Ægir - 01.11.1994, Qupperneq 15
OKTÓBER
samanborib við árið í fyrra.
Heildarafli togaranna varð rúm 200
þúsund tonn og verðmætið 15,7
milljarðar króna. Baldvin Þorsteins-
son EA var með mest magn og
mest verðmæti eða 6.046 tonn og
412 milljónir. Hæstur ísfisktogara
var Guðbjörg ÍS með 240 milljónir
í aflaverðmæti.
PPI Guðbjörg ÍS-46, nýjasti
■fii frystitogari íslendinga og, að
margra mati, fullkomnasta fiskiskip
í heimi, heldur frá ísafirði í sína
fyrstu veiðiferð. Skipstjóri í fyrstu
veiðiferöinni var Guðbjartur
Ásgeirsson.
M Samkvæmt bráðabirgðatöl-
■fii um Fiskistofu hefur 9.400
tonnum af svokölluðum rússa-
þorski verið landað á íslandi það
sem af er árinu. Á síðasta ári var
alls landað 11.700 tonnum
hérlendis svo flest bendir til þess að
samdráttur verði milli ára. Mun
minna framboð er á þorski úr
rússneskum skipum nú en í fyrra
vegna minni veiði í Barentshafi og
þess að margir útgerðarmenn hafa
þegar fiskað upp í kvóta sinn.
PPI Mikil rækjuveiði er víða og
fiéil útgerðarmenn rækjuskipa
krefjast aukins kvóta og rýmkunar
á veiðireglum. Norðurtanginn á
ísafirði bregst við svæöaskiptingu
veiöanna meb þvi að láta skrá
Guðbjart ÍS í Búðardal.
PPI íslenskar sjávarafurðir kaupa
Eh 30% hlut í Vinnslustöðinni í
Vestmannaeyjum sem er 84
milljónir að nafnvirði. Þessi hluta-
bréf vom áður í eigu Bjarna Sig-
hvatssonar og fjölskyldu hans.
Kaupin valda talsveröum úlfaþyt
því Vinnslustöðin hefur fram til
þessa verið í vibskiptum við Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna sem
Vinnslustöðin á 7,8% hlut í. Hér
eftir veröa allar afurðir Vinnslu-
stöbvarinnar seldar gegnum ÍS og
allt flutt með Samskipum í staö
Eimskips áður.
SJAVARSIÐAN
MAÐUR MÁNAÐARINS
Maður mánaðarins er Elínbjörg MagnÚSDÓTTIR frá Akranesi sem varð fyrst
kvenna fulltrúi á Fiskiþingi í október sl. Elínbjörg sagði samtali við Ægi að þátt-
takan þar hefði verið mjög lærdómsrík. Hún telur brýnt verkefni ab efla félags-
starf fiskifélagsdeildanna.
Elínbjörg sat Fiskiþing sem varaformaður fiskvinnsludeildar Verkamanna-
sambandsins en hún hefur starfað á þeim vettvangi um árabik
Elínbjörg er fiskvinnslukona, hefur unnið í fiski frá
1982, fyrst hjá Heimaskaga á Akranesi en eftir samein-
ingu fyrirtækja á Akranesi hjá Haraldi Böðvarssyni hf.
„Þetta er ágæt vinna en erfið og launin eru greidd
eftir afköstum. Ég hef mætt miklum skilningi minna
vinnuveitenda gagnvart félagsstörfum. Það þarf að
auka virðingu fólks fyrir þessu starfi, ekki síst meðal
þeirra sem vinna í fiski."
Elínbjörg er fædd í Stykkishólmi 1949 en alin upp í
Belgsholti í Melasveit, skammt frá Akranesi, og flutti til Akraness 1979. Hún er
þriðja elst í hópi átta barna hjónanna Magnúsar Ólafssonar og Önnu
Þorvarðardóttur sem bjuggu og búa enn í Belgsholti. Elínbjörg hefur fengist við
ýmis störf í landbúnaði og fiskvinnslu, vann m.a. í Hvalstöðinni nokkrar
vertíðir í eldhúsinu. Hún á eina dóttur, Önnu Elínu Daníelsdóttur, 22 ára.
Elínbjörg tekur virkan þátt í stjórnmálum og félagsmálum, situr í bæjarstjórn
á Akranesi og situr nú á Alþingi í annað sinn sem varaþingmaður Guðjóns Guð-
mundssonar. Hún segist ekki munu fara fram aftur í næstu þingkosningum,
segist vera hætt í landsmálapólitik.
„Ég hef ekki tíma fyrir þetta allt. Ég vil frekar vinna fyrir minn heimabæ og
sinna kjörum þess fólks sem ég er að vinna með."
ORÐ í HITA LEIKSINS
„Með núverandi kvótakerfi var það dapur dagur þegar nýja Guðbjörgin kom
til íslands. Þab var Færeyjadagur." Jón Ásbjörnsson formabur Samtaka fisk-
vinnslustöðva án útgerðar í Vestfirska fréttablaðinu.
„Því miður fæst það lítið verð fyrir frysta síld að það má segja að þessi vinnslu-
grein sé oröin eins konar hugsjónastarf." Friðrik Guðmundssön framkvæmda-
stjóri Tanga á Vopnafirbi í vibtali við Fiskifréttir 21. október.
s
„Eg held að flestir séu sammála um að það gangi ekki að vera með flottroll á
sama svæði og nótaskipin stunda veiöar á." Birgir Sigurðsson skipstjóri á
Skinney frá Hornafirði í samtali við Fiskifréttir 7. október.
„Það er bara dauðaþögn hjá okkur. Það er ekkert nema dauði framundan."
Skarphéðinn Árnason trillukarl á Akranesi í Tímanum 14. október.
„Þessi umræða verður æ háværari og ég hef oröiö hennar var nú á síðustu vik-
um ... ásamt þeim tröllasögum sem ganga um hvernig menn veiði einungis
heppilegan afla fyrir kvótann og sorteri þá við borðstokkinn eða skili fiskinum á
land klæddum roðfatnaði af þeirri fisktegund sem tiltæk er hverju sinni í kvóta-
bókinni." Bjarni Kr. GrÍmsson fiskimáiastjóri í ræðu við setningu 53. Fiski-
þings í október.
ÆGIR NÓVEMBER 1994 15