Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Síða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Síða 33
venja allt frá 1944), svo og til að veita refsiföngum skilorðsbundna eftirgjöf refsingar að hluta — og gegna þannig hlutverki reynslulausn- ar. Þá má geta um almennar náðanir í tilefni af merkisviðburðum í sögu þjóðarinnar: lýðveldisstofnun 1944, 50 ára heimastjórn 1954 og vígslu Skálholtskirkju 1963. Loks er svo að nefna notkun náðunar í samræmi við eiginlegan tilgang sinn, þ.e. þégar sérstakar ástæður eru fyrir hendi, sem mundu gera afplánun refsingar óeðlilega eða óvenju- lega harkalega (oftast náðun að fullu), sbr. greinargerð með 1. 16/1976. Til slíkra ástæðna mætti telja heilsubrest sökunautar, miklar þjáningar hans sjálfs af völdum brotsins eða málsmeðferðarinnar, úrelta eða óhóf- léga stranga löggjöf, eða nýjar upplýsingar um málsatvik, er hefðu mildað dóminn. Ástæður til hinnar víðtæku náðunarframkvæmdar hér á landi eru vafalítið margslungnar. Þar koma m.a. til álita úrelt ákvæði um reynslulausn, skortur á fangarými, kostnaður við refsiframkvæmd og náin persónuleg tengsl manna í svo litlu samfélagi sem hinu íslenska. Þetta séríslenska fyrirbæri verður þó aðeins skilið til fulls við athugun á refsiframkvæmdinni í heild og þeim félagslegu þáttum, sem tengjast henni. Um þetta efni má einnig vísa í grein Hildigunnar Ólafsdóttur, „Náðanir og fangelsismál“, í 1. tbl. Úlfljóts 1972, bls. 23—35, Ármann Snævarr, Tölfræðiskýrslur um brot og brotamenn, bls. 12—13, og Ólaf- ur Jóhannesson, Alþingistíðindi 1972 (Umræður), d. 1046—47. Reynslulausn er að markmiði og sögulegum uppruna nátengd skil- orðsdómum og skilorðsbundinni frestun saksóknar. Þegar virt eru sjón- armiðin að baki skilorðsbundinni náðun, er einnig augljós samstaða með henni og fyrrnefndum úrræðum. Náðun er þá yfirleitt notuð í sama tilgangi og reynslulausn. Úrræði þessi eru öll ætluð brotamönn- um til endurreisnar úti í samfélagi frjálsra manna (refsigæsla utan stofnana). Réttarreglurnar um úrræði þessi eru talsvert ólíkar. Mis- munandi er, á hvaða stigi málsmeðferðar á þau reynir og hver tekur ákvörðun um þau. Þeim er það öllum sameiginlegt nema náðun, að þau hljóta að vera skilyrt. Um skilyrði þessi gilda nú orðið svipaðar reglur, hvert af úrræðunum sem í hlut á, sjá 41. og 56. gr. hgl., sbr. 57. gr. hgl. Náðun hefur talsverða sérstöðu. Náðunarréttur er stjórn- arskrárbundinn réttur forseta Islands til að veita eftirgjöf refsingar að hluta eða að öllu leyti, með skilyrðum eða án, sbr. 29. gr. stjskr. Dómsmálaráðherra beitir þessu valdi í raun, sbr. 13. og 14. gr. stjskr. Náðun er miklu eldra fyrirbæri en hin úrræðin, en talið er, að reglur um reynslulausn hafi m.a. þróast á grundvelli náðunarvenju í lok 19. og í upphafi 20. aldar. Verða nú skýrðar réttarreglurnar um reynslulausn í einstökum at- 27

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.