Ægir - 01.06.2000, Síða 44
SKIPASTÓLLINN
magnsstjórntöflum. Fellikjölsstokkurinn
gengur í gegnum þetta rými. Næst kem-
ur rafskrúfuvélarými, með skrúfumótor í
miðju og stjórnklefa úti í bakborðssíðu,
og verkstæði en dælur eru bakborðsmeg-
in á tankatoppi. Dieselvélarnar eru í sér-
stöku rými og þar aftan við eru skilvind-
ur, ræsiloftsþjöppur og ýmis vélbúnaður í
sérstöku rými. Aftast í skipinu eru dag-
hylki og skutgeymar fyrir eldsneytisolíu.
íbúðir og vistaverur
I skipinu eru káetur og íbúðir fyrir 33 í
áhöfn á aðalþilfari og á bakkaþilfari. Á
aðalþilfari eru, eins og áður sagði, klefar
fýrir 30 manns í eins og tveggja manna
klefum, öllum með síma, hljómflutn-
ingstækjum, salerni og sturtu. Ibúðir yf-
irmanna eru á bakkaþilfari ásamt tveggja
manna sjúkraklefa.
I skipinu er sérlega glæsilega innrétt-
aður fundarsalur fyrir allt að 10 manns.
Eldhús og matsalur eru rúmgóð og 28
manns geta matast í einu í matsal. Setu-
stofan er tvískipt með stórum U-laga sófa
í sjónvarpsstofu og spilaborði og sófasetti
í dagstofu.
Aðstaða til rannsókna er í rúmgóðum
rannsóknaklefum. Helstu rannsóknastof-
ur eru á milliþilfari, togþilfari og á annar-
ri hæð í bakkahúsi.
Mikið er lagt upp úr skiptiaðstöðu fyr-
ir hlífðarföt. Skiptiklefar fyrir áhöfn og
rannsóknamenn eru alls fjórar. I skipinu
er lyfta frá rannsóknastofum á milliþilfari
upp á togþilfar. Vistaverur er hitaðar
upp með miðstöðvarofnum og loftræst-
ing er í hverju rými.
Brúin
Brú skipsins er gríðarstór, átthyrnd með
góðu útsýni til allra átta. Fremst í miðju
brúnni er U-laga stjórnborð fyrir stjórn-
tök og siglinga- og fiskleitartæki.
Fremst á stjórn- og bakborðsvængjum
brúar eru stjórntæki fyrir stjórntök í
höfn. I brúnni er að finna gamla góða
stýrishjólið sem er úr harðvið eins og vera
ber. Aftast í brúnni er stjórnpúlt fýrir
togvindur ásamt sjónvarpsskjá í lofti.
Bakborðsmeginn í brúnni eru fjarskipta-
tæki og þar fýrir framan setustofa með L
- laga sófa. Þrír skipsstjórastólar frá
NorSap eru í brúnni. Ur brú má klifra
upp í útsýnisturn á þaki brúar um lúgu
Lloyd's óskar Hafrannsóknarstofnun og starfsmönnum hennar
til hamingju með nýja rannsóknarskipið.
Þetta glæsilega skip er flokkað hjá Lloyd's Register of shipping
Lloyd's Register
Mýrargata 2
101 Reykjavík
Sími: 551 5420
Fax: 552 5595
Tölvupóstur:
reykjavik@lr.org
Veffang: www.lr.org
44