Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 46
að slíkur greinarmunur stæðist ekki orðalagið „sérhver maður“. Dómstóllinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að einstæð móðir og bam hennar væri fjöl- skylda.14 Til að komast að þessari niðurstöðu tók dómstóllinn fram að sátt- málann yrði að túlka í ljósi nútímaaðstæðna, og með því að byggja á þróun landslaga og alþjóðalaga ályktaði dómstóllinn sem svo að það væri augljós samstaða að þessu leyti í nútímasamfélögum.15 Umfang 8. gr. víkkaði enn frekar nokkrum árum seinna með máli Johnston16 þar sem dómstóllinn tók skýrt fram að málshöfðendur, sem voru sambúðaraðilar, teldust „fjölskylda“ í skilningi 8. gr. og nytu því réttarverndar hennar.17 Dómstóllinn endurtók þessa nálgun í máli Keegan's og minnti á að fjölskylduhugtakið væri ekki einvörð- ungu bundið við hjúskap og að það gæti tekið til annarra de facto fjölskyldu- tengsla þar sem aðilar búa saman utan hjúskapar.19 Almennt séð tók dóm- stóllinn einnig fram að fjölskyldustofnunin væri ekki fastskorðuð hvort sem væri í sögulegum, félagslegum eða lagalegunr skilningi.20 Þrátt fyrir þessa síðustu yfirlýsingu dómstólsins og þær viðhorfsbreytingar sem hafa átt sér stað gagnvart samkynhneigðum pörum hefur dómstóllinn ekki enn viðurkennt að samkynhneigð pör hafi sama rétt og „sérhver maður“ til að fjölskyldulíf þeirra njóti friðhelgi og að sambúð þeirra jafngildi de facto eða raun-fjölskyldutengslum. 2.3 Er Réttindaskrá Evrópusambandsins grundvöllur fyrir nýrri skil- greiningu? Réttindaskrá ESB (e. Charter of Fundamental Rights) sem samþykkt var af ráðherraráði ESB í Nice í desember 2000 er um margt áhugaverð þegar kemur að því að skilgreina hugtakið fjölskylda. Friðhelgi einka- og fjölskyldulífs allra er tryggt í 7. gr. skrárinnar og það er ljóst að ákvæðinu er ætlað að endurspegla umfang 8. gr. MSE21 eins og hún er túlkuð af MDE.22 Eins og fjallað var um í kafla 2.2 þá hafa samkynhneigð pör ekki verið skilgreind sem fjölskylda út frá sjónarhóli MSE. I 9. gr. skrárinnar er hins vegar að ákvæði sem segir: 14 ibid., 31. mgr. 15 ibid., 41. mgr.: „this Convention must be interpreted in the light of present-day conditions" og „there is a clear measure of common ground in this area amongst modern societies“. 16 Johnston ogfleii i gegn Irlandi. (kæra nr. 9697/82) 17 ibid., 56. mgr. 18 Keegan gegn írlandi. (kæra nr. 16969/90) 19 ibid., 44. mgr.: „The Court recalls that the notion of the ‘family’ in this provision is not confined solely to marriage-based relationships and may encompass other de facto ‘family’ ties where the parties are living together outside of marriage". 20 Mazurek gegn Frakklandi. (kæra nr. 34406/97), 52. mgr.: „the institution of the family is not fixed, be it historically, sociologically or even legally". 21 Sjá greinargerð með ákvæðinu sem er aðgengileg á slóðinni http://www.europarl.eu.int/charter/ pdf/04473„en.pdf. 22 Nánari umfjöllun um sambandið milli réttindaskrárinnar og MSE er að finna í kafla 5. 504
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.