Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2001, Síða 10

Stúdentablaðið - 01.02.2001, Síða 10
(Ó)dæmigerðir háskólanemar? Hinn dæmigerði háskólanemi er í hug- um flestra strákur eða stelpa á þrí- tugsaldri sem fór beint í háskólanám eftir menntó eða tók sér hugsanlega ársfrí á milli til að „kynnast lífinu". En stór hluti há- skólanema fellur alls ekki undir þessa skil- greiningu. Stúdentablaðið boðaði fjórar konur sem allar eru komnar yfir þrítugt á sinn fund og í fjörugum hringborðsumræð- um var rætt um hvernig Háskóli Islands blasir við þeim sem eldri eru og hvernig er að vera eldri nemi í Háskólanum. I’etta voru þær Hildur Friðriksdóttir, ncmi í félags- og atvinnulífsfræði, Esther Jónsdóttir, íslensku- nemi, Sigfríður Þorsteinsdóttir, nemi í stjórnmálafræði og Anna Kristinsdóttir, nemi í stjórnmála- fræði. Rannsóknaþátturinn mikilvægur Fyrst barst talið að kennslu við Háskóla Islands ojy Hildur hóf leikinn. H: „Ég get einung- is talað út frá félags- vísindadeild en ég man að fýrstu tvær, þrjár annirnar í skólanum var ég oft mjög hissa á skipulagsleysi í kennslunni. Svo verð- ur maður smám saman samdauna. En fyrir mér er mjög mikilvægt að það sem ég læri nýtist mér í atvinnulífinu. Gagnrýnin hugs- un skilar sér auðvitað í öllum störfum en að sumu leyti hefði ég viljað sjá önnur vinnu- brögð við verkefnavinnu. Mér finnst rit- langt hlé. Mér fannst námið ágætis blanda af fræðilegu og hagnýtu efni og ákvað að halda áfram í BA-námi eftir að ég útskrifaðist með diplómuna sem ég gerði reyndar á laugar- daginn var! Sumum fannst námið reyndar fullfræðilegt en það var margt mjög gagn- legt innan urn og svo er náttúrulega allt nám hagnýtt í sjálfú sér. En ég get ímyndað mér að þetta nám nýtist í atvinnulífinu. Smáleturslærdómur? Allir höfðu sitt að segja um hvað m&tti betur fara í kennslunni. H: Já, ég vildi gjarna sjá meiri tengingu við atvinnulífið í Háskólanum, t.d. komu inn stundakennarar frá atvinnulífinu og þá var eins og nem- endur lifnuðu við! Hins vegar finnst mér vanta upp á að stundakcnnarar séu settir nægilega vel inn í starfið og þá á ég ekki síst við þeirra vegna. I’á finnst mér líka að stundum sé of mikið lagt í smá- atriðalærdóm. Kennarar segja stundum að þeir verði að spyrja um smáat- riðin til að kanna þekkingu nemenda. Ég tel að þeir geti alveg eins kannað hana með því að sjá hvort nemendur hafi lesið ítarefnið eða dýpkað þekkingu sína á viðkomandi sviði. Það á ekki að vera að spyrja úr smáa letrinu í háskóla, fremur á að auka rann- sókna- og vinnulagsþáttinn í náminu. með skrifkrampa! Þannig jókst rúm fyrir umræður og þess háttar sem ég tel lífsnauð- synlegt í háskólanámi. Hins vegar grunar mig að sumir kennarar vilji ekki taka þetta upp því þeir óttast að nemendur hætti að mæta í tíma! H: En þetta er cinmitt mjög góð kennslu- aðfcrð og geftir mun meira svigrúm til spurninga og spjalls. E: Já, það getur verið mjög gott að vera hjá kennurum sem hafa kennt annars staðar. Þannig sat ég kúrs hjá kennara sem hafði verið að kenna í útlöndum og hann lagði mikla áherslu á hópvinnu því í at- vinnulífinu yrðum við að geta unnið í hóp. Þetta gerði mig hlynntari hópvinnu en áður þó að ég vinni best ein. Skrifræði Þá barst talið að skrifr&ðinu innan Háskól- ans. A: Það scm mér finnst kannski verst við Háskólann er ekki skipulagsleysi í kennslu heldur í stjórnun. Þannig þurfti ég að sækja um undanþágu til að fara í Háskólann þar sem ég er ekki með stúdentspróf. Umsókn- arferlið tók fimm mánuði sem er allt of