Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1997, Page 31

Ægir - 01.07.1997, Page 31
Nýta reynsluna af vinnslu og sölu Rússafisks Ketill segir að hjá Rauðsíðu verði unn- ið í frystingu fyrir Bandaríkjamarkað og þar verði farið beint í kjölfar þess sem Bolfiskur í Bolungarvík hefur ver- ið að gera. „Rauðsíða nýtur mjög góðs af þeirri markaðsstarfsemi sem Norfisk hefur byggt upp í Bandaríkjunum og þeim vinnsluaðferðum og tækni sem Bol- fiskur hefur skapað sér í Bolungarvík. Segja má að Bolfiskur komi að Rauð- síðu með reynsluna í vinnslunni, Nor- fisk með reynsluna af sölustarfseminni á afurðunum og síðan Guðmundur Franklín með fjármagnshliðina. Mitt mat er því að Rauðsíða eigi að geta gengið vel með þennan gmnn en það er jafn ljóst við hefðum aldrei getað farið út í þetta án þeirrar reynslu sem við höfum að baki okkur. Og ég hefði heldur ekki treyst mér í þennan rekst- ur á Þingeyri ef við hefðum eingöngu ætlað að byggja á hráefni frá íslensku fiskmörkuðunum," segir Ketill. Yfir 30 manns eru nú í vinnu hjá Rauðsíðu og ljóst að mörgum til við- bótar mun bjóðast vinna hjá fyrirtæk- inu. „Miðaö við áætlanir um þetta framleiðslumagn þá þurfum við helst tvær fullmannaðar vinnslulínur í fyrir- tækinu, þ.e. 80-90 manns í heildina, þannig að við munum þurfa að bæta töluvert mörgu fólki við. Það er eðli- legt að nokkurn tíma taki að byggja þetta upp á meðan fólk er að átta sig á hlutunum en við lítum alls ekki á okk- ur sem neina bjargvætti í atvinnulíf- inu á Þingeyri heldur kom þessi möguleiki upp vegna þess að Bolfiskur þurfti á að halda meiri framleiðslugetu og þá fannst okkur það mun kröftugri kostur að stofna fyrirtæki á Þingeyri en að stækka í Bolungarvík." Meiri menntunarmöguleikar á Vestfjörðum mjög æskilegir Ketill lét þau orð falla í sjónvarpsvið- tali þegar starfsemi Rauðsíðu hófst að nú væri baráttan rétt að byrja. Hann segir ljóst að fólk á Þingeyri hafi staðið frammi fyrir mjög erfiðri stöðu þegar burðarfyrirtæki á staðnum stöðvaðist. „Það er skiljanlega mjög þreytandi og erfitt fyrir fólk að vera atvinnulaust í heilt ár. Fólk hefur heldur ekki að- stöðu til að sækja vinnu annars staðar, það er ekki hægt að flytja burt vegna þess að hvorki er markaður fyrir sölu Ketill Helgason fyrir framan hús Rauðsíðu á Þingeyri. Hann segir að fyrirtœkin Rauðsíða og Bolfiskur í Bolungarvík muni hafa styrk hvert af öðru. Mynd: Halldór Sveinbjömsson ÆGIR 31

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.