Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1994, Page 16

Ægir - 01.11.1994, Page 16
Ólafur Gíslason & Co. hf. og Eldvarnamiöstööin: Allt til eldvarna og slökkvistarfa Fyrirtækin Ólafur Gíslason & Co. hf. og Eldvarnamiöstöðin hf. hafa að- setur í Sundaborg í Reykjavík. Ólafur Gíslason, sem er 70 ára um þessar mundir, flytur m.a. inn vogir fyrir fisk- vinnslu og annan iðnað. Eldvarnamið- stöðin hf., sem er dótturfyrirtæki Ólafs Gíslasonar & Co. hf., var stofnuð fyrir 20 árum og hefur frá upphafi fengist við innflutning á tækjum og búnaði fyrir slökkvilið, ásamt handslökkvi- tækjum, eldvarnarteppum, reykskynj- urum og öðrum búnaði fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Benjamín Vil- helmsson sölustjóri hjá Eldvarnamið- stöðinni sagði Ægi frá starfsemi fyrir- tækisins. Stærstir á sínu sviði „í fyrstu var megintilgangurinn hjá Eldvarnamiðstöðinni aö þjónusta og selja slökkviliðum sérhæfð tæki og áhöld, ásamt því að flytja inn og selja handslökkvitæki, reykskynjara, eld- varnarteppi og þess háttar til heimila og fyrirtækja. Á þessum tuttugu árum hefur uppbygging fyrirtækisins verið nokkuð jöfn og í dag bjóðum við allan búnað sem þarf fyrir slökkvilið. Þar má telja hraðtengi, brunaslöngur, úða- stúta, hlífðarfatnað (samfestinga, káp- ur/buxur, hjálma, stígvél, hanska og reykköfunarhettur), reykköfunartæki og ýmiss konar verkfæri. Þessi búnaður er yfirleitt á lager. Stærri tæki og sér- hæfðari eins og stórar brunadælur, reykblásarar, slökkvibifreiðar og björg- unartæki til að ná fólki úr bílflökum þarf að sérpanta og yfirleitt er skamm- ur afgreiðslufrestur. Við teljum okkur vera stærsta fyrirtækið á þessu sviði sem er opið alla virka daga, ásamt því að eiga á lager algengustu eldvarnar- vörur. Auk þess að selja slökkvitæki sér Eld- varnamiðstöðin um að hlaða og yfir- fara handslökkvitæki ásamt því að þjónusta og yfirfara reykköfunartæki. En við lögbundna skipaskoðun er gengið úr skugga unt að búið sé að yfir- fara tækin af viðurkenndum aðila. Þessi þáttur starfseminnar er í sam- vinnu við Slökkvitækjaþjónustu Suður- nesja sem er eitt fullkomnasta þjón- ustuverkstæði fyrir slökkvitæki og reykköfunartæki á landinu. Slökkvi- tækjaþjónustan er að sjálfsögðu með viðurkenningu Siglinga- og Brunamála- stofnunar." Benjamín Vilhelmsson sölustjóri hjá Eldvarnamiðstöðinni. Eldvarnamiðstöðin selur margvís- legan slökkvibúnað og brunavarna- búnað um borð í skip og báta. Hvernig er þjónustu við flotann háttað? „í skip og báta seljum við aðallega hraðtengi á brunalagnir, brunaslöngur, úðastúta og skápa fyrir slöngur ásamt handslökkvitækjum og reykköfunar- tækjum. Einnig höfum við selt eldþol- inn hlíföarfatnað í nokkur skip. Síðan er í öllum skipum slökkvikerfi sem ver vélarúm. Algengustu kerfin eru halon- kerfi en því miður er búið að banna innflutning á haloni vegna umhverfis- áhrifa. Því miður segi ég vegna þess að ekkert slökkviefni er eins öflugur slökkvimiðill í lokuöum rýmum eins og halonið. Enn er ekki komið á mark- aðinn efni sem er eins áhrifaríkt en það hlýtur að koma innan tíöar. Við hjá Eldvarnamiðstöbinni fylgjumst að sjálfsögðu meb þróuninni í þeim efn- um. Þó lögboðið sé ab yfirfara reykköf- unartæki einu sinni á ári teljum við að það sé ekki nóg. Áhafnir skipa þurfa sjálfar að ganga úr skugga um að tækin virki eins og þau eiga að gera. Eins og oft vill verða þarf óhöpp og slys til að augu manna opnist fyrir því hvab betur má fara varöandi öryggis- mál. Nýlega varð eldur laus í togaran- um Ými í Smugunni og einnig í véla- rúmi rækjutogara á Flæmska hattinum við Nýfundnaland. Þessi óhöpp, þó ekki yrðu nein slys á mönnum og allt færi vel, leiddu t.d. í ljós þann ágalla að þegar vélar stöðvast vegna elds í véla- rúmi þá er engin dæla til að halda uppi þrýstingi á brunalögnum um borð og þar með er ekkert hægt að gera í slökkvistarfi nema vona að slökkvikerf- ið í vélarúminu nái að slökkva eldinn." Öryggismál sjómanna „í samtölum okkar við menn hefur þetta borist æ oftar í tal upp á síðkast- ið. Einnig höfum við fengið þó nokkr- ar fyrirspumir um handhægar og létt- ar, mótorknúnar brunadælur sem við seljum. Dælurnar eru innan vib 100 kíló og þeim er hægt að koma fyrir nánast hvar sem er og nota þó vélar skips stöðvist. Það segir sig sjálft að á fjarlægum miðum eru dælur sem þess- ar mjög brýnt öryggistæki. Ég tel að skipstjórnarmenn séu að vakna til vit- undar um nauðsyn þess ab tryggja sig gegn óhöppum af þessum tagi. Svona dæla kostar smáaura þegar haft er í huga að skipin kosta á annan milljarö króna ab mannslífum ógleymdum. Nú þegar flestallir sjómenn hafa verið á námskeiðum hjá Slysavarna- skólanum, þar sem fræðsla um eld- varnir og slökkvistarf er stór þáttur, vakna ýmsar spurningar hjá mönnum. Eins og t.d. um hlífðarfatnað (eldfatn- að) fyrir þá menn sem næst eru eldin- um við slökkvistarf. Geysilegur hiti verður ef eldur brýst út í skipum og útilokað að nálgast eldinn nema í við- eigandi galla með hjálm og reykköfun- artæki. Öryggismál sjómanna eru stöðugt í skoðun og ýmsar breytingar til batnað- ar koma fram og má þar nefna flot- galla sem öllum þykja sjálfsagðir í dag. Hver veit nema þessi atriði hér að ofan þyki sjálfsögð eftir fimm ár?" □ 16 ÆGIR NÓVEMBER 1994

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.