Ægir - 01.06.2000, Síða 36
UMHVER FISMÁL
Hráefnin munu aldrei
ganga til þurrðar!
Dr. Björn
Lomborg,
lektor við Há-
skólann í
Árósum,
skrifar.
Olían er að ganga til þurrðar. Enn á ný. Fyrir
stuttu upplýsti Auðlindastofnun heimsins
(World Resources Institute) á sjónvarpsstöð-
inni CNN að á næstu 10 til 15 árum myndi
skella á ný olíukreppa. (sjá. http://cnn.com/
EARTH/9605/ll/oil.supply/index.html).
Vegna þess að eftirspurn eftir olíu eykst og nú-
verandi oiíulindir munu tæmast mun ódýr olía
verða uppurin innan tíðar.
Veislunni er lokið. Framundan
eru verðhækkanir, efnahagskreppa
og biðraðir á bensínstöðvum.
Við höfum heyrt þessa sögu
áður. Við munum heyra hana á
ný. En sagan er ósönn.
Hvað varð um
olíukreppuna?
Hefur þú nokkru sinni velt fyrir
þér hvað varð um olíukreppuna?
Það var hrópað um allar jarðir að
ekki væri til næg olía og nú
mundu olxulindir ganga til þurrð-
ar. En hefur þú áhyggjur núna?
Staðreyndin er sú að olíukrepp-
an var afleiðing þess að OPEC rík-
in gátu tímabundið notfært sér
aðstöðu si'na, sem nánast var ein-
okunaraðstaða, til þess að hækka
olíuverð. En það var ekki raun-
verulegur skortur á olíu. Olían var
til og nóg af henni. (Meira að
segja Ehrlich er nú sammála því:
Ehrlich og Ehrlich 1991:46-7.)
En við höfum ætíð haft áhyggj-
ur af hráefnaþurrð. Áður fyrr
höfðu menn áhyggjur af að kopar
og tin væru nær uppurin. í bók-
inni Endimörk vaxtar frá 1972
var það rökstutt að flest hráefni
mundu ganga til þurrðar. Gullið
mundi klárast 1981, silfur og
kvikasilfur 1985 og zink 1990
(Meadows et.al. 1972:56). Þetta
hefur enn ekki gengið eftir.
Veðmálið
Þó hagfræðingar hafi lengi vitað
að hræðslan við hráefnaþurrð
byggi á röngum forsendum,
heltók umrædd þurrð nánast huga
gáfumanna á áttunda og níunda
áratugnum. Enn í dag virðist rök-
fræði bókarinnar Endimörk vaxtar
liggja að baki umræðunni um
auðlinda- og hráefnanýtingu.
Julian Simon, hagfræðingur við
Maryland háskólann í Bandaríkj-
unum var orðinn ákaflega þreytt-
ur á umræðunni um yfirvofandi
auðlindaþurrð. Árið 1980 bauð
hann hverjum sem vildi að veðja
við sig 10.000 bandaríkjadölum.
Veðmálið var um að verð einhvers
tiltekins hráefnis eða hrávöru,
myndi yrði fallið að ári liðnu, eða
síðar. (Simon 1996:35:6)
Umhverfistalsmennirnir Paul
Ehrlich, John Harte og John
Hoidren, allir frá Stanford háskól-
anum f Bandaríkjunum tóku
þessari áskorun áður en „...aðrir
ágjarnir yrðu fyrri til“. Eða með
þeirra eigin orðum: „auðfengið fé
er ákaflega freistandi".
Umhverfisfólkið kaus að veðja
um að verð króms, kopars, nikk-
els, tins og þungmálma myndi
ekki falla. Tíu árum síðar átti að
athuga hvort raunvirði málmanna
hefði stigið eða fallið. Þann 29.
desember 1990 hafði verð þessara
háefna fallið, ekki aðeins saman-
lagt, heldur hafði hvert hráefni
um sig einnig fallið í verði. Verð
króms hafði fallið um 5%, tinverð
hafði fallið um heil 74% (World
Ressource Institute 1997:170).
Heimsendaspámennirnir höfðu
tapað veðmálinu.
Reyndar gátu þeir ekki unnið.
Ehrlich og félagar hefðu tapað
veðmáli um hvaða hrávöru sem er,
hráolíu, matvörur, sykur, kaffi,
bómul, við, málma eða fósföt. All-
ar þessar vörur höfðu lækkað í
verði.
Tvær hugmyndir
Ætla mætti að við lærðum eitt-
hvað af reynslunni. Árið 1992
kom út bókin Handan endi-
markanna, framhald Endimarka
vaxtar. Enn og aftur vorum við
upplýst um yfirvofandi hráefna-
þurrð (Meadows er al. 1992:74 et
Mynd 1 Olíuverð (miðað vió fast verðlag 1967 US$) og heimsframteiðslan.
Heimild Simon et.aL. 1994, EIA AnnuaL energy Review 1996, tafLa 3.2
(hægt er að náLgast hana á http://wwweia.doe.gov/bea/dn/0897nip2.pdf).
36