Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1997, Síða 30

Ægir - 01.07.1997, Síða 30
Eigendur Rauðsíðu á Þingeyri reikna með að 80-90 störf verði hjá fyrirtækinu þegar reksturinn verður kominn í fullan gang: „Lítum ekki á okkur sem bjargvætti á Þingeyri“ -segir Ketill Helgason, eigandi Bolfisks í Bolungarvík „Viö teljum að með því að tengja saman þessi tvö fyrirtæki, Bolfisk í Bolungarvík og Rauðsíðu á Þingeyri, þá nýtum við vel þá reynslu sem við höfum skapað okkur hér í Bolungar- vík með vinnslu á Rússafiski og þá aðstöðu sem til staðar er á Þing- eyri," segir Ketill Helgason, fram- kvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækis- ins Bolfisks í Bolungarvík, en á dög- unum stofnaði hann, ásamt sölufyr- irtækinu Norfisk í Reykjavík og Guömundi Franklín Jónssyni í Bandaríkjunum, fyrirtækið Rauð- síðu um kaup á eignum Fáfnis á Þingeyri. í framhaldinu hófst fisk- vinnsla á nýjan leik á Þingeyri eftir nærri eins árs stöbvun. Ketill segir eigendur Rauðsíðu ekki koma eins og bjargvætta að þessu verkefni heldur hafi þeir staðfasta ætlan um ab byggja upp sterkt fyrirtæki sem nýti góðan húsakost og þekkingu sem til staðar er hjá vönu fisk- vinnslufólki á Þingeyri. Kjölfestan sé síban sú þekking á kaupum og vinnslu fisks frá Rússlandi sem Bol- fiskur búi yfir og markaðsþekking og reynsla hjá Norfisk. Samanlagt segir Ketill ab Bolfiskur og Raubsíba muni verða stærsti kaupandi og verkandi Rússafisks á Islandi. Með 40-50 starfsmenn í Bolungarvík Bolfiskur er þriggja ára gamalt fyrir- tæki og þar starfa 40-50 manns, fyrst og fremst við vinnslu á hráefni úr Barentshafi. í samtali við Ægi segir Ketill að framboðið á Rússafiskinum sé mismunandi mikið eftir því hvernig veiðar gangi í Barentshafi. Verðið á hráefninu ræðst mjög af frambobi og eftirspurn en fyrir kaupendurna skiptir miklu að geta keypt mikiö magn í einu en til þess þarf stórar frysti- geymslur. Þar kemur ab einu af grund- vallaratriðunum í kaupunum á Fáfnis- húsunum á Þingeyri en þar eru stórar frystigeymslur sem gera innkaup á miklu magni auðveldari og mun það nýtast bæði Rauðsíðu og Bolfiski í Bol- ungarvík. „Yfirleitt er mesta eftirspurnin eftir þorski yfir háveturinn og jafnframt erfibustu gæftirnar hjá Rússunum. Síb- an þegar fer að sumra þá á verðið alla jafna að lækka og gerir það stundum en lækkanirnar hafa heldur ekki alltaf gengið eftir," segir Ketill. Rússafiskur hefur í talsverðum mæli verið að koma inn í íslenska fisk- vinnslu á undanförnum árum, bæði sem uppbót á meðan lægð hefur verið í veiðum hér heima en einnig hafa byggst upp fyrirtæki í kringum þessa vinnslu, eins og fyrirtæki Ketils Helga- sonar og fjölskyldu hans er gott dæmi um. Ketill segir ab íslendingar taki að- eins hluta af þeim fiski sem í boði er í Rússlandi en samkeppnin um hráefnið er við Dani, Norðmenn, Portúgali og Kanadamenn. Benda má á að í sjávar- útvegsþrengingum Kanadamanna hafa þeir bjargað sínum mörkuðum með vinnslu á Rússafiski. Margir um hráefnið frá Rússum Ketill segir að sífellt verði erfiðara að fá ýsu úr Barentshafi þannig að fyrst og fremst er um að ræða þorsk. „Rúss- amir hafa sjálfir verið ab koma sterkari inn í baráttuna um hráefnið og það er kannski skýringin á minna framboði á ýsu. Þetta hráefni fer ekki mikið í vinnslu hjá þeim heldur em Rússarnir að verða meiri fiskneytendur en áður. Þab má heldur ekki gleyma því að þrátt fyrir erfibleika hjá mörgu fólki í Rússlandi þá er líka til þar sterkefnuð stétt fólks sem getur keypt fisk, jafnvel þótt hann sé dýr," segir Ketill og bætir við að þrátt fyrir samkeppnina um fisk úr Barentshafi þá sé ekki ástæba til að óttast að ekki fáist hráefni. „Nei, við teljum þá hættu ekki fyrir hendi. Okk- ar viðskiptavinir í Rússlandi telja aö okkur sé óhætt að reikna með þessu hráefni næstu árin." Þorskurinn er keyptur heilfrystur, hausaður en með klumbubeini sem heldur opnum möguleika á vinnslu í hefðbundna frystingu en einnig í sölt- un. Áætlanir um uppbyggingu Rauð- síbu gera ráð fyrir að í gegnum vinnsl- una fari 3500-4000 tonn af hausuðum þorski á næsta ári, þ.e. 4000-4500 tonn af þorski með haus. Sé miðaö við aðstæöur á íslandi kostaði um 400 milljónir að leigja kvóta fyrir þetta magn og tæpa 3 milljarða að kaupa varanlegan kvóta en þá ætti eftir að reikna allan kostnað við skipakaup,- veiðar og vexti af fjármagni. 30 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.