langt. S: Já, það var sama sagan hjá mér. A: Augljóslega er þetta ekki neitt sem maður anar út í; að hætta á vinnumarkaði og fara í nám og að sama skapi gerir maður sér ar vegna! A: Svo er kannski eitthvað um að yngri krakkar vití elcki hvert þeir eru að fara. Þeir velja sér bara eitthvað til að fá tiltekna gráðu þó að þeir hafi kannski ekki brennandi áhuga á viðkomandi fagi. S: En ég hef nú bara gaman af að skella mér í vísindaferðir öðru hvoru! Og svo finnst mér gaman að vinna í hóp með yngri nemum, það brýtur ísinn og getur verið mjög gaman. Mér fixrnst andinn í mín- um hóp í stjórn- málafræðinni mjög góður. A: Mér finnst þetta erfiðara, að vera í vísindaferð og svo tekur maður eft- ir því að hormónarn- ir eru komnir af stað hjá yngiá ncmendum og þá lætur maður sig nú bara hverfa!! S: Já, hormónarnir cru nú reyndar kannski ekki á fúllu hjá okkur, en mér finnst ég samt ekkert eldri en allir hinir. H: Sama segi ég! A: En ég finn nú til dæmis ekki til sama eldmóðs yfir stúdentapólitíkinni og þeir sem yngri eru þó að ég ætli að kjósa og svona! E: Ég fæ nú alltaf fiðring þcgar ég sé skemmtanir íslenskunema auglýstar! Ég skelltí mér á árshátíðina í fyrra og var þar elst nemenda en skemmti mér samt konung- lega! Áhugi á félagslífi fer því ekki endilega eftir aldri. En samskipti við kennara? „Mér finnst ritgerðir og verk- efni of sjaldan snuast um málefni sem eru ofarlega á baugi í þjóðfélaginu um þær mundir í Ijósi þeirra kenninga sem fjaliað er um í viðkom- andi kúrsi.“ „Augljóslega er þetta ekki nestt sem maður anar út í; að hætta á vinnumarkaði og fara í nám.“ gerðir og verkefni of sjaldan snúast um mál- efni sem eru ofarlega á baugi í þjóðfélaginu um þær mundir í ljósi þeirra kenninga sem tjallað er um í viðkomandi kúrsi. Þannig tel ég að maður græði meira á að skrifa rann- sóknarritgcrðir en heimildaritgcrðir um þennan og hinn fræðimanninn. Kannski ekki síst vegna þess að oft og tíðum eru einu bækurnar sem eru fáanlegar á bókasafninu eldgamlar og jafnvel úreltar. S: Ég hef nú ekki sömu sögu að segja enda snýst stjórnmálafræði að miklu leyti um það sem er í gangi hverju sinni. Ég var til dæmis að vinna að rannsóknarritgerð um heimastjórnartímabilið á Akureyri sem fáar heimildir eru til um og það var ínjög spenn- andi og „aktúelt“ verkefni sem eykur skilning á nútíman- um. A: Að mínum dómi er stjórnmála- fræði mjög lifandi fag en ég er hins vegar sammála því að bókakostur Þjóðar- bókhlöðunnar er ónógur og oft eru lykilbækur lengi í láni þannig að mað- ur þarf að notast við eitthvert gamalt efni. S: Já, bara það að fá úrskurði félagsmála- ráðuneytisins var stórmál fýrir háskólabóka- safnið þó að þeir séu reyndar ókeypis. Ég endaði með því að ná í þá sjálf beint niður í ráðuneyti! E: Já, ég er í íslensku í heimspekideild þannig að ég hef kannski aðra sögu að segja. Upphaflega fór ég í hagnýta íslensku sem er diplóma-nám og var þá að byrja aftur eftir S: Já, það vantar kennslu í aðferðafræði upplýsingaöflunar, t.d. að nýta rafræn gagnasöfn. A: Að sama skapi finnst mér að vekja mætti athygli á námstækninámskeiðum Námsráðgjafarinnar strax við upphaf náms en ég sótti eitt slíkt og tel mig hafa grætt mikið á því. E: Aðfcrðafræðikúrsar eru mjög mikilvæg- ir eins og aðferðafræðinámskeið íslenskunn- ar sem fólst í að senda nemendur í nokkurs konar ratleiki í Bókhlöðuna! Mér fannst ég læra mikið á því enda lagði ég það á mig að leita að öllu sjálf og hafa fýrir hlutunum. S: Annað sem mér finnst mikilvægt er að opna fýrir þverfaglega vídd