Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 79

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 79
gildissviðs þess. Svo þröng túlkun væri ekki í samræmi við tilgang og markmið 1. mgr. 6. gr. MSE.53 5. ENDURSKOÐUNARVALD DÓMSTÓLA Á SVIÐI SAMKEPPNISMÁLA 5.1 Almennt um endurskoðunarvald dómstóla Af framansögðu leiðir að til að standast kröfur 1. mgr. 6. gr. MSE þurfa dómstólar að taka að öllu leyti til endurskoðunar sektarákvarðanir Samkeppnis- ráðs. Þurfa þeir að vera bærir til að fjalla um lagaatriði sem og sönnun og ekki eftirláta stjómvöldum nein matsvik. í 60. gr. stjómarskrárinnar segir að dómendur skeri úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda. Hér er ekki ráðrúm til að fjalla almennt um efni þessa stjórnarskrárákvæðis. Einungis verður vikið að því hvort það feli í sér einhverjar þær takmarkanir á endurskoðunarvaldi dómstóla, sem gætu haft í för með sér að endurskoðunarvaldið væri ekki fullnægjandi með tilliti til krafna mannréttindasáttmálans í þeim tilvikum sem hér eru til umfjöllunar.54 í Stjómarfarsrétti sínum frá 1955 sagði Ólafur Jóhannesson að fullyrða megi að þróunin hafi stefnt í þá átt að dómstólar færðu út úrskurðarvald sitt. Hafi 60. gr. stjómarskrárinnar ekki verið talin standa í vegi fyrir þeirri þróun.551H 1982 182 sagði Hæstiréttur: „Það er meginregla íslenskra laga, að þau mál sæti úrlausn dómstóla, sem eigi eru skýrlega undan dómsögu þeirra tekin, sbr. 2. gr. [stjskr.] og 60. gr. hennar að því er tekur til tengslanna milli dómstóla og stjórnvalda". I tímamótagrein frá 1984, þar sem Eiríkur Tómasson gerir grein fyrir þeirri þróun sem hefur orðið á endurskoðunarvaldi dómstóla, kemst hann að þeirri niðurstöðu, m.a. með vísan til ofangreinds dóms, að meginreglan í íslenskum rétti sé sú að dómendur geti tekið allar ákvarðanir stjórnvalda til endurskoðunar. Frá meginreglunni séu svo undantekningar sem eðli málsins samkvæmt hljóti að verða að skýra þröngt. Telur Eiríkur að ákveðnir efnisþættir í ákvörðunum stjómvalda lúti ekki lögsögu dómstóla, en hverjir þeir séu sé breytilegt frá einum tíma til annars.56 Höfundur þessarar greinar hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að finna megi dæmi þess að dómstólar taki til endurskoðunar alla þætti matskenndra stjómvaldsákvarðana.57 53 De Cubber gegn Belgíu. Series A Nr 86 [1985] 7 EHRR 236, mgr. 31-32. Sjá einnig Findlay gegn Stóra Bretlandi. [1997] 24 EHRR 221, mgr. 79, 40; N Holst-Christensen o.fl.: Den Europæiske Menneskerettighedskonvention Artikel 1-10 med kommentarer. 2. útgáfa. Jurist- og 0konomforbundets Forlag. Kpbenhavn 2003, bls. 282. 54 Um sögulegan bakgrunn ákvæðisins og fyrirmynd þess, 77. gr. dönsku grundvallarlaganna frá 1849, vísast til Ólafur Jóhannes Einarsson: Endurskoðunarvald dómstóla á matskenndum stjómvaldsákvörðunum. Drög að kennsluriti. Reykjavík 2000, bls. 6-21. 55 Ólafur Jóhannesson: Stjómarfarsréttur. Hlaðbúð. Reykjavík 1955, bls. 318. 56 Eiríkur Tómasson: „Takmarkanir á úrskurðarvaldi dómenda skv. 60 gr. stjskr." Ulfljótur. 37 (1984), bls. 183,215-216. 57 Ólafur Jóhannes Einarsson: Endurskoðunarvald dómstóla á matskenndum stjómvalds- ákvörðunum. Drög að kennsluriti. Reykjavík 2000, bls. 61-82. 537
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.