Stúdentablaðið - 01.02.2001, Side 2
Ballett í staðinn
fyrir box
Stúdentamynd mánaðarins er að þessu
sinni breska myndin Billy Elliot. Hún
gerist í Bretlandi 1984. Námumenn
eru í verkfalli og mikil spenna í samfélaginu.
Billy Elliot er lítill strákur. Mamma hans er
dáin og pabbi hans og bróðir eru í verkfalli.
Hann langar ekki mikið til að mæta í box-
tímana í skólanum en finnur sig í balletttím-
um þar sem ballcttkennarinn hvetur hann til
dáða. En þessi dansiðkun vekur ekki mikla
lukku hjá íjölskyldunni. Með hlutverk Billys
fer Jamic Bell og hcfur hann hlotið mikið
lof fyrir túlkun sína. Julie Walters leikur
danskennarann en hana þekkja flestir úr Ed-
ucating Rita og einnig mun hún leika í
væntanlegri mynd um Harry Potter. Jamie
Draven leikur bróður Biilys og Gary Levvis
fer með hlutverk pabba þeirra. Myndin hef-
ur verið tilnefnd til fjölda vcrðlaun, þ.á m.
BAFTA-verðlaunanna, César-verðlaunanna,
Golden Globe verðlaunanna og evrópsku
kvikmyndaverðlaunanna. Þá vann hún t.d.
verðlaun sem besta óháða breska kvikmynd-
in. Stúdentar fá ntiðann á 400 krónur gegn
framvísun stúdentaskírteinis og eru hvattir
til að drífa sig á breska gæðamynd.
Netið, netið, netið...
ann 9. febrúar veitti Stúdentaráð í
fýrsta sinn svokölluð Netverðlaun
kennara. Stúdentar gátu haft áhrif á
valið með því að senda inn tilnefningu með
stuttum rökstuðningi. Skilyrðin voru þau að
kennarinn væri mcð efni sitt aðgengilegt á
netinu og að það stuðlaði að betri og skil-
virkari kennslu. Til að gera langa sögu stutta
var það Ágúst Kvaran, prófessor í eðlisefna-
fræði í raunvísindadeild, sem hlaut verð-
launin og tók hann á móti þcim við hátíð-
lega athöfn í kennslustund. Verðlaunin voru
glæsileg fartölva frá Nýherja.
Og meira af netmálum. I’ennan sama dag
var opnaður nýr stúdentavefur, studcnt.is.
Þetta verður miðlægur vefur fyrir stúdenta-
samfélagið þar sem hægt verður að nálgast
efni úr Stúdentablaðinu, fréttir af Stúdenta-
ráði og deildarfélögum, nýjustu fregnir af
Röskvu og Vöku og svo mætti lengi telja.
Stúdentar geta sent inn efni og vefurinn á
vafalaust eftir að vaxa hratt og örugglcga.
FS veitir verkefnastyrk
Guðjón Ólafur Jónsson afhendir
Ásdísi styrkinn.
Verkefnastyrkur Félagsstofnunar stúdenta
var veittur þriðjudaginn 13. febrúar í Stúd-
entaheimilinu við Hringbraut. Árdís Elías-
dóttir hlaut styrkinn að þessu sinni fyrir BS-
verkefni sitt „Nuclear Spin Convcrsion in
CH3F Induced by an Alternating Electric
Field“ sem mctið er til BS-prófs í stærðfræði
á eðlisfræðilínu. Verkefnið var unnið undir
leiðsögn dr. Ara Ólafssonar eftir námsdvöl
við Háskólann í Lille í Frakklandi.
Verkefnastyrkur Félagsstofnunar stúdenta
cr veittur þrisvar á ári. Tveir við útskrift að
vori, einn í október og cinn í febrúar. Nem-
endur sem skráðir eru til útskriftar hjá Há-
skóla Islands og þeir sem eru að vinna verk-
efni sem veita 6 einingar eða meira í grein-
um þar scm ekki eru ciginlcg lokaverkefni
geta sótt um styrkinn. Markmiðið með
Verkefnastyrk FS er að hvetja stúdenta til að
gera metnaðarfúll og markviss lokaverkefni.
Jafnframt að kynna frambærileg verkefni.
Styrkurinn nemur kr. 100.000.
Nýsköpunarsjóður námsmanna
auglýsir eftir umsóknum um styrki
fýrir sumarið 2001
Lumar þú á góðrí hugmynd?
