Ægir - 01.06.2000, Blaðsíða 23
enginn heldur hvenær kemur niðursveifla
í umhverfisskilyrði hér við land þannig
að þessi áhætta magnast. Sjávarhiti hefur
farið hækkandi síðustu ár og hækki hita-
stig þurfa fiskistofnar, sem og stækkandi
hvalastofnar, meiri fæðu.“
Kristinn bendir á að í ráðgjöf sinni í
upphafi sumars hafi Hafrannsóknastofn-
un bent á þrjá valkosti, það er 200 þús-
und tonna þorksveiði, 250 þúsund tonna
veiði og 300 þúsund tonna veiði. I þeirri
síðastnefndu sé gert ráð íyrir að þorsk-
stofninn stækki lítið á næstu árum.
„Mér finnst sú tillaga skynsamleg og
áhættuminnst. Þorskurinn er nánast bú-
inn að éta upp rækjustofninn, loðnustofn-
inn minnkar aðeins og kolmunnastofninn
og norsk íslenski sfldarstofninn fara
minnkandi að því er fram kemur í frétt-
um. Það virðast því ekki líkur á að það
verði fæða til að stækka þorskstofninn. Sú
hugmynd að stækka þorskstofninn í dag
er því miður dæmi um hvernig ráðgjafar
lenda í blindgötu með þessi akademísku
fræði sem aðalatriði. Hvað á stærri þorsk-
stofn að borða? Það er líklegt að
þorskseiðum og smáþorski verði fórnað
sem fæðu ef á að reyna að þvinga fram
stækkun í stofninum nú.“
Akademfsk fræði eru ekki
„Stóri-sannleikur"
Ef valin yrði 300 þúsund tonna veiði
myndi það að mati Kristins Péturssonar
byggjast á faglegu mati þar sem flestir
áhættuþættir væru í lágmarki samanlagt.
„Þetta er ekki flókið mál. Aðalatriðið er
að láta ekki hræða sig til hlýðni við hin
akademísku fræði eins og þau séu einhver
„Stóri sannleikur". Við erum búin að tapa
af hundruðum þúsunda tonna afla sem
við fáum aldrei aftur og rækjuhöfuðstóll-
inn hefur verið nánast étinn upp. Ef við
ræðum svo viðskiptahalla og byggðamál í
þessu samhengi þá er 300 þúsund tonna
leiðin engin spurning. Hún er 97 þúsund
tonnum hærri en 203 þúsund tonna leið-
in og 97 þúsund tonn af þorski eru út-
flutningsverðmæti upp á 20 milljarða
sem myndu rétta af viðskiptahallann.
Við búum úti á landi til að veiða og
vinna þorsk. Það er okkar líf. Eg mót-
mæli því fyrirfram að ég sé að verja ein-
hverja skammtímahagsmuni með þessum
sjónarmiðum. Eg er að berjast fyrir lang-
tímahagsmunum með heildaryfirsýn."
Verður að tengja fræðin
við raunveruleikann
Kristinn segir að árin 1972 til 1976 hafi
Islendingar veitt um 350 til 370 þúsund
tonn á ári og þá hafi veiðiálag á stofninn
verið 43% að meðaltali. „Þá virtist eins
og stofninn gæfi sjálfum sér spark í aftur-
Kristinn Pétursson, fiskverkandi.
,Viö erum búin að tapa af hundruðum
þúsunda tonna afLa."
endann því stofninn stækkaði um helm-
ing frá 1975 til 1980. Að vísu kom
Grænlandsganga árið 1980 en stofninn
hafði stækkað um tæp 400 þúsund tonn
áður en sú ganga kom þannig að það þýð-
ir ekkert að fela sig á bak við Grænlands-
göngu til að gera lítið úr þessari stað-
reynd, eins og Jakob Jakobsson þá for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar marg-
reyndi. Árin 1980 til 1983 féll vaxtar-
hraði í þorskstofninum hins vegar um um
35% hérlendis og loðnustofninn fór í
nýtt lágmark vegna niðursveiflu. Vís-
indamenn sögðu þá að um væri að kenna
ofveiði. Það er bara della því stofninn
minnkaði um sömu 35% og vaxtarhrað-
inn féll og það er varla flókið mál. Ráð-
gjafar sögðu aldrei frá þessu árið 1983 og
gáfu þar með villandi upplýsingar. Sum-
ir ráðgjafa tala nánast eins og páfagaukar
beintengdir við akademiska tölvu. Þetta
er ekki tölvuleikur, þetta er lífsins alvara.
