Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Síða 206
tungunni undirstaða íslenskrar menningar og þjóðarvitundar. Það er ekki tilviljun
að frumherji íslenskra náttúruvísinda. Jónas Hallgrímsson, varð þjóðskáld ís-
lendinga og vakti með þjóðinni vilja til sjálfstæðis og endurreisnar í anda kjörorð-
anna sem Háskóla íslands sótti til hans: „Vísindin efla alla dáð."
Markmið háskóla er lærdómsiðkun
Náttúruvísindasetrið í Vatnsmýrinni er reist í þessum anda, rétt eins og Háskóli
íslands var stofnaður fyrir rúmum níutíu árum til að tryggja menningarlegt og
pólitískt sjálfstæði þjóðarinnar, stuðla að sjálfsvitund okkar sem fullvalda þjóðar
sem skildi stöðu sína í heiminum og hefði burði til að byggja upp heilsteypt þjóð-
skipulag. Frá efnahagslegu sjónarmiði hefði ef til vill verið skynsamlegra að
senda íslenska stúdenta áfram til náms við erlenda háskóla en leggja í altan þann
kostnað sem fylgir því að reka eigin alhliða háskóla sem stenst samjöfnuð við
það besta sem gerist í menntun og rannsóknum við erlendar menntastofnanir. Að
ekki sé minnst á kostnaðinn við að tala og skrifa á íslensku „um atlt. sem er
hugsað á jörðu". Það var og er menningarlegur og pólitískur stórhugur Islendinga
sem skapað hefur Háskóla íslands og það mikta og fjölþætta fræðslu- og vísinda-
starf sem hann hefur lagt grundvölt að í þjóðfélaginu. Þess vegna má sú umræða
sem nú er hafin í þjóðfélagi okkar um Háskóla íslands og aðra skóla á háskóla-
stigi aldrei einskorðast við rekstrarteg málefni, fjármögnun, kostnað og ytra fyrir-
komutag. Þessi umræða á að beinast umfram allt að þeim gitdum og gæðum vís-
inda, lærdóms og menntunar sem atlt háskótastarf á að snúast um að efla og
breiða út meðal landsmanna. Þess vegna skiptir líka höfuðmáli að sem allra
flestir geri sér tjósa grein fyrir því um hvað háskótar snúast og hvert markmið
þeirra er. Merkur breskur fræðimaður. Michael Oakeshott að nafni. lýsir þessu
prýðilega á eftirfarandi hátt:
„Háskóli er hópur fólks sem fæst við ákveðna tegund starfsemi: Á miðöldum var
hún kötluð Studium. en við getum katlað hana „lærdómsiðkun". Þessi starfsemi
er meðat þess sem einkennir og prýðir siðmenntaða lífshætti. ... Háskólarnir
hafa þó ekki einkarétt á þessari starfsemi. Hún er einnig iðkuð af grúskaranum í
skrifstofukytru sinni. skólanum sem hefur getið sér orð á einhverju sviði lær-
dóms og í barnaskótanum. Þessir iðkendur tærdóms eru allir aðdáunarverðir, en
þeir eru ekki háskólar. Háskóli einkennist af því að þar er lærdómur iðkaður á at-
veg sérstakan hátt. Háskólinn ersamfélag fræðimanna. þarsem hver helgar sig
sinni eigin fræðigrein. en sem einkennist þó af því að lærdómurinn er iðkaður
undir formerkjum samvinnu. ... Háskóli er staður þar sem lærdómur er til húsa,
þar sem lærdómshefð er varðveitt og viðhaldið og þar sem nauðsynlegum tækj-
um til lærdómsiðkunar er haldið til haga."
Hér týsir Oakeshott því markmiði sem háskóti er helgaður. Markmiðið er ákveðin
starfsemi - lærdómsiðkun. Þetta verða menn ávallt að hafa í huga þegar fjaltað er
um málefni háskóta, skipulag þeirra. stjórnun. rekstur og innri gæðamál. Að öðr-
um kosti missa menn sjónar á því sem málið snýst um og títa jafnvet á tilgang-
inn. markmiðin sjálf. sem tæki eða þátt í verslun og viðskiptum. Háskólar eru
ekki fyrirtæki sem framleiða og selja vörur sem bera heitin „fræðiteg þekking".
„rannsóknir", „vísindi", „nám" eða „menntun". Prófskírteini ykkar, kandídatar góð-
ir. eru ekki staðfesting þess að þið hafið „keypt" ykkur fræðitega þekkingu í stór-
markaðinum eða verksmiðjunni "Háskóti Islands". Prófgráðan er staðfesting þess
að þið hafið stundað alvöruháskótanám af heilindum og dugnaði og hlotið opin-
beran vitnisburð um námsferil ykkar og lærdóm. Sannur lærdómur er þeirrar
náttúru að efla lífið og auðga af ómetanlegum gæðum mannlegs skilnings. sam-
stitlingu andlegra krafta og innsæis í ftóknar og síbreytilegar aðstæður lífsins í
heiminum.
Ævintýraland þekkingar og réttsýni
Ágætu kandídatar! Leyfið lærdómnum að vinna verk sitt í lífi ykkar og starfi. leitið
ávaltt hins sanna og rétta og fórnið aldrei sálarheill ykkar og samvisku á attari
Mammons. guðs peninga og ágirndar. Gætið því þess að láta ekki blinda efna-
hagshyggju stýra skoðunum ykkar og mati á gildi hlutanna. Lítið aldrei svo á að
úrlausnarefni ykkar séu eingöngu efnahagsteg rekstrarmál, heldur hafið ávallt í
huga hin menningarlegu og pólitísku gildi sem eru í húfi í lífi ykkar og starfi.
Háskóli (slands er stoltur af þeim stóra og kraftmikta hópi sem brautskráist hér í
dag. Hann veit að þið, kandídatar góðir. munuð leggja ykkar af mörkum til að gera
ísland að því ævintýralandi þekkingar og réttsýni sem við öll þráum.
202