Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2001, Síða 27

Stúdentablaðið - 01.02.2001, Síða 27
Hvemig á maður að komast í geimstuð? 1) Gott ráð til að komast í geimstuð er að horfa á Stjörnustríðsmyndirnar, einkum þrjár eldri myndirnar. Þar er hönnun gcimúditsins mótuð af hvítum og gráum geimförum sem gefa ffá sér hvin þegar þau þjóta á milli stjarnanna (þrátt fyrir að ekkert hljóð heyrist í geimnum í alvörunni). Geim- urinn cr samt ekki aðalsögusviðið hcldur mismunandi plánetur sem jafnan eru dregn- ar sterkum litum. Þar er íspláneta, mýra- pláneta, frumskógarpláneta og síðast en ekki síst eyðimerkurplánetan þar sem siðspilling ræður ríkjum í þeim vinjum sem þar eru settar upp af manna völdum. Alls kyns geimfrik með gadda á hausnum, súrefnis- grímuandlit, fílsrana eða skordýraaugu gefa slíkum geimvinjum „speisað lúkk“. 2) Þá er einnig liægt að lesa The Hitch Hi- kers Guide to the Galaxy og þær bækur sem henni fylgdu eftir Douglas Adams en þær taka á öllum geimklisjunum. Þar birtast plánetusmiður sem fékk fyrstu verðlaun fyr- ir að hanna Noreg, geimvera sem kom sem njósnari til jarðar en misskildi nafnakerfið og tók sér bílanafn, kýr sem gangast upp í því takmarki að vera slátrað og bragðast vel og síðast en ekki síst hryllilcg geimskrýmsl sem kvelja fanga með því að lesa fyrir þá eig- in kveðskap sem gengur fram af öllum, nema jarðarbúanum sem er ýmsu vanur! 3) Fyrstu tvær myndirnar í Alien-syrpunni eru ffábær gcimhryllingur. Fyrsta myndin var brautryðjandaverk í þeirri tcgund mynda þar sem fólk lokast inni á afmörkuðum stað með skrýmsli. Aðalhetjan er kona sem er einmitt mjög algengt í geimafþreyingu og sýnir að þó að jörðin sé kannski ekki undir stjórn kvenna þá er alheimurinn það. Næsta mynd var þó enn femínískari, þar var sk- rýmslið líka orðið kona. 4) Star Trek þættirnir þóttu merkilegt fram- tak á sinni tíð, þrátt fyrir endurteknustu málvillu í enskri tungu (þar sem nafnháttur- inn „to go“ er klofinn af atviksorðinu ,,boldly“). Þættirnir einkenndust af stækri kvótahyggju þar sem í áhöfninni þurfti að vera kona, blökkumaður, Austurlandabúi, geimvera með kynleg eyru og hjartað í bux- unum (í bókstaflegri merkingu) en öllu var samt stjórnað af hinum engilsaxneska hvíta karlmanni. Star Trek myndirnar eru hins vegar fremur hlægilegar þar sem leikarnir eru ýmist orðnir of gamlir (t.d. læknirinn) eða of feitir (t.d. Kirk kafteinn). Nýrri kyn- slóð Star Trek þátta gefúr þeim gömlu ekk- ert eftir og nú fá konur eða svertingjar að stjórna. í Voyager-þáttunum ræður kafteinninn Katrín Janeway ríkjum og er hún mikill geimtöffari. 5) The Rocky Horror Picture Show er geimfantasía af bestu gerð en herra kynusli póstmódernískra tíma, þ.e. Frank n'Furter, er auðvitað geimvera. Ergó: Póstmódernísk- ur kynusli kemur úr geimnum. 6) Öllu óvæntara er að Litia hryllingsbúðin reynist líka vera geimfantasía. í lokin tekur sagan óvænta stefnu og pottaplanta reynist vera illskeytt mannæta utan úr geimnum. 7) Besta geimsápa allra tíma er þó líklega Geimsvínin eða Pigs in Space, sem var fast- ur liður í Prúðuleikurunum. Hún sýndi að geimurinn er ekki síðra svið en hvað annað fyrir mannleg átök og tilfinningar þar sem Hlunkur kafteinn tók jafnan rangar ákvarð- anir þrátt fyrir góð ráð ungfrú Svínku og geðveika vísindamannsins Júlíusar Furðu- flesks. Líklega ein af bestu sápum innan Prúðuleikaranna þrátt fyrir harða samkeppni frá spítalaþættinum um lækni sem hafði far- ið í hundana (og var sjálfúr hundur). Hvemig á maður að detta úr geimstuði? 1) Horfa á geimmyndir sem taka sig of al- varlega, t.d. Contact, Close Encounters of the Third Kind og 2001 - a Space Odyssey. Allir eru sammála um að sú síðastnefnda eigi að vera ein besta mynd allra tíma, en hún er svo langdrcgin að fáir halda vöku yfir henni. Close Encounters hóf bylgju af vemmileg- um geimverumyndum þar sem verurnar eru góðar og miklu betri en menn. Það þurfti geimhryllinginn Mars Attacks til að alvöru geimstuðboltar gætu tekið gleði sína á ný, en þar er ekki beinlínis boðuð friðsamleg sambúð kynþátta. 