Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1997, Side 14

Ægir - 01.07.1997, Side 14
Sjávarútvegur og umhverfismál Umhverfismál fá með hverju árinu auk- ið vægi. Þau síast inn í alla aðra mála- flokka og breyta forsendum, ekki síst þegar til lengri tíma er litið. Nýleg lög um mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmda endurspegla þessa þróun og hafa nú þegar haft mikil áhrif á verkleg- ar framkvæmdir hér á landi. Þau lög eru ívið strangari hér á landi en annars stað- ar í Evrópu. Það getur leitt til kostnaðar hér, en til lengri tíma litið styrkir það stöðu okkar. Sem matvælaframleiðslugreinar munu sjávarútvegurinn og fiskvinnslan finna æ meir fyrir umhverfismálum. Þar skiptir máli að greinin sé vel undir það búin að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og styrkja stöðu sína. Að baki baráttunnar fyrir bættu um- hverfi liggja sameiginlegir hagsmunir allra jarðarbúa. Þrátt fyrir þann ljóma hugsjónanna sem málið ber meö sér, má ekki gleyma því að þegar sérhvert skref er stigið í umhverfismálum, stend- ur hver þjóð harkalega vörð um sína sérhagsmuni. Þannig verðum við einnig að gæta að okkar hagsmunum. Það gera ekki aðrir fyrir okkur, þótt við kunnum að eiga svipaðra hagsmuna að gæta og aðrar þjóðir. Vandi okkar er sérstaðan. Engin þjóð í Evrópu er eins háð sjávarútvegi og ís- lendingar. Við rekum sjávarútveg sem háþróaða atvinnugrein og byggjum okk- ar atvinnulíf að verulegu leyti á henni. Nágrannaþjóðir okkar líta á sjávarútveg sem aukaatvinnuveg og vandamálasvið. Þar tengist fiskvinnsla og sjávarútvegur jaðarbyggðum, styrkjastefnu og at- vinnuleysi. í hvert skipti sem umræða um atvinnuleysi hefst í Evrópusam- bandinu, kemur upp sú hugmynd að auka styrki til sjávarútvegs eða þjón- ustugreina hans. Þetta viðhorf til sjávar- útvegsins er okkur Islendingum þung- bært og skaðlegt. Lítið vægi sjávarútvegs í efnahagslífi Evrópu leiðir einnig til þess að ýmsum hagsmunamálum þeirra sem af hafinu lifa, er ekki haldiö til haga. Það á ekki síst við um umhverfis- málin. í öllum vaðlinum um umhverfis- mál, vilja hagsmunir sjávarins verða út- undan. Tökum nú nokkur dæmi um áherslu- atriði, sem mikilvægt er að íslendingar komi á framfæri. Sívaxandi þörf fyrir matvæli í heiminum hefur leitt til þess að leitað er mjög langt út fyrir þau mörk sem náttúran hefur markað okkur. Há- þróaður landbúnaður er rekinn með þeim hætti að heilu lífríkjunum hefur SJÓNARHÓLL Tómas Ingi Olrich skrifar verið eytt af stórum landssvæðum með einhæfum ræktunaraðferðum. Notkun tilbúins áburðar hefur mikil áhrif á nátt- úruna og veldur verulegri mengun, sem leitar að lokum til sjávar. Fiskeldi, sem er mjög vaxandi atvinnugrein í heimin- um, skapar sérstök umhverfisvandamál. Nýting villtra fiskistofna, og sjávar- spendýra ef því er að skipta, nýtur al- gerrar sérstöðu frá sjónarmiði almennr- ar umhverfisverndar. Sjálfbær nýting fiskistofna er ein umhverfisvænasta matvælaframleiðsla, sem unnt er að finna í heiminum. Sé nýtingin sjálfbær, er hér verið að ræða um afrakstur nátt- úrulegrar auðlindar en ekki neins konar inngrip í flókið ferli náttúrunnar. Að- gæslu er þörf að sjálfsögðu. Á það við um veiðitækni, veiðistjórnun og orku- nýtingu. íslenska veiðistjórnunarkerfið, kvóta- kerfið svonefnda, hefur þann kost að draga stórlega úr kostnaöi við sóknar- einingu, þ.e. að draga úr kapphlaupinu um tonnin og leggja þess í stað áherslu á gæðin. Stjórnunarkerfið hefur vakið athygli innan OECD, vegna þess árang- urs sem við höfum náð. íslendingar þurfa að kappkosta að þróa veiðitækni, sem hámarkar vernd umhverfisins. Viö þurfum að taka þátt í þróun fiskiskipa framtíðarinnar og búa okkar skipa- smíðaiðnað undir þá þátttöku. Umfram allt þurfum við að koma því til skila, á alþjóðlegum vettvangi, að sjávarútvegur og fiskvinnsla, eins og þessar atvinnu- greinar eru reknar hér, eiga fulla samleið með markmiðum um umhverfisvernd og sjálfbæra náttúruverndarstefnu. Sérstaða íslensks efnahagslífs, sem byggist á vægi sjávarútvegs og matvæla- framleiðslu, veldur því að við þurfum að gæta hagsmuna okkar vel á þeim vettvangi þar sem tekið er sameiginlega á stefnumörkun þjóða í mikilvægum málaflokkum eins og umhverfismálum. Við höfum mjög takmarkaðan aðgang að stefnumótun í Evrópusambandinu, þar sem ísland er ekki aðili að samband- inu en tengist því í gegn um EES samn- inginn. Við erum hins vegar fullgildir aðilar að Evrópuráðinu og þingi þess. Þar er nú verið að ræða og undirbúa stefnumótun annars vegar í sjálfbærri nýtingu lifandi auðlinda sjávarins og hins vegar er verið að leggja drög að al- mennri stefnumörkun um nýtingu og þekkingu á hafsvæðum. Þessi verkefni tengjast þeirri ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að árið 1998 verður helgað hafinu sérstaklega. Komandi ár verður því lifandi vett- vangur fyrir umræður um málefni þeirra þjóða, sem eiga afkomu sína undir haf- inu. Þar eigum við að koma sjónarmið- um okkar á framfæri og gera það sem við getum til að hafa áhrif á mótun stefnunnar. Reyndin er sú aö oftar en ekki er hlustað á okkur þegar sjávarút- vegsmál eru til umfjöllunar. Þar er talið að við höfum óumdeilanlega eitthvað til málanna að leggja. Þá stöðu eigum við að nýta okkur. Höfundur er alþingismaður. 14 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.