í háskólanámi. Ég sat t.d. í sveitar- stjórn á Akureyri og ég hef lagað nám mitt að þörfum mínum. Þannig hef ég tekið ýmis valnámskeið úr öðrum deildum inn í stjórnmálafræðina; t.d. sveitastjórnarrétt innan lagadeildar og ætla að taka stjórnun- ar- og rekstrarnám- skeið innan viðskipta- deildar. H: Ég er sammála þér um mikilvægi þessa enda er samfélagið orðið þverfaglegt og slík menntun orðin mjög vinsæl. Netið A: Enn eitt um kennsluna og það er netið. Nú sat ég kúrs hjá nýjum kennara þar sem allar glósur voru á netinu og maður gat prentað þær út og mætt svo í tímann og hlustað á kennarann í staðinn fýrir að sitja grein fyrir að maður þarf að leggja enn meira á sig ef maður hefúr ekki sama grunn og hinir. En ég þurfti að sitja kúrsa til reynslu til að gá hvort ég gæti náð þeim áð- ur cn ég fékk að skrá mig formlega í námið og mér fannst þetta satt að segja óþarfa stífni. Skiptir aldur máli? En hvað meðyngri nema? H: Ja, mér finnst ég eiginlega vei'a jafn- gömul hinum nemendunum. En maður kemur á allt öðrum forsendum inn í námið og oft tölum við eldri nemar um að okkur langi til að lesa hitt og þetta aukaefni sem kennarinn bendir á. Ég hef á tílfinning- unni að almennt sé minna um það hjá yngra fólki. S: Já, sama segi ég, nerna svo kemst mað- ur náttúruiega ekkert yfir að lesa þetta allt! A: En maður er líka orðinn ofsalega fróð- leiksþyrstur eftir langt hlé frá námi! Og svo vill maður tjá sig í tím- um sem er kannski ólíkt yngri nemurn. H: Já, þessir yngri kvarta yfir málæðinu í eldri nemum! A: Já, það er nú reyndar skrýtið að nem- endum virðist oft vera uppsigað við þá nem- endur sem vilja tjá sig um námsefnið og eru áhugasamir, ég hélt að þessi mórall bara tíðkaðist ekki á háskólastigi! E: Mér finnst nú reyndar fróðleiksþorst- inn alls ekki bundinn við aldur en mér finnst alveg frábært að koma aftur í skóla eftir langt hlé! Mig langar virkilega að læra. H: Já, ég er í þekkingarleit, þekkingarinn- A: Ja, ég á erfitt með að þola að kennarar tali eins og allir nemendur þeirra séu fæddir 1980! H: Já, og að sama skapi finnst mér leiðin- legt að sjá kennara tala niður til nemenda sinna. En það er sem betur fer ckki algengt og mér finnst flestír kennarar taka gagnrýni vel. Hagsmunir eldri nema En eru hajysmunir eldri nema aðrir en þeirra sem ynpri eru? H: Ja, ég hugsa að hagsmunir háskóla- nema séu að mestu leyti sameiginlegir. S: Eins og skerðing námslána vegna tekna maka ... H: ... sem er nátt- úrulega svakalegt, að vera algjörlega upp á maka sinn kominn. A: Já, að þurfa samþykki hans til að fá að fara í nám. í rauninni eru það for- réttíndi að geta farið af vinnumarkaði í nám enda er það ekkert sem maður anar út í hugsunarlaust. En nú höfúm við Sigfríður verið að íhuga að koma félagsskap eldri nema á laggirnar. Hann gæti orðið að hagsmunasamtökum þessa hóps og tryggt tíltekið upplýsinga- streymi. Nú er ég með barn á leikskóla og á sem háskólanemi rétt á að fá lægra leikskóla- gjald. En þetta sagði mér enginn! Þannig að ég sé svona samtök íýrir mér sem upplýs- ingamiðlun. S: Já, og einnig sem umræðuvettvang frekar en skemmtinefnd! Katrín Jakobsdóttir og Björn Gísiason „Aðferðafræðikúrsar eru tnjög mikilvægir eins og að- ferðafræðinámskeið íslensk- unnar sem fölst í að senda nemendur í nokkurs konar ratleiki í Bókhlöðuna!“ „lá, hormónarnir eru nú reyndar kannski ekki á fullu hjá okkur, en mér finnst ég samt ekkert eldri en allir hin- ir.“ 10 stúdentablaöið - febrúar ‘01

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.