Ægir - 01.11.1994, Síða 34
aö því að Póstur og sími setti upp búnað til að taka við
merkjum frá DSC-kerfi. DSC er skammstöfun fyrir Digital
SelfCall. Þennan búnað verður tæknilega hægt að nota til
að staðsetja skip með sendingu frá landi. Þetta kerfi byggir á
stöðluöu tæki sem er tengt GPS-staðsetningarbúnaði.
Þannig er raunar um þrjár leiðir að velja til þess að koma
upp sjálfvirkri tilkynningaskyldu. Ein er íslensk útgáfa sem
þegar hefur verið reynd um borð í Akraborginni, annað er
Inmarsat Standard C kerfið sem 100 íslensk skip nota nú
þegar og þriðja er umrætt DSC-kerfi. Enn liggur engin ná-
kvæm áætlun fyrir um það hver þessara kosta verður fyrir
valinu hjá Pósti og síma.
Kann utanaö 2897 kallmerki
Eysteinn Guðlaugsson vaktmaður á tilkynningaskyld-
unni situr við tölvuskerm nýrrar og öflugrar tölvu. Tölva
svarar á augabragði flóknustu spurningum um fjölda skipa í
tilteknum reit, veit hverjir hafa tilkynnt sig og hverjir ekki
og Eysteinn svarar auk þess fyrirspurnum úr landi um ferðir
skipa. Hann segir að tíðni slíkra símtala aukist og minnki í
takt við veðurspána sérstaklega í fyrstu slæmu brælunni
hvert haust. Eysteinn viðurkennir að hann þekki kallmerki
nær allra skipa í íslenska flotanum sem eru 2.897 talsins.
Eysteinn Guðlaugsson (t.v.) og Árni Sigurbjörnsson
starfsmenn tilkynningaskyldunnar: „Okkar markmið að
auglýsingar eftir skipum heyrist aldrei í útvarpinu."
Árni Sigurbjörnsson starfsmaður tilkynningaskyldunnar
útskýrir að með aukinni tölvuvæðingu hafi fækkab mjög
auglýsingum í útvarpinu eftir skipum sem sinna ekki skyld-
unni. Tölvan létti vinnuna svo meiri tími gefist til að
„smala" trössunum og farsímavæðingin gerir auöveldara að
ná sambandi vib þá.
„Okkar markmið er að svona auglýsingar heyrist aldrei,"
segir hann.
Fölsk útköll mikið vandamál
Eitt stærsta vandamál sem blasir við björgunarmiðstöðv-
um um allan heim er tengt neyðarsendum og fjöldi falskra
tilkynninga frá þeim. Slysavarnafélag íslands kannaði fjölda
slíkra tilfella á þremur mismunandi neyðartíðnum, 121,5
Mhz, 243 Mhz og 406 Mhz. Sendar á 121,5 og 243 eru um
borð í flestum gúmmíbjörgunarbátum í íslenskum skipum
og öllum flugvélum. Sendar á 406 Mhz eru um borð í skip-
unum sjálfum og oftast meb búnaði sem sleppir þeim laus-
um sökkvi skipiö. Fjöldi falskra tilkynninga rýrir notagildi
sjálfvirkra neyðarsenda verulega því tíminn sem fer í að
kanna áreiðanleika sendingar getur skipt sköpum þegar um
líf eða dauða er ab tefla.
Niðurstöður könnunar Slysavarnafélagsins voru eftirfar-
andi:
Fjöldi Þar af falskar
Neyðartíðni tilkynninga tilkynningar
121,5 Mhz 198 196
243,0 Mhz 64 63
406,0 Mhz 31 27
í samskonar könnun í Bandaríkjunum kom í ljós ab af
50.000 sendingum á 121.5 Mhz reyndust 49.740 falskar en
af 1.370 sendingum á 406 Mhz reyndust 1.242 falskar.
Á Bretlandseyjum er talið að árið 1993 hafi kostnaður
vegna leitaraðgerða vegna falskra neyðarsendinga verið
meiri en 300 milljónir íslenskra króna. Mörg hérlend dæmi
mætti rekja um kostnaöarsamar leitaraðgerðir vegna þessa.
Engar viðhlítandi skýringar hafa fengist á fjölda falskra
sendinga en sérfræðingar segja flestar þeirra stafa af rafseg-
ulbylgjum í loftinu.
Slysavarnaskóli sjómanna
Mannslíf verða ekki
metin til fjár
segir Hilmar Snorrason
Slysavarnaskóli sjómanna hefur bækistöðvar sínar um
borð í Sæbjörgu, gömlu varðskipi sem var smíðað 1951 í
Danmörku. Skólinn hefur starfað frá 1986 og má segja að
starfsárið skiptist í tvennt. Lungann úr sumrinu fer Sæbjörg
um landið og námskeið eru haldin á hinum ýmsu stöðum
víðsvegar um landið. Seinnihluta sumars og frameftir hausti
liggur Sæbjörg á Akureyri og sinnir Eyjafjarðarsvæðinu. Á
vetrum liggur Sæbjörg vib festar í Reykjavík og þá er eink-
um sinnt námskeiðahaldi fyrir nema í Stýrimannaskólan-
um, Vélskólanum og Fiskvinnsluskólanum, bæði í skólun-
um í Reykjavík og hinum ýmsu deildum þeirra úti á landi.
Meira en 9.000 sjómenn hafa sótt námskeið á vegum Slysa-
34 ÆGIR NÓVEMBER 1994