Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 98
manns við hið opinbera“. Ásmundur Helgason, lögfræðingur hjá umboðsmanni
Alþingis og stundakennari við Háskóla íslands, var fyrirlesari. Þann 17. febrúar
var morgunverðarfundur um nýtt frumvarp til laga um vátryggingasamninga.
Frummælendur voru Viðar Már Matthíasson lagaprófessor og Valgeir Pálsson
hrl. Þann 29. apríl var hádegisfundur um eignarhald á fjölmiðlum þar sem
Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, hélt erindi. Þann
30. apríl var hádegisfundur undir yfirskriftinni EFTA-dómstóll í tíu ár, en Carl
Baudenbacher, forseti EFTA-dómstólsins, hélt erindi um samskipti dómstólsins
við dómstóla EES/EFTA-ríkjanna og svo við Evrópudómstólinn.
Málþing Lögfræðingafélags íslands var haldið á Hótel Sögu í Reykjavík
föstudaginn 24. september 2004. Yfirskrift þingsins að þessu sinni var: Er þörf
á stjómsýsludómstól? Frummælendur voru Friðgeir Bjömsson héraðsdómari,
Matti Niemivuo, skrifstofustjóri í finnska dómsmálaráðuneytinu, og Páll
Hreinsson lagaprófessor. Auk þess lýstu viðhorfum sínum þeir Bjöm Bjarnason
dóms- og kirkjumálaráðherra, Gunnlaugur Claessen, varaforseti Hæstaréttar,
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, og Atli Gíslason, hrl. og vara-
þingmaður. Alls tóku 170 manns þátt í málþinginu sem lauk með kokkteilboði
dómsmálaráðuneytisins.
5. Samskipti við systurfélög á Norðurlöndum
Framkvæmdastjórar félaganna á Norðurlöndum hittast árlega og ræða starf-
semi sína og fór framkvæmdastjóri félagsins til Svíþjóðar að þessu sinni.
Systurfélögin eru liver með sínu móti, en t.d. er DJ0F í Danmörku félag þar
sem tölvunarfræðingar, hagfræðingar og fleiri eru ásamt lögfræðingum í sama
félaginu. DJ0F hefur verið að gera áhugaverða rannsókn um vinnuálag hjá
félagsmönnum sínum, auk þess að skoða vinnumarkaðinn og alþjóðavæðing-
una. DJ0F hefur komið á fót útibúi í Brussel og hefur verið að skipuleggja með
hvaða móti þeir geti haldið félögum þótt þeir flytji milli landa.
JUSEK í Svíþjóð hefur verið að marka nýja stefnu í kjaramálum, en eldri
stefna var frá árinu 1995. Meðal þess sem verið er að kanna er réttarstaða þeirra
starfsmanna sem flytja sig úr starfi hjá hinu opinbera yfir í einkageirann. Einnig
hefur verið hugað að úrræðum til að koma í veg fyrir kynbundinn launamun.
Hin félögin á Norðurlöndum, í Finnlandi og Noregi, ræddu m.a. um atvinnu-
mál og fleira. Fulltrúi lögfræðingafélags frá Eistlandi kom í fyrsta skipti til
fundarins.
6. Útgáfustarfsemi
6.1 Tímarit lögfræðinga
Boðið var upp á heildarsafn tímaritsins á 35.000 kr. með vsk. og nýttu u.þ.b.
12 aðilar sér tilboðið.
Segja má að framkvæmdastjóri hafi tekið rekstur tímaritsins í gjörgæslu á
árinu 2003, en eins og sást á rekstrarreikningi varð góður viðsnúningur á stöðu
þess og m.a. tókst að innheimta töluvert af gömlum skuldum auglýsenda tíma-
556