Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1994, Side 6

Ægir - 01.11.1994, Side 6
allt. Það er augljóst að við getum ekki uppfyllt allar þær kröfur sem gerðar eru til okkar með svo fáum eftirlits- mönnum." 1000 eftirlitsmenn, 80 skip, 4 flugvélar og þyrlur Er það þá þín skoöun að veiðieftirlit- ið geti ekki sinnt hiutverki sínu eins og til er ætlast? „Ég skal ekkert um það segja. Það er forvitnilegt að sjá hvernig aðrar þjóbir hafa tekið á þessu. Eftir því sem aö- gangurinn er takmarkaður meira að auölindinni hefur veiðieftirlit verið stóraukið. Kanadamenn, sem er fisk- veibiþjóð af svipaðri stærðargráðu og við með tæplega 1.000 eftirlitsmenn til sjós, eru með 80 eftirlitsskip til um- ráða, fjórar flugvélar og nokkrar þyrl- ur. Þetta er fyrir utan strandgæsluna. Ég er ekki að biðja um slík lifandis ósköp en það má eitthvað á milli vera þessara örfáu manna okkar og þessa gríöarlega fjölda. Ef við lítum til Evrópuþjóða sjáum við t.d. Dani með 150 eftirlitsmenn til sjós og 180 í landi. Þegar rætt er um virkni eftirlitsins og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að fiski sé fleygt er ljóst að það verður ekki komið í veg fyrir það nema með því að hafa eftirlit um borð í öllum skipum alltaf. Það vill enginn." Glæpur og refsing „Að mínu mati eru núverandi viður- lög við brotum gegn veiðireglum alltof væg. Refsiákvæði laganna um stjórn fiskveiða eru óljós og mjög almennt orðuð. Mér finnst vanta betri skilgrein- ingu á tilgreindum brotum og sam- hengi milli þeirra og tilgreindra refs- inga. Þá vita menn að hverju þeir ganga. Við höfum ekki refsivald. Það er sjávarútvegsráðuneytið sem t.d. sviptir báta veiðileyfi. Mér finnst að Fiskistofa eigi að geta haft meira vald í þessum efnum. Það er í mörgum tilvikum mjög eðlilegt. Menn geta þá skotið úr- skurði okkar til ráðuneytisins. Þræðirnir eru oft býsna langir. Þegar vib sjáum að bátar fara fram úr veiði- heimildum skrifum við þeim bréf og vörum þá við. Bregðist þeir ekki við skrifum við ráðuneytinu og skýrum því frá gangi mála. Þeir skrifa viðkomandi bátum annað bréf og gefa þeim annan frest samkvæmt stjórnsýslulögum. Þab getur því liðið hálfur mánuður frá því að bátur fær bréf frá okkur þar til hann er sviptur veiðileyfi. Það er hægt að fiska mikið á hálfum mánuði." Landhelgisgæslan fær ekki veiðieftirlitið Ýtnsir Itafa orðið til þess að álykta um að veiðieftirlitið vœri betur komið í höndum Landhelgisgœslunnar og taiið að í það minnsta þyrfti að koma á betri tengslum og samvinnu milli Fiskistofu og Gœslunnar. Er þetta samstarf nógu gott og ertu til í að láta veiðieftirlitið frá Fiskistofu? „Ég held að þab sé ekki hægt ab fela Landhelgisgæslunni veiðieftirlitið eins og það leggur sig. Það er hugsanlegt að þeir gætu yfirtekið sjóeftirlitið en alls ekki landeftirlitið. Ég sé engin rök fyrir því. Síðan Fiskistofa var sett á laggirnar hefur samstarfið við Landhelgisgæsl- una stóraukist og ég get fullyrt að það er komið á gott samstarf milli þessara aðila. Okkar eftirlitsmenn eru tíðum um borb í varðskipum sem flytja þá milli báta á veiðisvæðinu og þannig vinnum við mjög vel saman." Langar í eigin bát „Okkur hefur reyndar lengi dreymt um að eignast sjálfir lítinn bát sem við gætum notað til eftirlitsstarfa. Varð- skipin eru stór, þung og dýr í rekstri. Lögin frá 1976 gera ráð fyrir því að auk þeirra séu starfrækt sérstök eftirlitsskip. Enn hefur því ekki verib hrint í fram- kvæmd þó 18 ár séu síðan Alþingi ákvab ab stefnt skyldi ab því. Mér dett- ur í hug gamli tollgæslubáturinn sem ég veit að er til sölu." Gamli toilgœslubáturinn er 14 metra, 23 tonna plastbátur smíðaður í Bretlandi 1977 með tveimur 159 ha. vélum. Tollgœslan seldi skipið einka- aðilum árið 1993 en hann mun vera falur á ný. „Svona skip myndi nýtast okkur vel til eftirlitsstarfa á grunnslóð þar sem gífurlegur fjöldi skipa og báta stundar veiðar og með þeim gætum við haft virkt eftirlit ef við réðum yfir hrað- skreiðu skipi." Bylting í gæðamálum Stœrsta verkefhi Fiskistofu þau tvö ár sem hún hefur starfað hefur tvímœla- laust verið sú bylting sem átt hefur sér stað í gœðamáium fiskiðnaðarins. Rík- ismat sjávarafurða var lagt niður og fœrt undir Fiskistofu og nýtt gœðaeftir- litskerfi, sem byggir á innra eftirliti fyr- irtœkjatma sjálfra, tekið upp samfara því að sjálfstœðar skoðunarstofur litu dagsins Ijós. „Mér finnst margt hafa tekist mjög vel og það hefur gengið vel að gera Fiskistofu að heilsteyptri stofnun og ná valdi á þeim verkefnum sem Fiskistofu voru falin. Gæðastjórnunarsviðiö er það sem hefur að mínu viti tekist einna best. Þarna voru gerðar gífurlegar breytingar á stuttum tíma. Við veðjuðum á réttan hest þegar við ákvábum ab taka upp HACCP-staðlakerfið í stab ISO-staðl- anna. Norðmenn veðjuðu á ISO-kerfið og settu mikið fé í. HACCP-reglurnar eru bandarískar, mjög líkar ISO, og engum blandast hugur um ab þetta kerfi verður ofan á beggja megin við Atlantshafið. Öll umræða hnígur í þá átt að ríki taki upp samræmt gæöaeftirlitskerfi og í kjölfarið fylgi gagnkvæm viðurkenn- ing á vottorðum og kerfum hvers ann- ars sem einfaldar og léttir mjög við- skipti meb sjávarafurðir. Vib erum í viðræðum við Evrópusambandið og Bandaríkjamenn um gagnkvæma við- urkenningu á eftirlitskerfum þeirra og okkar." Lyftum Grettistaki „I þessum efnum höfum við gert mjög mikið með mjög fáum mönnum á mjög skömmum tíma. Ég tel ab við höfum lyft Grettistaki. Þetta var satt ab segja ekkert undirbúið. Lögin sem lögðu niður Ríkismat sjávarafurða voru samþykkt í desember, tóku gildi um 6 ÆGIR NÓVEMBER 1994

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.