Það verður alltaf að tengja saman fræðin
og raunveruleikann. Annars getur illa
farið."
Fiskifræðin ekki raunvísindi
Það hefur vakið nokkrar athygli hve mik-
il skekkjumörk eru í tillögum Hafró, eða
um 20% til eða frá. Kristinn var spurður
álits á þessum mörkum og hvað valdi
þeim.
„Það má segja að til séu nokkrar teg-
undir af fiskifræði. Ráðgjafar Hafrann-
sóknastofnunar miða aðallega við svokall-
aða stærðfræðilega fiskifræði, sem er bara
akademísk tilgáta. Þetta eru ekki raun-
vísindi eins og oft er gefið til kynna. Þessi
20% frávik nú, útskýrð með þessum
fræðum, er einnig tilgáta út í loftið en
FISKVEIÐIRÁÐG JÖF
ekki rökstutt svar. Hin líffræðilega hlið
málsins er ekki ekki notuð til að reyna að
útskýra frávikin."
Kristinn telur að oft á tíðum mætti
gæta meiri nákvæmni í vinnubrögðum
Hafró og því til stuðnings nefnir hann
bergmálsmælingar á Vestfjarðamiðum.
„Eg vil benda á að gífurlegt magn var
af þorski fyrir Vestfjörðum á árunum
1995-1998 og fór vaxtarhraði hans að
falla fyrir fjórum árum. Hafró tók þátt í
að bergmálsmæla þetta mikla magn en
neitaði að viðurkenna það mikla magn
þorsks sem kom fram við bergmálsmæl-
inguna og lá við botninn. Það var því
ekki reiknað með. í staðinn fyrir að fara í
annan leiðangur, með hugsanlega betri
mælitæki, tel ég að hafi verið ákveðið að
reikna engan þorsk við botninn heldur
einungis þorsk sem mældist laus frá
botni. Þetta gat ekki skilað nákvæmri
mælingu."
Margar hliðar á fiskifræðinni
Frávikið í ráðgjöf Hafró segir Kristinn að
hluta vegna þess að ekki hafi verið veitt
nóg - þegar full þörf hafi verið á. Hann
segir þorskinn hafa étið rækjustofninn og
eitthvað af sjálfum sér. Og verði hann
ekki veiddur sé hættan sú að hann éti
meira frá sjálfum sér. „Eg skrifaði grein
um þetta fyrir tveimur árum sem hét
„Rækjusalat í forrétt" og varaði þar við
þessari þróun sem nú hefur orðið. Eg
miða aðallega við reynslu. Skipstjóri þarf
að horfa á dýptarmæli, radar, sjólag, hita-
stig og margt fleira - ef hann ætlar að
veiða. Það dugar ekki að horfa bara á
dýptarmælinn. Það eru sex hliðar á ten-
ingnum og ráðgjafa Hafró vantar að mínu
mati meiri víðsýni.
Það má segja að horfa verði á fjóra
möguleika í fiskifræði. I fyrsta lagi þessi
akademísku fræði sem Hafrannsókn-
astofnun miðar við. í annan stað fiski-
fræði þar sem fiskilíffræði, vaxtarhraði,
þrif og ástand fisksins er aðalatriði. I
þriðja lagi er fiskifræði fiskimannsins og
í fjórða lagi er það fiskifræði reynslunnar
sem ég miða gjarnan við. Eg hef borið
saman hinar akademisku spár og reynslu
og skoðað hvað gerðist við sambærilegar
aðstæður áður.
Núverandi sjávarútvegsráðherra hefur
boðað að tekið verði líka mið af fiskifræði
fiskimannsins. Eg er bind mjög miklar
vonir við þetta innlegg ráðherrans. Hann
er á réttri leið. Ef við tengjum saman
fræðilega akademíu og raunveruleika þá
munum við finna hvað hægt er að laga og
komumst á betri leið. Við skulum samt
vera meðvituð um að það verður aldrei
neitt til sem telst fuilkomið," segir Krist-
inn Pétursson.