Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1997, Page 43

Ægir - 01.07.1997, Page 43
BJARNIÚLAFSSON AK-70 Mynd: Snorri Snorrason í apríl s.l. bœttist nýtt og glœsilegt nóta- og togveiðiskip, Bjarni Ólafsson AK-70, í flota Akurnesinga. Skipið var smíðað í Noregi árið 1978 hjá skipasmíðastöð Ge- org Eide's Sönner og varþað stœrsta fiski- skip sem þá hafði verið smíðað í Noregi. Skipið hét upphafega M/S Libas en var selt til írlands og var þá gefið napiið Voyager K. Smíðanúmer er 106 og hönn- uður er Vik & Sandvik. Skipið er 1608 brúttórúmlestir og gengur auðveldlega 14,5 hnúta á klukkustund. Bjarni Ólafsson kemur í stað eldra skips með sama nafni sem hefur verið selt til Þórshafnar. Það heitir nú Neptúnus ÞH- 361 (1504). Gamli Bjarni Ólafsson var smíðaður í Karlstad í Svíþjóð og er hann er 556 rúmlestir að stoerð. Tæknideild Fiskifélags íslands Hið nýja skip er þriðja skip Runólfs Hallfreðssonar sem ber þetta nafn. Skipstjóri er Gísli Runólfsson og yfir- vélstjóri er Gunnar Már Ármannsson. TFF þakkar útgerð og áhöfn fyrir veitt- ar upplýsingar um skipið, að auki er byggt á upplýsingum frá flokkunarfé- lagi og öðrum gögnum sem Fiskifélag íslands hefur aðgang að. Eftir að skipið kom til landsins var sett milliblökk á enda nótarennu. Að öðru leyti var skipið tilbúið til veiða með nót eða flottroll. Almenn lýsing Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki 1A1, Fishing Vessel S, IceC MV. Skipið er tog- og nótaveiði- skip með tvö heil þilför milli stafna, hefðbundið stefni, skutrennu upp á efra þilfar og hvalbak á fremri hluta efra þilfars. Rými undir neðra þilfari: Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fimm vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rými, talið frá stefni: stafn- hylki fyrir ferskvatn, þrískipta fiskilest með frystilest fremst og tveimur sjó- kældum fiskilestum og þá skuthylki fyrir ferskvatn. Neðra þilfar: Fremst á neðra þilfari er frystivélarúm, (með aðgangi frá efra þilfari og stiga niður í ,,asdik"-rúm) ásamt keðjukössum. Þar fyrir aftan er vinnslusalur án tækja, eða lokað vinnsluþilfar, sem nær yfir breidd ægir 43

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.