Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 54

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 54
rétt á viðurkenningu á borgaralegri réttarstöðu sinni innan alls ESB. Dóm- stóllinn hafnaði þessu með þeim rökum að hin umdeilda ákvörðun samkvæmt starfsmannareglugerðunum fæli ekki í sér breytingu á borgaralegri réttarstöðu D. Tæknilega er þetta rétt en með því að taka form fram yfir efni sneiðir dóm- stóllinn fram hjá kjarna málsins sem er að þessari réttarstöðu fylgja ýmis réttindi, og með því að neita um þau njóta samkynhneigð pör ekki sömu virð- ingar og mannréttinda og aðrir. Dómstóllinn heldur þessari nálgun áfram og hafnar því að ákvörðunin hafi mismunað á grundvelli kynferðis með því að benda á að ekki skipti máli til að njóta viðkomandi réttinda hvort maki væri karl eða kona og því væri ekki um mismunun að ræða.64 Að síðustu hafnar dómstóllinn því að mismunun á grund- velli kynhneigðar hafi farið fram þar sem það hafi verið lagaleg tengsl (eða vöntun þar á) milli D og maka hans en ekki kynhneigð þeirra sem hafi staðið til grundvallar ákvörðuninni.65 Með þessari nálgun varð dómstóllinn af gullnu tækifæri til að komast að öfugri niðurstöðu með því að nota nýleg ákvæði 13. gr. Rómarsáttmálans og 21. gr. Réttindaskrár ESB. Því miður voru rök D, þess efnis að hin umdeilda ákvörðun fæli í sér hindrun á frjálsri för hans, dæmd ótæk til meðferðar. Eg tel að þessi rök hefðu auðveldlega getað leitt til öndverðrar niðurstöðu í ljósi fyrri dómaframkvæmdar ESB-dómstólsins. Samkvæmt þeirri framkvæmd eru ákvæði sem koma í veg fyrir eða draga úr því að ríkisborgari aðildarrrkis fari þaðan í því skyni að nýta sér rétt sinn til frjálsrar farar einmitt hindrun á þeim rétti.66 Að auki þurfa slíkar hindranir ef þær geta verið réttlætanlegar að gilda jafnt um alla.67 Svigrúmið virðist vera nægt hér en því miður varð hin endanlega niðurstaða þess valdandi að D og maki hans fluttu til baka til Svíþjóðar.68 4.4.2 Grant gegn South West Trains69 Grant var starfsmaður South West Trains sem bauð ókeypis og lækkuð fargjöld fyrir maka starfsmanna sinna, ýmist „legal spouse“ eða „common law opposite sex spouse“. Grant var hins vegar neitað um þessi fríðindi til handa maka sínum af sama kyni. I forúrskurði sínum tók dómstóllinn þá afstöðu, sem hann síðan endurtók í D gegn Ráðinu, að þar sem þessar reglur myndu taka eins 64 Sjá nmgr. 59, 46. mgr. 65 ibid., 47. mgr. 66 Mál C-18/95, Terhoeve. [1999] ECR 1-345, 39. mgr.: „provisions which preclude or deter a national of a Member State from leaving his country of origin in order to exercise his right to freedom of movement ... constitute an obstacle to that freedom". 67 Mál C-55/94, Gebhard gegn Consiglio dell' Ordine degli Avvocati e Procuratori di Milano. [1995] ECR 1-4165, 37. mgr. 68 Elspeth Guild: „Free Movement and Same-Sex Relationships: Existing EC Law and Article 13 EC“ og „Legal Recognition of Same-Sex Partnerships, A study of National, European and Intemational Law“. I safni Wintemute, bls. 686, nntgr. 32. Oxford 2001. 69 Mál C-249/96 Grant gegn South West Trains. [1998] ECR 1-621. 512
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.