Stúdentablaðið - 01.02.2001, Side 6
q
Stúdentablaðið
2. tbl. febrúar 2001
Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla íslands
Ritstjórí: Katrín Jakobsdóttir
Rrtnefnd: Bjöm Gíslason, Erla Tryggvadóttir, Guðrún
Ögmundsdóttir, Hjörtur Einarsson, Ingibjörg Lind
Karlsdóttir og Þorbjörg Gunnlaugsdóttir.
Aðrír höfundar efnis: Ema Ertingsdóttir, Halldóra Björt
Ewen, Haukur Ingvarsson, Hulda Guðmunda Óskarsdóttir,
Jóhanna Krístín Jónsdóttir, Kendra Stokkamp og Stefanía
G. Kristinsdóttir.
Framkvæmdastjórí: Haukur Þór Hannesson
Augtýsingar Markaðsmenn
Ljósmyndin Ritstjórí og ritnefnd
Umbrot: Reykvísk útgáfa ehf.
Prentvinnsla: Morgunblaðið
Netfang rítstjóra: katrinja@hi.is
Hinn eini sanni veruleiki?
Um þessar mundir eru mjög í tísku sjónvarpsþætt-
ir þar sem aöalhetjurnar eru venjulegt fólk í óvenju-
legum aöstæöum. Hér á ég viö þá þætti þar sem
um þaö bil tíu einstaklingum, sem erui í hlutverki
sjálfs sín, er komiö fyrir á eyöieyju eöa látnir búa
saman í kommúnu. Síöan eru allar gjörðir þeirra
teknar uþp á band og sendar út. Nýjasti þátturinn
kallast Stóri bróöir og þar er hægt aö horfa á sam-
býli nokkurra einstaklinga í beinni útsendingu á
netinu allan sólarhringinn. Áhorfendur geta síöan
valiö hver eigi aö hastta í þættinum og þannig er
hann gagnvirkur. Stórar fjárhæöir eru í húfi fyrir
þátttakendur enda kannski ekki nema von aö fólki
sé borgað fyrir aö fórna þannig einkalífi sínu. Þaö
er nákvæmlega þaö sem máliö snýst um; aö
missa réttinn til aö vera einn, veróa sameign
áhorfenda og geta ekkert gert í friöi, ekki einu
sinni stundað kynlíf, enda vonast framleióendur
þáttanna til aó fá nú fyrstu alvöru samfarirnar í
beinni án þess aö þær séu fyrirfram skiþulagöar.
Fólk hefur fullt leyfi til aö vera í þáttum sem þess-
um og aö sama skaþi til að horfa á. En hvaö segja
vinsasldir þáttanna okkur um vestrasnt samfélag?
í þeim renna saman sýnihneigö (exhibisjónismi) og
gægjufíkn (vojörismi). Þeir sem vilja lifa lífi sínu til
sýnis fá þarna tækifæri til þess og eru aö græöa
ósköpin öll á því og hinir geta fylgst meö fólkinu aö
lifa alveg sérdeilis óspennandi lífi, lesa dagblöðin,
boröa morgunmat, drekka kaffi, raka sig, fara í
baö, leggja kapal, horfa á sjónvarpiö og allt hitt
sem er ekkert spennandi þegar maöur gerir þaö
sjálfur. Allt vegna spennunnar um hvaö geti gerst
hjá venjulegu fólki viö óvenjulegar kringumstæöurl
Þörfin fyrir afþreyingu á Vesturlöndum er gífurleg. í
þessum þáttum viröist svalað áöur óþekktri þörf
venjulegs fólks til aö horfa á venjulegt fólk og hafa
um leiö vald til þess aö senda þann heim sem
manni líkar ekki vió. En af hverju sprettur þessi
þörf?
Listræn blekking leikinna kvikmynda og sjónvarps-
efnis er löngu horfin. Viö vitum öll að það sem ger-
ist á hvíta tjaldinu eöa sjónvarpsskjánum er blekk-
íng, unnin af fagmönnum, hönnuó fyrir vissan
markhóp. Listamenn hafa á undanförnum árum
unnið meö þennan blekkingarleik, t.d. í kvikmynd-
inni Truman Show, sem flallaöi um mann sem liföi
lífi sínu í sjónvarpsþætti án þess aö vita af því.
