Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 44
6. EVRÓPSK SAMSTAÐA? 6.1 Almennt 6.2 Allsherjarregla og almennt siðgæði: Leyfi til að víkja frá reglunum? 6.2.1 Almennt samkvæmt Evrópurétti 6.2.2 Samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu 6.2.3 Samkvæmt alþjóðlegum einkamálarétti 6.3 Getur ESB-dómstóllinn gengið lengra? 7. ÁLYKTANIR 1. INNGANGUR* Fyrir ekki svo löngu síðan var óhugsandi fyrir einstaklinga af mismunandi kynþáttum að stofna til hjúskapar, lögum samkvæmt var gerður greinarmunur á skilgetnum og óskilgetnum börnum og konur voru bundnar yfir bömum og búi. Nú á dögum þykir það hins vegar sjálfsagt að konur hafi jöfn tækifæri og karlmenn, og börn, óháð uppruna eða kringumstæðum við fæðingu, eru jöfn fyrir lögum. Kynþáttur stendur ekki lengur í vegi fyrir hjúskap en það gerir kynhneigð aftur á móti í flestum tilvikum. Það verður þó að viðurkenna að réttarstaða samkynhneigðra para hefur batnað verulega á undanförnum árum og áratugum. Rétturinn til að stofna til hjúskapar er ekki lengur bundinn við „karl og konu“ í öllum ríkjum heims. Tvö aðildarríkja Evrópusantbandsins,* 1 Holland og Belgía, hafa lögleitt hjúskap samkynhneigðra2 og ríkisstjórn Spánar hyggst leggja fram frumvarp til laga þess efnis innan skamms. Þróun hefur líka átt sér stað utan Evrópu, einkum í Norður-Ameríku. Áfrýjunardómstóll Ontario í Kanada komst að þeirri niður- stöðu í máli Halpern et. al. v Attorney General ofCanada et. al. að það stríddi gegn stjórnarskránni að neita samkynhneigðum um sama rétt og gagnkyn- hneigðir hafa til að ganga í hjúskap.3 Hæstiréttur Massachusetts í Bandaríkj- unum komst að samsvarandi niðurstöðu í máli Goodridge & Others v Depart- ment ofPuhlic Healtli and Another.4 * Ritgerð þessi er stytt og lagfærð útgáfa af ritgerð höfundar sem hann varði til meistaraprófs í mannréttindalögfræði við Háskólann í Lundi í byrjun árs 2004. Lesendum til hægðarauka er að finna ýntsa tengla í greininni sem allir voru virkir þegar hún fór í prentun. 1 Héðan í frá skammstafað ESB. 2 Hjúskapur hefur verið heimill samkynhneigðum í HoIIandi frá 1. aprfl 2001 samkvæmt lögum settum 21. desember 2000 og í Belgíu frá 1. júní 2003 samkvæmt lögum settum 13. febrúar 2003. 3 Ríkisstjórn Kanada hefur síðan þá unnið að lagasetningu til að innleiða rétt samkynhneigðra para til að stofna til hjúskapar. Frumvarpið Itefur verið borið undir Hæstarétt Kanada sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að lagafrumvarpið samræmist stjórnarskrá Kanada. Hæstiréttur tók þó skýrt fram að þar sem borgaralegum hjúskap sleppti væri það væri undir prestum og forstöðumönnum viðkomandi trúfélaga komið hvort þeir giftu samkynhneigð pör eða ekki. 4 Viðbrögð löggjafans í Massachusetts voru þau að leggja til bann við hjúskap samkynhneigðra í stjómarskrá ríkisins en leyfa aftur á móti staðfesta samvist þeirra. Þessi stjórnarskrárbreyting tekur þó ekki gildi fyrr en nýtt þing staðfestir hana og atkvæðagreiðsla hefur farið fram um hana í rfkinu. I millitíðinni ganga samkynhneigð pör í hjúskap á grundvelli dómsins sem aftur leiðir til mjög flókinna lagaskila. 502
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.