Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 29
umsækjenda um embætti héraðsdómara séu efnislega eins og reglur 2. og 3. mgr. 5. gr. laga nr. 92/1989 að öðru leyti en um skipunartíma nefndarmanna.30 Dómsmálaráðherra skipar þriggja manna dómnefnd samkvæmt 3. mgr. 12. gr. laga um dómstóla til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti héraðs- dómara. Einn nefndarmanna er tilnefndur af Hæstarétti og er hann formaður nefndarinnar, annar er tilnefndur af Dómarafélagi Islands úr röðum héraðs- dómara en sá þriðji af Lögmannafélagi Islands úr hópi starfandi lögmanna. Samkvæmt 4. mgr. 12. gr. sömu laga skal dómnefndin láta dómsmálaráðherra í té skriflega og rökstudda umsögn um umsækjendur um embætti héraðsdómara. Um störf dómnefndarinnar gilda reglur nr. 693/1999 um störf nefndar sanrkvæmt 3. mgr. 12. gr. laga nr. 15/1998.31 1 1. mgr. 5. gr. reglnanna segir að nefndin skuli skila skriflegri umsögn um umsækjendur þar sem fram konri rökstutt álit á hæfni hvers þeirra og rökstutt álit á því hvem eða hverja nefndin telur hæfasta og eftir atvikum samanburður og röðun á umsækjendum eftir hæfni. Samkvæmt 3. mgr. 7. gr. sömu reglna er umsögn nefndarinnar ekki bind- andi við skipun í embætti héraðsdómara. Umsögnin þjónar þó að einhverju leyti þeim tilgangi sem vísað er til í athugasemdunum með framangreindu lagafrum- varpi, þ.e. að styrkja sjálfstæði dómstólanna og efla traust almennings á því að dómarar séu óháðir handhöfum framkvæmdarvaldsins. Einnig þjónar þessi að- ferð þeim tilgangi að hæfileikar umsækjenda um dómarastöður til að gegna slrkri stöðu verði metnir á faglegum grundvelli. Ráðherra hefur frá gildistöku laganna 1. júlí 1992 til dagsins í dag oftast farið að tillögum nefndarinnar við skipun í embætti héraðsdómara. Eftir því sem næst verður komist hafa allir héraðsdómarar, sem skipaðir hafa verið í embætti eftir gildistöku laganna frá árinu 1992, verið metnir mjög vel hæfir til að gegna viðkomandi dómarastöðu. Það er ótvírætt mjög traustvekjandi. Dómsmálaráðherra ber samkvæmt 4. mgr. 4. gr. laga um dómstóla að leita umsagnar Hæstaréttar, áður en skipað er í dómaraembætti við Hæstarétt, um hæfi og hæfni umsækjenda til að gegna því. Umsögn Hæstaréttar er ekki bindandi nema á þann hátt að ekki má veita umsækjanda embættið ef fram kemur í umsögninni það álit að hann fullnægi ekki skilyrðum 5. eða 8. tl. 2. mgr. lagagreinarinnar. Skilyrðin eru að hann hafi hvorki gerst sekur um refsivert athæfi, sem telja megi svívirðilegt að almenningsáliti, né sýnt af sér háttsemi sem geti rýrt það traust sem dómarar verði almennt að njóta, og að hann teljist vera hæfur til að gegna embættinu í ljósi starfsferils síns og lög- fræðilegrar þekkingar. Sambærilegar reglur og gilda um störf nefndar sam- kvæmt 3. mgr. 12. gr. dómstólalaga hafa ekki verið settar um það sem fram á að koma í umsögn Hæstaréttar um hæfi og hæfni untsækjenda um dómara- embætti við Hæstarétt. 30 Alþingistíðindi A, 1997-1998, þskj. 176, bls. 1155. 31 Stjómartíðindi B, 1999, bls. 1926-1928. 487
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.