Leikhúsin reyndu einnig aö finna svar viö afhjúpun
blekkingarinnar meö því aö koma á laggirnar
svokölluöu spunaleikhúsi þar sem allt gat gerst en
eigi aö síöur voru fagmenn í hverju hlutverki og
leikstjóri á bak viö tjöldin. Hér er alvöru fólk í al-
vöru aöstæóum - og allt getur gerst. Ekkert hand-
rit til aö fylgja, enginn leikstjóri til aö segja fólki aö
leika svona eöa hinsegin. En eru þessir þættir jafn
raunverulegir og við höldum? Auövitað er hug-
myndavinnan á bak viö þá gríöarleg; vafalaust
stendur risastórt „teymi" fagmanna á bak viö
þættina, mælir vinsældir þeirra, hugsar um mark-
hópinn, kemur þátttakendum á framfæri í fjölmiöl-
um og svo mætti lengi telja. Þessir þættir eru því
ekkert síöri blekking en aörir þó aö aöalsmerki
þeirra sé raunveruleikinn án allra blekkinga. Og
hvers konar raunveruleiki er þaö? Er hann ekki
jafnmikil blekking og blekkingin sjálf?
Katrín Jakobsdóttir
Um íslensku og íslenskar bókmenntir
Stúdcntablaðið óskar Gyrði Elí-
assyni hjartanlega til hamingju
með íslensku bókmenntaverð-
launin. Fyrirkomulag verðlaunanna var
reyndar vafasamt að þessu sinni; einni
manneskju var falið að tilnefna bækur til
verðlauna í flokki fagurbókmennta (og
sama gilti um flokk fræðibóka þó að það
væri reyndar annar aðili) á þeirri for-
sendu að einn stjórni betur en fleiri! I’að
er afskaplega undarlegt að einræðisform
henti sérstaklega vel á þessu sviði frekar
en öðrum og er þessi röksemdafærsla
mjög varhugaverð, sérstaklega í eyrurn
þeirra sem er annt um lýðræðið. Einnig
kom fram sú gagnrýni að tilnefningarnar
væru kannski hefðbundnari en ella sök-
um þessa fyrirkomulags og má taka und-
ir að þær komu ekki mikið á óvart.
Það var svo þriggja manna nefnd að lok-
um sem valdi verðlaunabókina sjálfa.
Gyrðir er vel að verðlaununum kominn,
smásögur hans í Gula húsinu voru
fjarskalega vel skrifaðar draumkenndar
sögur og þótti mér honum takast best
upp í að lýsa bernskunni og þeim tilfinn-
ingum sem tengjast henni. Að lokum
mæli ég með að lesendur Stúdentablaðs-
ins kynni sér skáldsöguna Svefnhjólið eft-
ir Gyrði sem er skrifúð á jafn kjarnyrtri
og fallegri íslensku og flest önnur verka
hans. Lesandinn er tekinn nteð í ferð sem
leiðir hann að rykugum landamærum lífs
og dauða, draums og veruleika. Sagan er
einnig afskaplega íslensk; sjór og kaffi
eru áberandi í umhverfinu sem er ýmist
íslenskt sjávarþorp eða Bergstaðastrætið.
Um leið einkennist sagan af vissurn fá-
ránleika og sjálfshæðni sem gera hana
skemmtilega aflestrar.
Katrín Jakobsdóttir
Börnin á Mánagarði
Stúdentablaðið ákvað á dögunum
að líta í heimsókn á Mánagarð sem
er annar af tveimur leikskólum
sem Félagsstofnun stúdenta rekur. 64
börn á aldrinum eins til sex ára eru á
Mánagarði. Þrjár deildir eru á leikskólan-
um, Tröllahellir, Hulduhóll og Álfa-
steinn. Tilgangur heimsóknarinnar var
að ffæðast um þennan nýstárlega leik-
skóla þar sem engu er hent og gamlir
hlutir öðlast nýtt líf.
Umhverfisvæn stefna
Á leikskólanum er öllum matarafgöngum
haldið til haga og þeir settir í eins konar
endurvinnslukistu úti í garði. Dagblöð-
um og íblöndunarefnum er bætt við
matarafgangana og eftir tvo til þrjá mán-
uði verður til fyrirtaks mold sem verður
til dæmis sett í matjurtagarðana sem
börnin sjá um. Vart þarf að taka það fram
að börnin taka einnig fúllan þátt í flokk-
un og í cndurvinnslustarfmu sjálfu.
