Ægir - 01.11.1994, Síða 46
Framtíð Fiskifélagsins
Fiskiþingi, því 53. í röð-
inni, er nú nýlega lokiö.
Helstu ályktanir þess birtast
hér í blaðinu og verða því
ekki tíundaðar sérstaklega í
þessari grein. Fyrir Fiskiþing
varð mikill fjölmiðladans
þegar í ljós kom að stjórn
LIU hafði ákveðið að senda
ekki fulltrúa á þingið og í
yfirlýsingum formanns
stjórnar LÍÚ kom fram að
hann, og þá talaði hann fyr-
ir munn stjórnar sambands-
ins, teldi Fiskifélagið og
Fiskiþing ekki vera þann
vettvang sem áður var og að
þessi samkoma speglaði
engan veginn vilja sjávarút-
vegsins og gæfi ekki rétta
mynd af þeim viðhorfum
sem ríktu innan atvinnu-
greinarinnar. Það skal tekið
fram að öll önnur samtök í
sjávarútvegi sendu sína full-
trúa og að útgerðarmenn
voru fjölmennir á Fiskiþingi
sem fulltrúar fiskifélags-
deiidanna víða að af land-
inu.
Á Fiskiþingi voru sam-
þykktar breytingar á sam-
þykktum Fiskifélagsins og
eru þær miðaöar við að full-
trúum fjölgi á Fiskiþingi
þannig að sem flestar raddir
heyrist og þessi vettvangur
sýni sem bestan þverskurð
af atvinnugreininni og þeim
sem áhuga hafa á málefnum
hennar.
Þessi ofangreinda skoðun
formanns og stjórnar LÍÚ
virðist þó ekki eiga mikinn
hljómgrunn innan sjávarút-
vegsins og ekki heldur hjá
fjölda útgeröarmanna innan
LIÚ, bæði þeirra sem eiga
minni útgerðir og þeirra
sem stjórna stærri útgerðar-
félögum. Þá hefur fjöldi að-
ila haft samband við mig og
í viðtölum fjölmiðla hafa
komið fram eindregnar
stuðningsyfirlýsingar við
Fiskifélagið og Fiskiþing.
Öndverðar skoðanir heyrast
þó og taka undir með for-
ystu LÍÚ, en þær raddir eru
ekki margar og eins og virð-
ist mér að þeir sem þannig
tala séu einfaldlega ekki
nægjanlega vel upplýstir um
hvaða starfsemi fer fram hjá
Fiskifélaginu og hvernig
hún hefur breyst á undan-
förnum árum. Starfsemi og
staða Fiskifélagsins hefur
breyst. Þannig er félagið
ekki lengur hálfopinber
stofnun eins og áður var og
því er ekki hægt að segja að
Fiskistofa geti komið í stað
Fiskifélagsins því sú stofnun
hefur ekkert að gera með fé-
lagsleg málefni sjávarútvegs-
ins, sem er stórt hlutverk
Fiskifélagsins. Gegn þessum
viðhorfum úr fortíðinni
verður Fiskifélagið að bregð-
ast og veita meiri upplýsing-
ar um sína starfsemi og taka
meiri þátt í almennri um-
fjöllum um dagleg viðfangs-
efni í sjávarútvegnum.
Fiskifélag íslands er al-
mennur félagsskapur allra
innan sjávarútvegsins og
þeirra sem hafa áhuga á
málefnum sjávarútvegsins
og þar geta allir komið sín-
um skoðunum á framfæri.
Fiskifélagið er frjáls félags-
skapur og rekur sína starf-
semi á tekjum sem það fær
fyrir að vinna að söfnun
upplýsinga í sjávarútvegi og
hefur gert verktakasamning
við Fiskistofu um það verk-
efni. Stefnt er að því að á
næsta ári verði sá samning-
ur gerður við sjávarútvegs-
ráðuneytið þar sem mun
fleiri aðilar en Fiskistofa
nota þessar upplýsingar. Þá
hefur félagið tekjur af út-
gáfustarfsemi og einnig af
öðrum sérstökum verkum,
t.d. mælingum og úttektum
tæknideildar félagsins.
Það er þvi misskilingur að
Fiskifélagið sé rekið beint úr
vasa skattborgarans. Það
sinnir ákveðnum verkefnum
sem um hefur verið samið
og hér hafa áður verið talin
upp. Af þeim fást tekjur sem
halda félaginu gangandi. Fé-
lagið er í raun einu samtök-
in í sjávarútvegi á íslandi,
önnur en sölusamtök, sem
ekki hafa lögboðnar tekjur
úr greiðslumiðlun sjávarút-
vegsins, en í þeirri greiðslu-
miðlun (arftaka gamla
sjóðakerfisins og útflutn-
ingsgjaldsins) skiptir ekki
máli hvort viðkomandi er
aðili að félagsskapnum eða
ekki, tekið er lögboðið gjald
(skattur) sem síðan rennur
til viðkomandi samtaka.
Fiskifélagið mun á næstu
árum reyna að skapa lifandi
umræðuvettvang í sjávarút-
vegi þar sem allar raddir
eiga að heyrast og jafnframt
vinna ötullega að nýjungum
í atvinnugreininni. Þá er
mjög mikilvægt að mótuð
sé til framtíðar stefna í sjáv-
arútvegsmálum fyrir ísland
þar sem tvinnað er saman
veiðistjórnun og hagnýt-
ingu þeirra auðæfa sem sjáv-
arfang er.
Bjami Kr. Grímsson
10 þúsund tonna
togari strandar
Tíu þúsund tonna rússneskur verksmiðjutogari,
Pijonersk, strandaði rétt sunnan við Leirvík á
Hjaltlandi í lok október. Vonskuveður, tæplega tíu
vindstig, var þegar óhappið varð. Björgunarsveitir
komu þegar á vettvang og hófust handa við aö bjarga
156 manna áhöfn togarans. Þyrla frá strandgæslunni
bjargaði 34 meöan 91 fóru í björgunarbátana.
Skipstjóri Pijonersk varð fyrst í stað um kyrrt um borð
ásamt 30 úr áhöfninni og vildi freista þess að bjarga
skipinu en mátti gefa þau áform upp á bátinn.
Sérstakar ráðstafanir voru gerðar til þess að koma í
veg fyrir olíumengun frá flakinu en þannig endaði
síðasta veiðiferð Pijonersk.
(Fiskaren okt. 1994)
46 ÆGIR NÓVEMBER 1