Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1994, Page 20

Ægir - 01.11.1994, Page 20
Hef alltaf verið fiskifélagsmaður Einar K. Guðfinnsson nýkjörinn formaöur stjórnar Fiskifélagsins Viötal Páll Ásgeir Ásgeirsson. Á 53. Fiskiþingi sem haldib var 19.-21. október sl. urbu formannsskipti í Fiskifélaginu. Jónas Haraldsson lét af störfum og Einar K. Guöfinnsson var kjörinn í hans stab. Einar er alinn upp vib sjávarsíöuna vestur í Bolungarvík og hefur talsverba reynslu af störfum í sjávarútvegi. Ein- ar var bebinn ab rifja upp fyrri kynni sín af starfsemi Fiskifélagsins. „Ég byrjabi aö starfa í fiskideildinni í Bolungarvík og þótti ávallt gaman aö mæta á fundi þar og kynnast mismunandi sjónarmiðum. Þarna mættu útgerðarmenn, sjómenn og fisk- verkendur, línusjómenn og togarasjómenn. Eftir nokkur ár var ég kosinn til að fara á fjórðungsþing fiskideilda á ísafirði og átti setu þar í nokkur ár mér til ánægju og gagns og var þá beðinn að vera formaður þess fjórðungssambands. Ég sat á Fiskiþingi í átta ár og hafði mjög mikið gagn af. Það sem mér hefur fundist einna mikilvægast í þessu starfi er að verða vitni að og taka þátt í umræðum mjög ólíkra hópa sem endurspegla vel umræðuna í hinu daglega vafstri sjáv- arútvegsins. Menn deila hart um notkun ýmissa veiðarfæra og gildi þeirra, umhverfisáhrif og fleira. Þarna verða oft mjög haröar umræður. Þegar tekist er á opinberlega um fiskveiðistefnuna er það hreinn barnaleikur hjá deilum um einstök veiðarfæri sem maður kynnist í þessu félagsstarfi. í þessu starfi þroskast menn af því að takast á við vanda- mál og deilur milli aðila. Á fjórðungsþingum fiskideilda fyr- ir vestan voru þannig leyst ýmis deilumál um fiskveiðihólf úti fyrir Vestfjörðum og fleira sem samstaða náðist um." Breytinga þörf á Fiskiþingi Á þessu síðasta Fiskiþingi kom fram sú gagnrýni að þingið vœri þrátt fyrir allt ekki nógu góður þverskurður afgreininni og breyta þyrfti vali á fulltrúum. Er þetta réttmœt gagnrýni? „Já, ég held það. Fiskiþing hefur, hin síðari ár, ekki verið nægilega góður þverskuröur af greininni í heild m.a. vegna þess að uppbygging sjávarútvegsins hefur breyst undanfarin ár. Árum saman hefur verið gagnrýnt að fiskvinnslan eigi ekki sína málsvara á Fiskiþingi og starfandi menn í sjávarút- vegi vilji ekki taka þátt í starfsemi félaganna. Þetta er að sumu leyti rétt en að sumu leyti beinist þetta gegn gagn- rýnendunum sjálfum því þeir hafa haft öll tækifæri til þess að taka þátt í starfsemi fiskifélagsdeildanna og koma sjónar- miðum sínum á framfæri. Þetta hefur verið misjafnt eftir landshlutum en sums staðar hefur skort á að menn væru nægilega virkir í starfi félagsins. Nú verður reynt að koma til móts við þessar gagnrýnis- raddir með ákveðnum skipulagsbreytingum á starfseminni. Með þessu tel ég að fiskiþingsfulltrúar séu að senda sjávar- útveginum þau skilaboð að við viljum að menn starfi innan Fiskifélagsins og við viljum gera þingið að umræöugrund- velli sem endurspegli sem best þá lifandi umræðu sem fer fram í sjávarútveginum. Breytingin felst fyrst og fremst í því að fulltrúum fjórö- ungsþinganna verður fjölgað og við það eykst aðgengi manna að kjöri fulltrúa á Fiskiþing." Margir mundu gráta krókódílatárum Það er rœtt um að Fiskifélagið standi á tímamótum, að því sé vegið og það hafi að sumu leyti glatað hlutverki sínu. Er fé- lagið risaeðla? „Mér hefur gramist aö sjá hvernig hefur verið vegið að Fiskifélaginu og það er ekkert launungarmál að ýmsir myndu gráta krókódílatárum ef það legðist alveg af. Miklar breytingar hafa orðið í innra starfi sjávarútvegsins með til- komu Fiskistofu og það hefur haft áhrif á starfsemi Fiskifé- lagsins. Menn mega hins vegar ekki gleyma því að félagið hefur á undanförnum árum, undir forystu Jónasar Haralds- sonar, verið að laga sig að nýjum háttum. Það hefur verið beitt miklu aðhaldi og samdráttur hefur orðið. Því tek ég við góðu búi, að þessu leyti. Starfsemin þarf hins vegar að vera í stöðugri endurskoðun og sérstaklega tel ég að einblína þurfi á félagslega þáttinn." Afstaða LÍÚ mikil mistök fyrir þá Hvernig œtlar þú sem formaður að beita þér fyrir hags- munum félagsins og þeirri endurskoðun sem þú minnist á? „Sem formaður geri ég mér grein fyrir þeirri ábyrgð sem mér er lögð á herðar en veit jafnvel og aðrir að einn formað- ur breytir kannski ekki miklu til né frá ef grundvöllinn vant- ar. Ég tel á hinn bóginn að grundvöllurinn sé til staðar og er 20 ÆGIR NÓVEMBER 1994

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.