Ægir - 01.11.1994, Side 26
Greinargerð
Þingið er sammála um að leggja til ab þessi tillaga, sem í
raun er óskuldbindandi tilmæli til þeirra sem róa einir,
verði samþykkt. Tillagan varð þó tilefni til umræbna um
önnur öryggismál smábáta sem ef til vill hafa meira vægi,
m.a. stífa sókn á árstímum vályndra veðra.
Hvalveiðar
53. Fiskiþing hvetur ríkisstjórn íslands til að leyfa hval-
veiðar hér við land eigi síðar en sumarið 1995.
Greinargerð
Niðurstöbur vísindarannsókna á þeim hvalategundum
sem veiddar voru hér vib land á árum áður stybja það sjón-
armið að skynsamleg nýting þeirra muni ekki á nokkurn
hátt stefna stofnunum í hættu. Einnig skal á það minnst að
íslendingum jafnt sem öðrum þjóðum ber skylda til að nýta
auðlindir sjávar og er hvalurinn þar engin undantekning.
Selveiðar
53. Fiskiþing hvetur til þess að stjórnvöld stuðli að skyn-
samlegri nýtingu selastofna hér vib land. Þingið varar sér-
staklega við þeirri hættu sem gæti stafað af aukinni sela-
gengd á fiskimiðum við ísland.
Þá beinir þingið því til Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar-
ins að stofnunin hefji rannsóknir á selaafurðum í þeim til-
gangi að nýta þær til framleiðslu á sem fjölbreyttustum
vöruflokkum. 53. Fiskiþing þakkar hringormanefnd vel
unnin störf og hvetur hana til dáða í framtíðinni.
53. Fiskiþing beinir þeim tilmælum til sjávarútvegsráðu-
neytisins ab greiba aflaverðlaun að lágmarki 2.500 kr. fyrir
hvert dýr af veiddum blöbrusel, ársgömlum eða eldri.
Greinargerð
Kunnugt er að blööruselir hafa um nokkurt skeið lagt
leið sína að norðurströndinni þar sem þeir halda til meiri-
hluta ársins. Þekkt er að þessir stóru selir gera verulegan
óskunda á nytjafiskum okkar, einkum þorski og karfa. Þeg-
ar þeir éta úr veiðarfærunum þá taka þeir eingöngu innan
úr fiskinum lifur, hrogn og svil. Skaði af völdum blöbrusela
er umtalsverður á fiskmiðum fyrir norban, einkum á vertíð
að vori.
Bætt umgengni um auðlindina
53. Fiskiþing beinir því til sjávarútvegsráðuneytisins ab
það beiti sér í samstarfi við hagsmunaaðila í sjávarútvegi
fyrir öflugri kynningu á nauðsyn bættrar umgengni um
auðlind sjávar.
Greinargerð
Stabreynt hefur verib að umgengni um auðlindina fer
versnandi. Því til staöfestu eru söluskýrslur um ólíka stærð-
arsamsetningu í þorskafla skipa sem veiða á sömu slób og
nota sambærileg veiðarfæri.
Umhverfismál
53. Fiskiþing skorar á stjórnvöld að ráðast ekki í fram-
kvæmdir sem gjörbreyta vatnakerfi landsins án undangeng-
inna rannsókna á áhrifum þess á afkomu sjávardýra.
Greinargerð
Hugmyndir hafa verib uppi um vatnaflutninga frá Jök-
ulsá á Fjöllum og austur á land. Ekki er vitað um hlut Jök-
ulsár á Fjöllum í viðgangi hrygningar þorsks og annarra
nytjafiska fyrir Norðurlandi. Itarlegar rannsóknir eru því
forsenda slíkra framkvæmda.
Veiðieftirlit
53. Fiskiþing beinir því til stjórnvalda að lögum um Fiski-
stofu verði breytt með það í huga að veiðieftirlitið verði
skilvirkara. Þá telur þingið ab skerpa eigi á viðurlögum við
lögbrotum. Eigi þar skilyrðislaust að beita veiðileyfasvipt-
ingum til langs tíma ef uppvíst verður um lögbrot. Þá bend-
ir þingið á að það telur nauðsynlegt að samstarf veibieftir-
lits Fiskistofu og Landhelgisgæslu verði aukiö enn frekar.
