlun, hefur hvergi nærri uppfyllt þær vonir, sem menn gerðu sér um árangur fyrr á árum. Vegna kostnaðar við slíka þjónustu og efasemda um gagnsemi hennar og sök- um vanþekkingar á orsökum afbrota og viðbrögðum þjóðfélagsins við þeim, hefur í seinni tíð komið æ betur í ljós, að vart er gerandi munur á inntaki refsivistar og annarrar frjálsræðissviptingar, sbr. nánar 15

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.