I’á cr um að gera að hrinda hcnni í fram-
kvæmd og sækja um styrk til að vinna að
skapandi rannsóknarverkefni í sumar. Ný-
sköpunarsjóður námsmanna er nú að hefja
tíunda starfsár sitt en hann var stofnaður
1992 til þess að útvega áhugasömum
nemendum sumarvinnu við metnaðarfull
og krefjandi rannsóknarverkefni. Sjóður-
inn hefúr fyrir löngu getið sér gott orð
fyrir vinnu þeirra mörg hundruð náms-
manna sem starfað hafa á vegum hans og
niðurstöður verkefnanna sent þeir hafa
lcyst afhendi.
Ávinningur af starfinu
I’ar sem Nýsköpunarsjóður námsmanna
telst nú fúllgildur rannsóknasjóður með
gott orðspor felur verkefnavinna í tengsl-
um við sjóðinn tvímælalaust í sér mikinn
ávinning fyrir þá sem verkefnunum tengj-
ast, hvort sem um er að ræða nemendur,
kennara, stofnanir eða fyrirtæki. Sjóðurinn
gerir miklar kröfiir til umsókna og verk-
cfnavinnu og tclja mörg fyrirtæki og
stofnanir það viðurkenningarstimpil á eig-
ið starf að fá styrk úr sjóðnum. I’á er það
ncmendum tvímælalaust til framdráttar að
hafa unnið að rannsóknastarfi, t.d. þegar
sótt cr um framhaldsnám í erlendum há-
skólum og þcgar komið cr út í atvinnulíf-
ið. Mörg dæmi eru um að nýsköpunar-
verkcfni hafi vclt af stað viðameiri þróun-
arverkcfnum innan fyrirtækja scm fjárfest
hafa í hagkvæmnisathugunum ungs fólks
með aðstoð Nýsköpunarsjóðs náms-
manna. Oft eru það áhugasömustu nem-
endur hvers skóla scm sækjast cftir að
vinna við rannsóknir á cigin fræðasviði á
sumrin. Vinna á vegum Nýsköpunarsjóðs
hefur því verið kjörinn vettvangur fyrir-
tækja til að mynda tcngsl við ncmendur
scm hafa oft leitt til atvinnutilboða að
námi loknu. Að Iokum ntætti nefna að
mörg verkefni eru unnin í samvinnu nem-
enda, fyrirtækja og háskólastofriana.
Ahugsasömum er bent á að sækja um
styrk á heimasíðu sjóðsins og þar cr cinnig
að finna allar helstu upplýsingar. Slóðin
er:
www.hi.is/nem/nyskopun.
Umsóknarfrestur rcnnur út 10. mars.
Kosningar til Stúdentaráðs og
háskólafundar árið 2001
Samkvæmt 18. gr. laga um Stúdentaráð Háskóla íslands auglýsir kjör-
stjórn hér meó staðsetningu kjördeilda.
Sú nýbreytni veróur höfð við kosningarnar 27. og 28. febrúar nk. aó
notast veróur við miðlæga kjörskrá. Því geta stúdentar valið sér kjör-
deild eftir hentugleika en eru ekki bundnir við ákveðnar kjördeildir. Þó
er einungis þeim stúdentum sem staddir eru í Valsheimili, Safnaðar-
heimili Fríkirkjunnar og Landspítalanum Fossvogi þegar kosið er heim-
ilt að greiða atkvæói þar, þó að þeim sé heimilt að greiöa atkvæði í
öðrum kjördeildum.
Kjördeildum veröur komið upp á eftirfarandi stöðum:
1. Aðalbygging
2. Árnagaröur
3. Oddi
4. VR-II
5. Lögberg
6. Háskólabíó
7. Hagi
8. Grensás
9. Skógarhlíð
10. Eirberg
11. Læknagarður
12. Valsheimili
13. Safnaðarheimili Fríkirkjunnar
14. Þjóðarbókhlaðan
15. Landspítalinn Fossvogi
Utankjörfundaratkvasðagreiðsla verður á skrifstofu Stúdentaráðs
föstudaginn 23. febrúar og mánudaginn 26. febrúar frá kl. 12.00 til kl.
15.00 báóa dagana.
Kjörstjórn
2 stúdentablaðiö - febrúar ‘01