Ráðgefandi stjórn Fiskistofu
53. Fiskiþing ítrekar fyrri samþykktir um að Fiskistofu
verði sett ráðgefandi stjórn sem hagsmunaaðilar í sjávarút-
vegi eigi abild að, þ.m.t. Fiskifélag íslands.
Greinargerð
Vaxandi tortryggni er farið að gæta varðandi störf Fiski-
stofu. Til að bæta þar úr og efla tengsl milli hennar og
þeírra sem starfa í greininni verði Fiskistofu skipuð ráðgef-
andi stjórn. □
Fulltrúar á 53. Fiskiþingi
/\ I)l'.11 !): Fiskifélagsdeild Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og nágrennis:
Kristján Loftsson Reykjavík, Sigurður Einarsson Reykjavík, Örn Pálsson
Reykjavik, Hjörtur Gíslason Reykjavík, Jónas Haraldsson Reykjavík (formað-
ur stjórnar sat þingið með málfrelsi og tillögurétti). Fiskifélagsdeild Vestur-
lands: Kristinn Jón Friðþjófsson Rifi*, Ólafur Rögnvaldsson Hellissandi*,
Magnús Soffaniasson Grundarfirði. Fiskifélagsdeild Vestfjaröa: Snæbjörn
Gíslason Patreksfirði, Ársæll Egilsson Tálknafiröi, Arnar Baröason Súganda-
firði. Fiskifélagsdeild Noröurlands: Björgólfur Jóhannsson Akureyri,
Gunnar Þ. Magnússon Ólafsfiröi, Valdimar Kjartansson Hauganesi. Fiskifé-
lagsdeild Austfjarða: Jóhann K. Sigurbsson Neskaupstaö, Sigurbur Ingvars-
son Eskifirði, Kristinn Pétursson Bakkafirði, Árni Jón Sigurðsson Seyðisfirði.
Fiskifélagsdeiid Vestmannaeyja: Eyjólfur Guöjónsson Vestmannaeyjum,
Óskar Ólafsson Vestmannaeyjum. Fiskifélagsdeiid Suðurlands og Reykja-
ness: Ingólfur Falsson Keflavík, Benedikt Thorarensen Þorlákshöfn, Jóhann-
es Karlsson Grindavík, Grétar Mar Jónsson Sandgeröi.
B-DEILD: Farmanna- og fiskimannasamband íslands: Guöjón A. Krist-
jánsson ísafirði. Sjómannasamband íslands: Sigfinnur Karlsson Neskaup-
staö. Félag rækju- og hörpudiskframleibenda: Pétur Bjarnason Akureyri.
Landssamband smábátacigcnda: Arthur Bogason Reykjavík. Verka-
mannasamband íslands - fiskverkafólk: Elínbjörg Magnúsdóttir Akranesi.
Vélstjórafélag íslands: Helgi Laxdal Kópavogi. Samtök fiskvinnslustöbva
(SF hefur auk eigin fulltrúa tilnefnt fulltrúa eftirtalinna abila samkvæmt
umboöi frá þeim: Félag ísl. fiskmjölsframleibenda, Síldarútvegsnefnd, Sölu-
mibstöö hraöfrystihúsanna, Sölusamband ísl. fiskframleibenda og íslenskar
sjávarafurðir hf.): Ágúst Elíasson Reykjavík, Sveinn Jónsson Reykjavík, Jó-
hann Þór Halldórsson Djúpavogi, Hjalti Einarsson Garðabæ, Dagur Ingi-
mundarson Sandgeröi*, Guðmundur Þorsteinsson Grindavík*, Árni Bene-
diktsson Reykjavík*, Ríkharb Jónsson Þorlákshöfn*.
* Þeir sem sátu hiuta af 53. Fiskiþingi.
26 ÆGIR NÓVEMBER 1994