Ægir - 01.06.2000, Page 49
SKIPASTÓLLIN N
Þróunarsjóður sjávarútvegsins
fjármagnaði smíðina
Heildarkostnaður við smíði nýja hafrannsóknarskipsins
er ráðgerður á bilinu 1,6 -,7 milljarðar króna. Um 300
milljónir króna greiðast úr Byggingasjóði hafrannsókna-
skips, sem fengust er Hafþór var seldur til ísafjarðar á
sínum tíma. Að öðru leyti mun Þróunarsjóður sjávarút-
vegsins greiða fyrir skipið.
Þróunarsjóðurinn hefur lokið hlutverki
sínu við úreldingu skipa og fiskverkunar-
húsa en greiðir á næstu árum upp lán til
ríkisins sem tekin voru vegna úreldinga-
styrkja, auk þess að greiða af lánum
vegna hins nýja skips. Það mun taka Þró-
unarsjóð 6-8 ár að endurgreiða Ríkissjóði
lán sem tekin voru vegna skipsins og
munu þær greiðslur verða fjármagnaðar
með innheimtu gjalds af útgerðinni. Þró-
unarsjóður hefur þegar greitt rúmar 1,2
milljarð króna vegna skipsins og skipið er
skuldlaust við heimkomu.
í 1. grein reglugerðar um Þróunarsjóð
sjávarútvegsins sem sett var 14. janúar
1997 segir svohljóðandi: „Þá skal Þróun-
arsjóður sjávarútvegsins taka lán til að
fjármagna kaup eða smíði á rannsókna-
skipi fyrir Hafrannsóknastofnunina."
Ennfremur segir í 8. grein um þróunar-
sjóðsgjald á fiskiskip: „Eigendur fiski-
skipa, sem skráð eru á skipaskrá Siglinga-
stofnunar íslands 1. janúar 1997 og leyfi
hafa til veiða í atvinnuskyni, skulu greiða
gjald til Þróunarsjóðs sjávarútvegs.
Gjaldið er í dag 922 kr. fyrir hvert
brúttótonn og að hámarki 350 þúsund
krónur á hvert skip.“
Þessi gjöld skila til sjóðsins um 90
milljónum króna á ári. Aðaltekjulind
Þróunarsjóðsins kemur hins vegar af sér-
stöku gjaldi sem Fiskistofa innheimtir og
Tímaritið í
sjávarútveginum
Áskrifarsími 5510500
lagt er á úthlutuð þorskígildistonn. í
reglugerð um greiðslu gjalds til Þróunar-
sjóðs sjávarútvegsins frá 27. júlí 1999
segir m.a.: „Utgerðir fiskiskipa er fá út-
hlutað aflamark 1. september 1999 skulu
greiða gjald er nemur 1.225 krónur á
hverja úthlutaða þorskígildislest miðað
við þorskígildisstuðla skv. 3. gr. Gjaldið
fellur í gjalddaga með þremur jöfnum
greiðslum; þann 1. september 1999, 1.
janúar 2000 og 1. maí 2000.“ Þetta
gjald er nú að skila 550 - 600 milljónum
króna til sjóðsins. Islenskir útgerðarmenn
greiða því um 700 milljónir á ári til Þró-
unarsjóðs sjávarútvegsins og standa þan-
nig undir kaupum á hinu nýja skipi.
(Byggt á Útveginum, 3-tbl. 9-árg. 5/2000)
Árni Friðriksson RE-200
Færum Hafrannsóknastofnun og
starfsmönnum hennar bestu hamingjuóskir
með nýja rannsóknaskipið
SIMRAD EM 300 Multibeam dýptarmælir er teiknar hafsbotninn
SIMRAD FS 903/925 Höfuðlínusónar
SIMRAD EK 500 Rannsóknarmælir m/botnstykkjum 18-38-120 kHz
I EHF.
Eyjarslóð 7, 101 Reykjavík. Simi: 552 2111
Fax: 552 2115 Netfang: faj@islandia.is
SIMRAD
A KONGSBERG Company
www.simrad.com
WORLDWIDE HANUFACTURER OF MARINE ELECTRONICS