2) í myndinni Invasion of the Body Snatchers fmnast risavaxnir fræbelgir þar sem geimverur eru að rækta menn sem ciga að yfirtaka þá sem fyrir eru. Maður nokkur finnur ffæbelg með sjálfúm sér og þá finnst skýring á því hvers vegna fólk hegðar sér undarlega (áður fyrr voru það djöflar í lík- amanum sem ollu geðkvillum, en nú eru það geimverur). Þetta er eins konar klónun- armartröð þar sem hið meinta einstak- lingseðli fólks glatast. Allt er þetta frekar hallærislegt en þó eru hinir upphaflegu handritshöfúndar saklausir af kjánalegum endi myndarinnar þar sem yfirvöld sem hingað til hafa neitað að trúa sögu læknisins sem leggur saman tvo og tvo (einkennilegt að yfirvöldin skuli ekki gera það!) finna óvæntar sannanir og kalla út heimavarnar- liðið. 3) Myndir um yfirvofandi ógn úr geimnum, t.d. Armageddon, þar sem lið fábjána er sent út í geim vegna þess að „þeir eru svo góðir að bora!“ í þeirri mynd segir faðir við dótt- ur: „Ég sé eftir því að hafa alið þig upp á ol- íuborpalli“ og er sú ályktun ekki óvænt. Ekki geimunnendum upp á bjóðandi. 4) Að tala við fólk sem finnst allt þetta geimdót „bara rugl“. Katrín Jakobsdóttir English News Update Elections for the Student Council and the University Meeting will be hcld on Febru- ary 27 and 28. Information about the El- ection Meeting and places to vote is to be found on page 2. This edition contains the candidate lists for the student parties, Röskva and Vaka, as wcll as their main issu- es and interviews with the party leaders. Professor Ágúst Kvaran of the Science Faculty was awarded the Student Council’s Web Award on Friday, Fcbruary 9. This is the first time tiie Web Award is presented and its purpose is to inspire teachers to use the Web for their courses in a useful mann- er. Students were given a chance to vote and Ágúst came in first. A ncw student website was opened thc same day, www.student.is. There you can find mater- ial from the Student Paper, news from the University community, news about the Student Council, student societies in the different faculties and the political groups Röskva and Vaka. A congress about the Reykjavík Airport was held on February 13 by the Student Council and the Student Society. This was in reaction to the lively discussion that has bccn centercd on the question whether to move the airport somewhere else. Students feel that this question concerns everyone at the University because of its vicinity to thc airport. Among the items in this edition is a Round-Table discussion of the experience of being a university student when you’re thirty-plus. Another is thc wonders of the universe in an interview w'ith 3 students who’ve been studying the astral cluster MS 1621+2640 and have discovered many interesting things about its influence on light from distant galaxies. The Student Paper recommends that people enjoy the wondcrs of spacc by watching space movies in thc February twilight. The Studcnt Movie-of-the-Month is Billy Elliot, set in Britain in 1984. Miners are on strike and at the same time a boy called Billy wants to study ballet instead of the usual boxing. His brother and fathcr, who are both on strikc, are not happy about this. Julie Walters and Jamie Bell have the leading roles. The film has been extremely popular and received the British Film Award in addition to being nominated tbr tiie Golden Globe Award. Tickets cost 400 ISK for Univcrsity students, but you must remember to show your studcnt ID. stúdentablaðið - febrúar ‘01 27

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.