Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1998, Page 139

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1998, Page 139
eru mikið rædd um þessar mundir í þjóðfélagi okkar. Það eránægjulegt og má vera til eftirbreytni fyrir aðrar þjóðir að allur almenningur lætur sig þessi mál varða og tekurvirkan þátt í umræðunni. Stjórnmálamenn. fræðimenn og hags- munaðilar hafa hér allir lagt sitt af mörkum. Það er í þessu samhengi sem við þurfum að skoða framlag vísindanna til að skýra mikilvæg hagsmunamál og gera okkur hæfari til að greiða úr þeim. Hvernig getur fræðileg orðræða orðið órofa hluti þeirrar þjóðfélagslegu umræðu sem fram fer um slík mál? Ég spyr vegna þess að ég tel það vera eitt brýnasta þjóð- þrifamál okkar íslendinga að bæta opinbera, þjóðfélagslega og stjórnmálalega umræðu með því að efla þátt fræðilegrar rökræðu í henni. Slíkt getur einungis orðið með því að fólk sem lagt hefur stund á hin ýmsu fræði gerist virkari þátt- takendur í umræðunni - ekki til þess að segja öðrum hvað sé satt og rétt, heldur til þess skýra málin í tjósi fræða sinna og ekki síst til að fá aðra í lið með sér til að leita hins sanna og rétta og efla þannig sameiginlegan skitning á því sem máli skiptir. Þess vegna hvet ég ykkur. ágætu kandídatar. til að taka hiklaust þátt í opinberri umræðu á grundvelli þeirrar þekkingar og fræðimennsku sem þið hafið tileinkað ykkur. Ég hvet líka fjötmiðla og stjórnmálaöfl í landinu til að nýta sér í auknum mæli krafta þeirra fjölmörgu ungu fræðimanna. kvenna og karla. sem hafa aflað sér dýrmætrar fræðilegrar menntunar til að takast á við hvers kyns vandamál og verkefni í þjóðlífi okkar. Vegna sérstöðu íslenskrar menningar og fámennis okkar höfum við ístendingar einstakt tækifæri til þess að rækta hér týðræðislegt þjóðfétag þar sem fólk myndar sér skoðanir og tekur afstöðu á grundvelli þekk- ingar og skilnings og lætur ekki stjórnast af lýðskrumi. áróðri og óvönduðum málflutningi. Upplýsingaþjóðfélagið. sem oft er nefnt um þessar mundir. á að vera upplýst þjóðfélag þar sem atlur atmenningur kann að nýta sér hugmyndir úr smiðju vísinda og fræða í því skyni að hugsa af skynsamlegu viti um ástand mála og um hvað heiminum sé fyrir bestu. Heimsmenningin og Háskóli íslands Hér vil ég nefna eina hugmynd sem ég tel að kunni að skipta sköpum fyrir fram- tíð íslenskrar menningar. Þessa hugmynd sæki ég til fornra fræðimanna sem sáu fyrir sér að vísindi og fræði gætu orðið grunnur alheimsmenningar vegna þess að heimur þeirra væri án atlra landamæra og gæti sameinað fólk ofar öllu því sem greinir það sundur eftir litarhætti. þjóðerni, trú. tungu og siðum. Til þess að vera við sjálf og byggja áfram þetta tilkomumikla eyland með eigin tungu. eigin menn- ingu og sögu og okkar eigin sjátfstæða ríki. þá þurfum við sem þjóð að temja okkur að hugsa tangt út fyrir afmarkaðan íslenskan veruleika. Við þurfum að hugsa okkur sjálf sem heimsborgara. íbúa í ríki allra jarðarbúa. Við erum og viljum vera íslendingar af því að við erum sem ein heild þátttakendur í allsherjar- ríki allra þjóða sem byggja jörðina með okkur. Einungis með því að skoða sjátf okkur í samanburði við aðrar þjóðir getum við orðið sjálfstæðir þátttakendur í þróun og uppbyggingu mannfélagsins á jörðinni og öðlast skilning á sérstöðu okkar og möguleikum til að tifa af í þeirri hoiskeflu umbreytinga sem nú dynur yfir heiminn. Ég veit að þetta kann að virka sem óraunhæf krafa og fjarlæg draumsýn. fámenni okkar og menningarfátækt valdi því að smám saman muni heimurinn gteypa okkur, tungan hverfa og saga okkar sé senn á enda. En þá gleymist að menning heimsins á einmitt rætur sínar að rekja til staðbundinnar. rótgróinnar þjóðmenn- ingar á borð við okkar. Þess vegna eigum við hiklaust að spyrna við fótum og styrkja menningu okkar og auðga með öllum tiltækum ráðum svo að hún verði gjaldgeng á atþjóðavettvangi. Slíkt getur einungis orðið með því að við temjum okkur að hugsa og lifa sem borgarar í alheimsríki altra þjóða - líkt og mörg okkar fremstu skálda og fræðimanna hafa gert að fornu og nýju. Stephan G. Stephansson. Einar Benediktsson og Hatldór Laxness eru alþekktir boðberar þessarar hugsunar. Og á þessari öld höfum við (slendingar eignast fjötda vísinda- og fræðimanna sem hafa tamið sér alþjóðahyggju í hugsun og hegðun og auðgað með því íslenska menningu. Háskóti fslands hefur eftt og styrkt sjálfstæði fslands og íslenskrar menningar vegna þess að hann er alþjóðlegt fræðasetur sem kappkostar að rækta samskipti við fræðimenn um víða veröld og veita ertendum straumum hugmynda og kenn- inga inn í íslenskt samfélag. Samt eigum við enn tangt í land með að nýta okkur framlag vísinda og fræða til að byggja upp íslenska menningu og íslenskt þjóð- fétag. Við höfum að vísu verið ötut við að tileinka okkur nýja tækni við hvers kyns framkvæmdir en við höfum ekki að sama skapi tagt okkur eftir því að treysta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.