Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1997, Síða 18

Ægir - 01.07.1997, Síða 18
manninn úti á sjó og svo fjölskyldulífið eins og það er þegar hann er í landi," segir Guðfinna í viðtali við Ægi. Flókin samskipti bæði undirmanna og yfirmanna eru einn af grundvallar- þáttum í störfum sjómanna enda vinnustaðurinn bundinn við skipið. Áhöfnin verður að deila súru og sætu meðan á túrnum stendur og ekki er neitt að fara ef eitthvað kemur uppá. „Síðan koma sjómenn heim til fjöl- skyldnanna og þá á helst allt að vera í jafnvægi og ganga vel fyrir sig. Þá mæt- ast oft þessir raunveruleikar sem eru ólíkir, t.d. að ákveðnar reglur hafa verið í fjölskyldunni þegar sjómaðurinn er úti en þegar hann kemur heim þá verða kannski að gilda allt aðrar reglur. Þegar um er að ræða barnafjölskyldur er álag stundum mikið og reynir á sam- stöðu og samvinnu makans." Guðfinna segir sjómannastéttina ekki eiga sér hliðstæðu í þjóðfélaginu hvað þessar aðstæður varði. Hún kem- ur fljótlega að fjarskiptaþættinum sem margir nefni á námskeiðunum sem afar mikilvægum hlekk í tengslum sjó- manna og fjölskyldnanna í landi. „Já, fólk nefnir oft að það geti verið vandamál ef skip eru ekki í símasam- bandi og ekki hægt að ná í sjómennina ef eitthvað kemur uppá heima fyrir eða „Sjómennirnir sakna þess oft að geta ekki verið meira með börnun- um til að fylgjast með þeina uppvexti." ef taka þarf mikilvægar fjölskyldu- ákvarðanir," segir Guðfinna. Markmiðið að styrkja fjölskyldulífið „Mér finnst sjómenn taka þessum námskeiðum mjög vel og andrúmsloft- ið á þeim hefur verið mjög gott og mikil jákvæðni. Það virðist sem fólki finnist þetta kærkomið tækifæri til að setjast niður og horfa á lífið í kringum sjómennskuna á annan hátt en áöur. Við erum að tala um raunveruleika sjó- mannanna milliliðalaust við þá, bæði kosti og galla starfsins, aðstæðurnar um borð og vinnusálfræðina. Sjómenn em tilbúnir að ræða þessi mál og það hefur komið okkur dálítið á óvart hve opnir þeir eru og einlægir um sín mál," segir Guðfinna. Hún segir að með námskeið- unum sé einnig reynt að hjálpa til við að styrkja fjölskyldulífið. „Við höfum m.a. gert þetta með því að láta fólk horfa í eigin barm og meta eigin samskiptastíl. Meö þessu fær fólk innsæi í hvernig það er líkt og ólíkt og betri innsýn í hvors annars þarfir. Sjó- mannskonurnar eru í því hlutverki að sjá um öll mál í landi og uppeldið á börnunum og þær eru oft mjög sjálf- stæðar og duglegar og hafa þjálfaö sig í því að standa einar. Sjómennirnir sakna þess oft að geta ekki verið meira með börnunum til að fylgjast með þeirra uppvexti. Þegar bömin eru lítil tala sjómennirnir um að þeir sjái mikl- ar breytingar í þroska milli túra og finnst erfitt að vera ekki meiri þátttak- endur. Þessi langi aðskilnaður sem oft er hjá togarasjómönnum og eiginkon- um þeirra reynist mörgum erfiður." FRAMTAK, Hafnarfirði Kraltmihil og lipur viðgerðarþjónusta nú einnig dísilstillingar FRAMTAK - alhliða viðgerðarþjónusta: _________» VÉLAVIÐGERÐIR _________» RENNISMÍÐI _________• PLÖTUSMÍÐI BOGI • DÍSILSTILLINGAR Viðurkennd MAK Þjónusta. 5 FRAMTAK VÉLA- OG SKIPAÞJÓNUSTA Drangahrauni Ib Hafnarfirði Sími 565 2556 • Fax 565 2956 GÓÐ ÞJOHUSTA VEGUR ÞUNGT 1 8 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.