Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 68

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 68
3. GILDISSVIÐ 6. GR. MSE OG SEKTARÁKVARÐANIR SAMKEPPNISRÁÐS 3.1 Almennt Samkeppnisráði er heimilt samkvæmt 52. gr. samkeppnislaga að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki. I 1. mgr. ákvæðisins segir: Samkeppnisráð leggur stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða samtök fyrirtækja sem brjóta gegn bannákvæðum laga þessara eða ákvörðunum sem teknar hafa verið samkvæmt þeim, sbr. IV. og V. kafla laga þessara, nema að brotið teljist óverulegt eða af öðrum ástæðum sé ekki talin þörf á slíkum sektum til að stuðla að og efla virka samkeppni. Við ákvörðun sekta skal hafa hliðsjón af eðli og umfangi samkeppnishamlna og hvað þær hafa staðið lengi. Sektimar renna til ríkissjóðs. í 1. mgr. 6. gr. MSE segir meðal annars: Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sent hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp úr um að rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar sé svo mikilsverður í lýðræðisþjóðfélagi að þröng skýring á ákvæðum 1. mgr. 6. gr. MSE samrýmist ekki tilgangi og markmiðum greinarinnar.4 Hér að neðan verður fjallað um hvort sektir þær sem lagðar eru á samkvæmt áðurnefndu ákvæði samkeppnislaga falli undir gildissvið 6. gr. MSE. Rétt er að geta þess að því hefur verið haldið fram að sektir þessar beri að skilgreina sem refsingar í skilningi refsiréttar, en ekki verður tekin afstaða til þessa álitaefnis í því sem hér fer á eftir.5 Þegar meta skal hvort háttsemi teljist refsiverð í skilningi 1. mgr. 6. gr. MSE styðst mannréttindadómstóllinn við eftirtalin viðmið: a) hvemig háttsemin er skilgreind samkvæmt lögum viðkomandi lands, b) eðli brotsins og c) hversu ströng hugsanleg viðurlög kunna að verða. Viðmiðum þessum var fyrst beitt í Engel-málinu en þar sagði mannréttindadómstóllinn: If the Contracting States were able at their discretion to classify an offence as disciplinary instead of criminal, or to prosecute the author of a „mixed“ offence on the disciplinary rather than on the criminal plane, the operation of the fundamental clauses of Articles 6 and 7 would be subordinated to their sovereign will.6 4 Delcowt gegn Belgíu. [1970] 1 EHRR 355, mgr. 25; R Clayton og H Tomlinson: Fair Trial Rights. OUP. Oxford 2001, bls. 74. 5 Þórunn Guðmundsdóttir: „Fyming samkeppnislagabrota lögaðila". Úlfljótur. 57 (2004), bls. 88. 6 Engel o.fl. gegn Hollandi. Series A Nr 22 (1979-80) 1 EHRR 647, mgr. 82. Ummælin hljóða svo á íslensku: „Ef aðildamíkin gætu, að eigin vild, skilgreint verknað sem agabrot í stað refsiverðs brots eða ákveðið að maður. sem gerst hefði sekur um þessi tvenns konar brot, yrði saksóttur eins og aðeins væri um að ræða agabrot, en ekki afbrot, yrði beiting meginreglnanna í 6. og 7. gr. [sáttmálans] háð geðþótta þeirra“. Hér er notuð þýðing Eiríks Tómassonar: Réttlát málsmeðferð fyrir dómi. Bókaútgáfa Orators. Reykjavfk 1999, bls. 41. 526
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.