Ægir - 01.11.1994, Page 22
53. FlSKIÞING 1994
53. Fiskiþing var haldib 19.-21.
október sl. Eftirtaldar ályktanir voru
samþykktar á þinginu.
Ráðstefna undir yfirskriftinni
„Kvótakerfið í sjávarútvegi“
53. Fiskiþing leggur til ab skipuö
verbi nefnd þriggja fulltrúa Fiskiþings
sem undirbúi rábstefnu á vegum Fiski-
félags íslands sem verbi opin almenn-
ingi undir yfirskriftinni „Kvótakerfib í
sjávarútvegi". Eftirtaldir voru kjörnir
til setu í nefndinni: Kristján Loftsson
Reykjavík, Helgi Laxdal Kópavogi og
Örn Pálsson Reykjavík.
Endurval aflamarksbáta
undir 6 tonnum
53. Fiskiþing leggur til aö aflamarks-
bátar undir sex tonnum sem ekki hafa
selt frá sér aflahlutdeild fái endurvals-
rétt þannig aö þeir hafi kost á aö kom-
ast inn í krókakerfiö og hlutdeild
þeirra bætist viö pottinn.
Framsalsréttur
53. Fiskiþing leggur til að ákvæöi í
lögum um stjórn fiskveiða, er kveöur á
um takmörkun á framsalsrétti frá 1.
janúar 1996, komi ekki til fram-
kvæmda. Lagaákvæðið felur í sér aö
óheimilt verður að leigja til sín meira
en sem nemur því magni í þorskígild-
um er báturinn fær úthlutaö á grund-
velli aflahlutdeildar.
Jöfnunarsjóður, úthlutun
53. Fiskiþing leggur til aö úthlutun
úr Jöfnunarsjóöi verði einfölduð og að
því stefnt að skipin fái úthlutun í
þeim tegundum sem þau hafa veiði-
reynslu í.
Veiðar dagróðrabáta í
hrygningarstoppi
53. Fiskiþing beinir þeim tilmælum
til ráðherra að hann heimili veiðar
dagróðrabáta í hrygningarstoppi
þorsks á tegundum utan aflamarks á
afmörkuðum svæöum í samráði viö
Hafrannsóknastofnun og hagsmuna-
aðila.
Meðafli skipa á aflamarki
53. Fiskiþing skorar á stjórnvöld að
leita allra leiða til þess að skerpa fram-
kvæmd þeirra ákvæða fiskveiðistjórn-
unarlaganna er lúta að skyldum um ab
koma með allan afla að landi. Fregnir
þess eðlis að fiski sé kastað í sjóinn
fara stigvaxandi. Hingað til hafa
stjórnvöld eingöngu beitt refsiákvæð-
um sem greinilega ná ekki tilgangi sín-
um. Tími er því kominn til að endur-
skoba lagaákvæði þessi, með það í
huga að menn finni hjá sér hvatningu
til að koma með þennan afla að landi.
Um verðmætastuðla
53. Fiskiþing leggur til að verð-
mætastuðlar sjávarútvegsráðuneytisins
verði teknir til endurskoðunar.
Sókn úthafsveiðiskipa
53. Fiskiþing leggur til að nú þegar
íslendingar hafa eignast stór og öflug
fiskiskip verði þeim beint til veiða
utan íslenskrar fiskveiðilögsögu og á
vannýttar tegundir til að létta á sókn
innan fiskveiðilögsögunnar.
Um friðun veiðisvæða
53. Fiskiþing ályktar að komi til lok-
ana á afmörkuðum svæðum verði þær
ákveðnar í nánu samráði við hags-
munaaðila á hverju svæði og að fiski-
fræðilegar rannsóknir verði lagðar til
grundvallar.
Síldveiðar í flottroll
53. Fiskiþing leggur til að síldveiðar
í flottroll verði ekki leyföar í auknum
mæli fyrr en að undangenginni rann-
sókn á áhrifum þeirra á síldina. Til
dæmis hvort torfur splundrist og verði
ekki veiðanlegar í langan tíma eftir að
flottroll hefur verib dregið í gegnum
þær. Einnig þarf að kanna hve mikið
af þeirri síld drepst er smýgur möskva
og missir við það hreistur.
Um loðnuveiðar í troll
53. Fiskiþing beinir þeim tilmælum
til sjávarútvegsráðherra að hann veiti
ekki leyfi til veiða á loðnu í troll nema
ab því tilskildu að ekki komi til
árekstra á miðunum milli togara og
nótaveiðiskipa. Hafrannsóknastofnun
fylgist með þessum veiðum, ef leyfðar
verða.
Karfaveiðar í flottroll/karfaseiði
sem meðafli rækju
Vegna aukinnar sóknar og vaxandi
álags á karfastofninn ályktar 53. Fiski-
þing að Hafrannsóknastofnun rannsaki
nú þegar hvort ástæða sé til að banna
notkun flottrolls við veiðarnar á þeim
tímabilum sem eðlun og got karfans
stendur yfir. Jafnframt kanni Hafrann-
sóknastofnun hvort um sé að ræða
mikið magn af karfaseiðum sem meða-
fla rækju og geri tillögur til úrbóta í
framhaldi af niöurstöðum sínum.
Upplýsingar um vöxt
helstu nytjafiska
53. Fiskiþing hvetur til þess að aflað
verði upplýsinga um vöxt helstu nytja-
fiska þannig að meöalvigt eftir aldri
liggi ávallt fyrir áður en veiðisvæðum
er lokaö. Stefnt verði að því ab upplýs-
ingar um meðalvigt þorsks og ýsu eftir
aldri og hlutfalli lifrar af heildarþunga
á einstökum svæðum liggi fyrir ekki
sjaldnar en á 3ja mánaba fresti. Til að
lágmarka kostnað í þessu sambandi
verði trúnaöarmenn á veiðiskipum
fengnir til mælinga á veiðisvæðum og
þannig aukið samstarf útgerðaraðila,
sjómanna og Hafrannsóknastofnunar.
Um gæða- og markaðsmál
53. Fiskiþing tekur undir áhyggjur
af gæbum fisks á fiskmörkuðum. Þing-
ið telur að útgerðarmenn, sjómenn og
fiskverkendur eigi aö taka höndum
saman um að bæta ástandið. Ef ís-
lenskur sjávarútvegur á að halda stöbu
sinni á markaðnum verður ekki undan
því vikist að útgerðarmenn og sjó-
menn tileinki sér þann hugsunarhátt
22 ÆGIR NÓVEMBER 1994