Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1994, Page 30

Ægir - 01.11.1994, Page 30
 íldarsveifla á Hornafirði Páll Ásgeir Ásgeirsson. Ágúst Sigurbsson yfirverkstjóri hjá Borgey á Hornafirði haföi í býsna mörg horn að líta þegar Ægir leit við hjá honum í Iok september. Síldar- vertíðin var hafin á Hornafirði fyrir nokkru og sýnt að vakað yrði við síldarvinnslu fram eftir nóttu. „Ef allt gengur að óskum munum vib taka við 20 þúsund tonnum af síld til vinnslu á þessari síldarvertíb. Það er tvöfalt meira en í fyrra. Við höfum aukið okkar afkastagetu mikið frá í fyrra, t.d. með breyttri löndunar- tækni," segir Ágúst. Síldinni er dælt úr skipunum með sérstakri dælu sem skilar henni algjör- lega óskemmdri beint inn í vélasam- stæbu sem flokkar hana í fjóra stærðar- flokka. Sumt er fryst í heilu lagi og selt til Bretlands þar sem það endar sem „kippers" á morgunverðarboröum Englendinga. Annað er ísað í kör og flutt í söltunarhúsið. Þar er sumt saltað í heilu lagi, annað saltað hausskoriö og slógdregið og enn annaö flakab, rob- flett og skorið í bita. Bitarnir eru síðan lagbir í edikslög og seldir til Svíþjóðar Tvö skip sem selt hafa afla sinn til Borgeyjar á Höfn í Hornafiröi. Sunnuberg á ieið út og Hábergið bíður löndunar. Ágúst Sigurðsson yfirverkstjóri hjá Borgey á Höfn segist munu sofa lítið á síldarvertíðinni. og Danmerkur í frekari vinnslu og enda sem kryddsíld í dósum og gaffal- bitar hjá matvælafyrirtækinu Glyngöre sem meðal annars selur afurðir sínar til íslands. Saltsíldin er seld til Rússlands, Finnlands og Svíþjóbar. Verkun á síld getur tekið allt frá nokkrum dögum upp í sex mánuði eftir atvikum. Vilja vinna 20 þúsund tonn og sofa lítið Ef áætlanir Borgeyjarmanna um ab vinna 20 þúsund tonn af síld til manneldis ganga eftir skiptist það þannig að 9 þúsund tonn verða söltuð en 11 þúsund tonn fryst. En hvernig eru söluhorfurnar? „Þær eru heldur betri en í fyrra því það fer meira á Rússlandsmarkað. Sala á frystri síld virðist vera í góðu jafn- vægi nema hvað Japansmarkáður virb- ist vera í lægð." Ágúst segir að Borgey bæti við rösk- lega 50-60 starfsmönnum meðan síld- arvertíðin stendur yfir en alls eru árs- verk hjá Borgey 225. Hluti þess er að- komufólk en meðan síldin er unnin kemur mikið af heimamönnum á Hornafirði til síldarvinnu eftir að 30 ÆGIR NÓVEMBER 1994

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.