Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 92
fundarstjóri, sem var samþykkt. Gengið var til áður auglýstrar dagskrár og voru
einstakir dagskrárliðir afgreiddir þannig:
1. Skýrsla stjórnar. Kristján Gunnar Valdimarsson, formaður félagsins, kynnti
hana.
2. Endurskoðaðir reikningar lögfræðingafélagsins og Tímarits lögfræðinga.
Kristján Gunnar kynnti reikninga LI í fjarveru Helga I. Jónssonar gjaldkera.
Tap var kr. 258.853 en eignastaða félagsins er sterk, upp á 8 milljónir króna.
Reikningar voru bornir upp og samþykktir mótatkvæðalaust. Reikningar
Tímrits lögfræðinga voru kynntir af Steinunni Guðbjartsdóttur. Tap varð á
rekstri árið 2002 upp á kr. 926.359. Fundannönnum var gefinn kostur á að
gera athugasemdir og síðan voru reikningar samþykktir samhljóða.
3. Kosning stjómar og varastjórnar. Fundarstjóri las tillögu stjómar um nýja
stjóm. Kristján G. Valdimarsson yrði formaður - var samþykkt með lófa-
klappi. Benedikt Bogason varaformaður - var samþykkt með lófaklappi.
Meðstjómendur voru kosnir: Helgi I. Jónsson, Steinunn Guðbjartsdóttir,
Aslaug Björgvinsdóttir, Ingimundur Einarsson og Kristján Andri Stefánsson.
Ingimundur kemur inn í stað Jóhanns Benediktssonar sem gaf ekki kost á sér.
Varastjóm var kosin: Amljótur Björnsson, fyrrverandi hæstaréttardómari,
Eiríkur Tómasson prófessor, Hallvarður Einvarðsson hrk, Hrafn Bragason
hæstaréttardómari, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., Stefán M. Stefánsson
prófessor og Þór Vilhjálmsson, fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn.
4. Kosning tveggja endurskoðenda: Helgi V. Jónsson hrl. og Kristín Briem hrk
voru kjörin endurskoðendur Til vara Allan Vagn Magnússon héraðsdómari
og Skúli Guðmundsson skrifstofustjóri.
5. Argjald ákveðið það sama, kr. 3.500.
6. Önnur mál. Stjóm kom fram með tillögu um skipun stjómlaganefndar til að
endurskoða lög félagsins fyrir næsta aðalfund. Var samþykkt að vísa því til
nýkjörinnar stjórnar
7. Fundi slitið.
AÐALFUNDUR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 2004
Aðalfundur Lögfræðingafélags Islands 2004 var haldinn 11. nóvember á
Grand Hótel í Reykjavík.
1. Varafonnaður Benedikt Bogason setti fundinn í fjarveru formanns, Kristjáns
Gunnars Valdimarssonar. Benedikt stakk upp á Helga Jóhannessyni sem
fundarstjóra og var það samþykkt.
2. Benedikt flutti skýrslu stjórnar.
3. Endurskoðaðir reikningar LI og TL. Helgi I. Jónsson gjaldkeri LI kynnti árs-
reikninga félagsins. Hagur félagsins og rekstartekjur hafa batnað talsvert
milli ára. Steinunn Guðbjartsdóttir framkvæmdastjóri TL kynnti ársreikn-
inga TL. Rekstur TL hefur tekið miklum breytingum til batnaðar. Fundar-
stjóri bauð upp á athugasemdir. Enginn tók til máls og því voru reikningar
550