Pappír er líka endurunninn á Mánagarði.
Blautir vettlingar heyra sögunni til
Góð aðstaða er á leikskólanum. Mér
fannst gaman að sjá þurrkofn fyrir blaut
og rök föt, til dæmis eftir rigningarsam-
an dag. Börnin þurfa því ekki að fara aft-
ur í blautu vettlinganna heldur fara þau í
fötin heit og þurr, beint úr ofninum,
þegar ferðinni er heitið á vit ævintýranna,
þ.e. út að lcika. Pctta eru framfarir frá
bernsku minni!
Af hverju get ég ekki veríð blóm?
Heimspeki, listsköpun og endurvinnsla
eru ofarlega á baugi á leikskólanum.
Spurningum á borð við: „Get ég verið
blóm og get ég verið banani?“ er varpað
fram í heimspekitímum sem eru tvisvar í
viku fyrir eldri nemendur. Listamaður
kemur einnig og setur börnunum fyrir
verkefni vikunnar. Gamlar mjólkurfernur
og eggjabakkar öðlast nýjan tilgang og
úr þeim eru búin til falleg listaverk.
Starfsmenn Mánagarðs eru allir mjög
sérhæfðir á sínu sviði. Heimspekingur,
þroskaþjálfi, leikskólakennarar, kennari
og uppeldisfræðingur eru meðal þeirra
sem starfa þar.
Mánagarður hefúr þarfir stúdenta að
leiðarljósi. Lengdur viðverutími barna í
kringum próf, til dæmis um helgar, er
hluti af þeirri þjónustu sem leikskólinn
býður upp á.
Sjáðu hvað ég get!
Á Mánagarði er stefna við lýði sem heit-
ir „Sjáðu hvað ég get“.
Tilgangur hennar er að hvetja börnin
til þess að vera sjálfstæðari, til dæmis að
reima sjálf og fleira. Að sögn leikskóla-
stjórans, Kolbrúnar Harðardóttur, er
stökkið frá leikskóla í grunnskóla það
mikið að nauðsynlegt er að búa börnin
undir það.
„Börnin eru í bómull á leikskólunum.
Við göngum á eftir þeim, rennum upp
úlpunni og hjálpum þeim á ýmsan hátt.
En þegar þau fara í sex ára bekk eiga þau
að hjálpa sér sjálf og það getur reynst
mörgum erfitt. Þau eru einfaldlega óvön
því. Þess vegna ákváðum við að reyna að
örva börnin til þess að verða sjálfstæðari
og hjálpa sér sjálf. Það verður enginn til
þess að reima skóna fyrir mann í sex ára
bekk. Þá tekur alvaran við,“ segir Kol-
brún og brosir.
Með lögum skal land byggja
Börnin bjuggu til land sem hlaut nafnið
Demantaland og var lýðræðislega kosið
um það nafn. „Margar góðar hugmynd-
ir komu um nafn á landinu en Demanta-
land bar sigur úr býtum. Börnin eru
mjög ánægð með það nafn. Ástæðan fyr-
ir því að börnin æda að nema land í
Demantalandi og gerast Demantingar er
sú, að tuttugu börn eru að fara í sex ára
bekk næsta haust. „Þegar maður hættir á
Mánagarði og byrjar í sex ára bekk, fer
maður til Demantalands,“ segir Kol-
brún.
Hugmyndin er ákaflega falleg og gerir
tilhugsunina að fara í skóla spennandi og
skemmtilega.
„Upprunalega hugmyndin á bak við
Demantaland var sú að láta börnin átta
sig á mikilvægi stofnana í þjóðfélagi og
það kom okkur skemmtílega á óvart
hvað börnin voru ákveðin í því að hafa
lög og reglur í Demantalandi. Börnin
brutu heilann í þeim tilgangi að finna
góð lög fyrir landið og sömdu samræmd-
ar leikreglur fyrir það.“
Þegar krakkarnir hætta í leikskólanum
er alveg ljóst að við þeim tekur forvitni-
legur og skcmmtilegur heimur sex ára
bekkjarins í Demantalandi.
Stúdentablaðið óskar þeim góðrar
ferðar og góðs gengis!
Erla Tryggvadóttir
6 stúdentablaðið - febrúar ‘01