Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1994, Qupperneq 9

Ægir - 01.11.1994, Qupperneq 9
brugðist rétt vib aöstæðum og sé að mörgu leyti með rangar áherslur." Hvemig átti Fiskifélagið að bregðast við? „Það átti að afhenda okkur þessi verkefni og fólk- ið með. Fiskifélagið ætti að snúa sér að félagslega þættinum. Fiskiþing er nýafstaðið og margir urðu til þess að tjá sig um nauðsyn þess að hafa þann vett- vang þó LÍÚ sendi ekki fulltrúa. Ég er sammála því að Fiskiþing er ágætur vettvangur fyrir umræbu um margt sem sjávarútveginum kemur vel." Þessi verkefni, sem rœtt er um, felast einkum í söfnun hvers kyns upplýsinga og úrvinnslu úr þeim. Fiskifélagið vinnur ákveðin verk, Fiskistofa ber á- byrgð á stómm hluta, Þjóðhagsstofnun vinnur með töiur og upplýsingar og Hagstofan telur allt bœði stórt og smátt. Er ekki tvíverknaður ígangi í kerfinu? „Það er að minnsta kosti tvíverknaður í gangi milli Fiskifélags og Fiskistofu. Annað þekki ég ekki nógu vel en eflaust er full ástæða til að skoða þessi mál í heild með hagræðingu í huga." Finnst þér ástœða til þess að sameina hagsmuna- samtök í sjávarútvegi og sameina kraftana líkt og verið er að gera í landbúnaðinum? „Ég held ab það hljóti að koma til álita hjá þess- um fjölmörgu samtökum að sameinast eba hafa samráð þegar heildarhagsmunir greinarinnar eru á dagskrá. Þetta á t.d. við í alþjóðlegu samstarfi eba í viðskiptum við aðrar þjóðir." Vona að hvalveiðar hefjist á ný Nú þegar rœtt er um að íslendingar gangi aftur til liðs við Alþjóðahvalveiðiráðið og hefji ef til vill hrefnuveiðar á ný er freistandi að heyra álit Þórðar á því, en hann sat í ráðinu um 10 ára skeið og var for- maður þess um tírna? „Hvalveiðibannið var samþykkt árið eftir að ég hætti sem formaður og ég segi stundum í gamni að þab sé samhengi þar á milli. Ég vildi á sínum tíma ab við gengjum úr hval- veiðiráðinu þegar Kanandamenn gerðu það og hvatti til þess bak við tjöldin og það hefði sprengt ráðið ef allar hvalveiöiþjóðimar hefðu fylgt Kanada úr því. Það var sjálfsagt að ganga úr rábinu þegar við gerðum það en það voru mistök ab mótmæla ekki hvalveiðibanninu. Núna hafa mál þróast þannig að ég tel rétt að íhuga inngöngu á ný en á okkar for- sendum sem þau ríki sem fyrir eru þyrftu að sam- þykkja. Ég vona að hvalveiðar verði leyföar á ný." Þarf þá ekki að fjölga veiðieftirlitsmönnum Fiski- stofu? „Ég býst við því að hvalveiðar yrðu undir okkar eftirliti." O Hver er maðurinn? Þórður Ásgeirsson fæddist 31. mars 1942 í Reykjavík. For- eldrar hans eru þau Charlotta Þórðardóttir og Ásgeir Jónsson skrifstofumaður. Þórður á einn bróður, Jón Ásgeirsson, og þeir ólust upp í Skerjafirðinum. „Ég fékk stundum aö fljóta meb grásleppukörlum í Skerjafirði þegar ég var unglingur og það er eina reynsla mín af raunveru- legri sjómennsku," segir Þórður. Þórður varð stúdent frá MR 1962 og lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1968. Hann starfaði m.a. hjá Sameinuðu þjóöunum í New York og á Kýpur fram til 1970 en þá tók hann við starfi skrifstofustjóra í nýstofnuðu sjávarútvegsráðuneyti og var þriðji starfsmaður þess. Þar starfaði hann allt til 1981 og tók þátt í uppbyggingar- starfi sem þar fór fram og sat í fjölda nefnda fyrir ráðuneytið. Árin 1976 til 1978 var Þórður varaformaöur Alþjóðahvalveiði- ráðsins og formaður þess frá 1979 til 1981. Þórbur starfaði sem framkvæmdastjóri Olís 1981 til 1986 og rak fyrirtækið Baulu, sem m.a. framleiddi jógúrt, á ámnum 1987 til 1992 þegar hann var skipaður fiskistofustjóri. Þórður er kvæntur Guðríði Margréti Thorarensen, dóttur Gríms Thorarensens fyrmm kaupfélagsstjóra á Selfossi. Vilja loka svæðum í Norðursjó í fimm ár Á næsta ári veröur haldin sérstök Norðursjávarráðstefna í Esbjerg og þar munu koma saman sérfræöingar á sviði haffræði og fiskifræði frá löndunum sem liggja að Norðursjó. Komib hefur fram sú hugmynd að loka ákveðnum svæðum í Norðursjó fyrir öllum fiskveiðum í að minnsta kosti fimm ár. Mjög hefur verið deilt um áhrif fiskveiba á lífríki sjávar og með algjörri friðun mætti e.t.v. skera úr um það hve mikil þau eru. (Fiskeri Tidende okt. 1994) Ekki sinnepsgas í Ægi hefur áður verib sagt frá sænskum fiskimönnum sem fengu torkennilega gula klumpa upp í veiðarfærum og urðu sjómenn veikir af. Nú hafa sænskar rannsóknir sýnt að ekki var um sinnepsgas að ræða eins og talið var heldur er hér um einhvers konar efnaúrgang að ræða og talið líklegast að hann sé ættaður úr Bofors-vopnaverksmiðjunum í Svíþjóð. (Yrkesfiskaren okt. 1994) ÆGIR NÓVEMBER 1994 9

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.