Ægir - 01.11.1994, Side 23
að koma með gallalausan fisk að landi
og að fiskverkendur tileinki sér þann
hugsunarhátt að taka ekki við fiski sem
ekki stenst fyllstu gæðakröfur. 53. Fiski-
þingi er ljóst að það tekur nokkurn
tima að tileinka sér nýjan hugsunar-
hátt en þeim mun brýnna er að hefjast
þegar handa. Nú þegar er hægt að bæta
úr tvennu. Annars vegar að alltaf verði
hægt að rekja uppruna og feril veidds
fisks og hins vegar að alltaf liggi fyrir
hvaða dag fiskur er veiddur.
Þorskkvóti loðnuskipa
53. Fiskiþing samþykkir að ígildi
þess þorskkvóta sem loðnuskip fengu
þegar bann var á loðnuveiðum verði
skilað aftur til botnfiskveiðibáta.
Loðnuflotinn fékk á sínum tíma
verulega fyrirgreiðslu þegar erfiðleikar
steðjuðu að, meðal annars fékk hann
sérstakar aflaheimildir á kostnað ann-
arra útgerða sem nú eiga í erfiðleikum.
Nú þegar heimildir til loðnuveiða eru í
hámarki er því eðlilegt að farið sé fram
á að loðnuflotinn skili einhverju til
baka. Þó komi ekki til loðnuskipa við-
bótarúthlutun í rækju, ef bætt verður
við rækjukvótann.
Raforkuverð til fiskvinnslu
53. Fiskiþing mótmælir þeim gífur-
lega verðmun sem er á raforkuverði til
fiskvinnslu og annarrar stóriðju hér á
landi. Það er með öllu óþolandi að
fiskvinnslu skuli gert að greiða að
meðaltali allt frá fjórfalt til sjöfalt
hærra verð fyrir kílówattstundina en
ÍSAL, Járnblendinu og Áburðarverk-
smiðjunni. 53. Fiskiþing tekur heils-
hugar undir ályktanir Samtaka fisk-
vinnslustöðva í þessum efnum og
skorar á Landsvirkjun og dreifiveitur
að lækka nú þegar raforkuverð til fisk-
vinnslunnar.
Rannsóknir og þróun.
53. Fiskiþing beinir því til stjórn-
valda að skattalögum verði breytt
þannig að heimilaður verði sérstakur
skattafsláttur til fyrirtækja vegna rann-
sókna- og þróunarstarfa.
Framkvæmdin verði með því móti
að færa mætti kostnað vegna rann-
sókna- og þróunarstarfsemi tvöfaldan í
skattuppgjöri, enda hefðu þau verkefni
sem unnið hefur verið að fengið viður-
kenningu sem skattayfirvöld teldu
gilda.
Tilgangurinn með slíkri breytingu
væri að hvetja fyrirtæki til rannsókna
og þróunarstarfs, en íslendingar verja
alltof litlu fé til þessara hluta miöaö
við aðrar þjóðir.
Atvinnuleysisbætur
53. Fiskiþing fer þess á leit við
hæstv. félagsmálaráðherra að sjálfstætt
starfandi útgerðarmenn hafi rétt til at-
vinnuleysisbóta ef um tímabundna
stöðvun starfsemi er að ræða sem
stafar af skerðingu á aflaheimildum.
Um úrgang frá skipum og bátum
53. Fiskiþing beinir því til sjávarút-
vegsráðuneytisins að ráðuneytið taki
til athugunar hvort ekki sé skynsam-
legt að breyta lögum nr. 54/1992 og
lögum nr. 109/1993 sem skylda fiski-
skip að koma meö fiskúrgang að landi,
óháð því hvort því fylgi einhver hag-
kvæmni eða ekki. í ljósi nýrra rann-
sókna á þessu sviði vill þingið að
kannað verði hvort saxa megi úrgang-
inn og koma honum í sjóinn aftur
þannig að hann nýtist nytjafiskum
okkar sem fóður. Ef það telst skynsam-
legt verði þessum lögum breytt.
Greinargerð
Deilur hafa staðið um lög sem
skylda fiskiskip til þess að koma með
allan fiskúrgang að landi óháð þeirri
hagkvæmni sem því fylgir og óháð því
hvort einhver vill við honum taka þeg-
ar í land er komið. Nýjar rannsóknir
benda til þess að hugsanlega sé hægt
að koma því svo við að þessi úrgangur
nýtist sem fóður fyrir okkar nytja-
stofna. Þingið telur að rétt sé að kanna
það og breyta lögunum í samræmi við
niðurstöður þeirrar könnunar ef
ástæða þykir til.
Um stuðning við eldi sjávardýra
53. Fiskiþing lýsir yfir stuðningi við
eldi þorsks og annarra sjávardýra í
fjörðum við ísland og hvetur til áfram-
haldandi rannsókna á verkefninu.
Greinargerð
Fiskiþing hefur oft samþykkt tillög-
ur sem hvetja til aukinnar áherslu á
rannsóknir á fiskeldi og vill enn á ný
ítreka slíka stefnumörkun.
Afnotagjöld sjónvarps
53. Fiskiþing skorar á forráðamenn
sjónvarps að leggja áherslu á bætt skil-
yrði sjónvarpsútsendinga á miðum við
landið og telur að bætt sjónvarpsskil-
yrði séu forsenda þess að eðlilegt sé að
greiða afnotagjöld.
Greinargerð
Sjónvarpseigendur eru skyldaðir til
þess að greiða afnotagjöld til Ríkisút-
varpsins óháð þeim sjónvarpsskilyrð-
um sem þeir búa við. Lítil áhersla virð-
ist vera lögð á að tryggja sæmileg sjón-
varpsskilyrði á helstu fiskimiðum
landsins. Þingið er sammála um að ef
ekki verði bætt úr sé óeölilegt að fara
fram á greiðslu afnotagjalda af sjón-
varpi í fiskiskipum.
Stærð möskva í botnvörpu
53. Fiskiþing lýsir furðu sinni á þeim
hringlandáhætti sem viðgengst um
stærð möskva í botnvörpu sem hefur
leitt til mikils kostnaðar hjá útgerð.
Greinargerð
Upplýst er að verulegur hringlanda-
háttur hefur viðgengist varðandi
ákvarðanir um möskvastærð í botn-
vörpu. Þess er vænst að sá hringlanda-
háttur sé nú að baki, en þingið telur
fulla ástæðu til þess að vekja athygli á
þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa
verið.
Möskvastærð neta
53. Fiskiþing telur að full þörf sé á
að meta á ný leyfilegar möskvastærðir
við dragnótarveiðar. Þingið telur að
rétt sé að skylda notkun legg-glugga,
sem talið er að minnki skaðsemi þessa
veiðarfæris á ungfisk verulega, og að
þau svæði þar sem leyfilegt er að nota
smáa möskva séu valin af varfærni og
tíminn sömuleiðis.
Greinargerð
Dragnót er talin mikilvægt veiðar-
færi til þess að nýta kolastofna og við
nýtingu á langlúru og þykkvalúru þarf
ÆGIR NÓVEMBER 1994 23