Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 2
/ 2 stuclentahlaftia Hversu streit era streitheimar? Mynd: Billi Mannréttindabarátta samkynhneigðra er ekki ný af nálinni. Hún hefúr, í gegnum tíðina, miðað að því að uppræta fordóma og rang- hugmyndir meðal almennings, kirkj- unnar manna og á hinu háa Alþingi. Mikið hefúr áunnist í þessari baráttu síðustu árin og það má með sanni segja að viðhorf þjóðfélagsins í garð lesbía og homma nú í dag borið sam- an við það sem ríkti fyrir 2 til 3 ára- tugum eða svo sé cins og að bera saman svart og hvítt, svo miklar hafa hugarfarsbreytingarnar í þjóðfélag- inu orðið. En hvernig standa málin í dag, nú þegar samkynhneigðir hafa byggt sér upp félags- og fræðslumiðstöð? Við fórum á stúfana í því augnamiði að fræðast betur um málið og tók Gísli Magnússon innanbúðarmanninn Hrafnkel tali. Eru hommar og lesbíur fordómafull? Það er, þau versus innangarðs- samfélagið eða öllu heldur óinnvígðir. Já, það má segja að fordóma sé að finna meðal homma og lesbía, alveg ör- ugglega á svipaðan eða á sama hátt og meðal gagnkynhneigðra. Meðal gagn- kynhneigðra er að finna einn og einn smáborgara sem á fordómafúllan hátt dregur samkynhneigt fólk í hina ýms- ustu dilka. I’cim sem þetta gera fer þó fækkandi. Meðal lesbía og homma má inni á milli einnig rekast á fólk sem á for- dómafúllan hátt dregur jaðarhópa sem fyrirfmnast meðal samkynhneigðra í samskonar dilka. Þannig eru t.d. MSC menn (leðurhommaklúbbsmenn) stundum málaðir á vegg sem anti-kristar sem helst ætti að ýta burt af gay senunni í Reykjavík. Sumir, þó ekki margir, sam- kynhneigðir virðast hræðast áberandi frávik annarra lesbía og homma svo sem leður-fettis ýmis konar eða cruising kyn- lífsvenjur. Þau telja þá hugsanlega að slík frávik „eilíeneiti“ gay samfélagið í heild sinni gagnvart gagnkynhneigðum og geri baráttuna fyrir almennri viðurkenn- ingu samfélagsins á samkynhneigð erfið- ari. En barátta samkynhneigðra á að vera við löggjafarvaldið, sem að einhverju leyti er úr takti við tímann. Það er að mínu viti út í bláinn að hommar og les- bíur þurfi að berjast við fordóma úr eig- in röðum. Er sum sé smáborgarahátt að finna meðal samkynhneigðra líka? Já, að vissu leyti má segja að norm eða meðalmennskutilhneigingar séu að finna meðal sumra lesbía og homma líka. Er hún (forpokun samkynhneigðra) að nokkru leyti skárri en meðalmennska þeirra gagnkynhneigðu? Nei, það er hún ekki. Smáborgara- skapur eða meðalmennska er með því verra sem nokkuð samfélag hefúr upp á að bjóða. Á tímum umburðarlyndis, skilnings og samkenndar; hvernig geta yfirlæt- isfullir hommar rökfært það að þeir séu yfir aðra hafnir? Þessi spurning er út í hött, hvers vegna ættu menn að færa rök fvrir hátt- erni sínu? Hvað áttu eiginlega við? Ert þú ekki bara líberalisti sem praktíserar alverstu og hættulegustu birtingarmynd skoðanafasisma? Ég þarf ckki að hlusta á þessar fárán- legu ásakanir. Má ekki rökfæra nauðsyn fordóma sem samfélagslegt aðhald? Ef við gef- um okkur að dómgreindin sem í for- dómunum er fólgin sé í sífelldum vexti og þróist jafnfara samfélaginu? Spyrjandi óskaði eftir því að fá að svara þessari spurningu sjálfur. Hann fékk leyfi til þess. Við komu nýrra hugmynda og hátta- lags cru ávallt sumir tilbúnari en aðrir að tileinka sér viðkomandi strauma. Fram- rás söguklukkunnar sker svo úr um hvor hefúr rétt fyrir sér þegar fram í sækir. Mér dettur strax í hug þá fetisu sem fjallað var um í bíómyndinni Crash, þar sem fólk lemstraði sig með því að hafá hörkulegt og hættulegt samneyti í og við bíla á ferð. Þessi fetisa ætti faktískt séð að vera jafnrétthá og aðrar fetisur, ef við gerum hér gildan greinarmun á hneigð og fetisu, en sá sem gekk gegn hommum og lesbíum fyrir sex þúsund árum er hugsanlega í alveg sömu stöðu og sá sem er á móti fégrunaraðgerðum í dag. Hver eru efri og neðri mörk nauðsyn- legra fordóma? Engin, fordómar eru ekki nauðsynlegir. Hvað vilja hommar og lesbíur sækja í kirkjulrfi? Ja, ábyggilega það sama og allir aðrir, þ.e. allt það sem kirkjan hefur upp á að bjóða. Hvaða breytingar, ef einhverjar, vilja hommar og lesbíur gera á kirkjunni hvort heldur sem samfélagslegri þjóð- kirkju ellegar kenningafræðilegri stofnun? Margir hommar og lesbíur vildu ef- laust sjá kirkjuna færast nær nútímanum þegar kcmur að afstöðu hennar gagnvart samkynhneigð. Kannski gerir hún það í framtíðinni, en ef hún gerir það ekki heldur hún áfram að vcra það sem hún er í dag, þ.e. eitt af síðustu opinberu skálkaskjólum afturhaldssamra hugsana á Islandi. Er mikið af hommum og lesbíum sem vilja segja sig úr þjóðkirkjunni, afferm- ast eða afskírast en þora því ekki vegna þess að þau eru a) ennþá inni í skápnum b)nenna ekki skrifræðinu c)bundin ættarklafa? Það er c). Ekki spurning. Ég veðja alltaf á c). Þarf að velkjast í vafa um raunveru- lega afstöðu þjóðkirkjunnar til sam- kynhneigðra? Myndi það breyta ein- hverju innihaldslega séð ef hún gerði einhverja mínimal ímyndarfræðilega og formlega hliðrun? Hugsanlega breytti það einhverju fyr- ir þá sem nú standa utangarðs en vilja komast inn. Það fer þó að sjálfsögðu eft- ir því hvaða ímyndarfræðilegu og/eða formlegu hliðrun hún framkvæmdi. Er til eitthvað sem heitir gay-samfé- lag? Er þetta ekki bara hópur kóara sem klappa hver öðrum á bakið? Það má kannski tala um að einhvers konar gay-samfélag sé til. Allavegana er að finna slatta af starfandi hópum svo sem trúarhóp, fræðsluráð, AA hóp o.fl. o.fl. Hópa sem allir eiga það sammerkt að miða starf sitt út frá gay sjónarmiði. Geta samkynhneigðir blandast og samlagast samfélaginu, eða verður samfélagið að gera sérstakt rými fyrir þá? Liggur ekki nær að samfélögin séu áfram tvenn og hugmyndafræði- lega aðskilin, svo kollektíft einstak- lingsauðkenni hvors hóps fái að njóta sín? Allir samkynhneigðir umgangast gagnkynhneigða einhvern part úr degi svo það er varla hægt að tala um að sam- félögin haldi áfram að vera aðskilin. Það hafa þau aldrei verið og munu sjálfsagt aldrei verða. Það cr þó aftur a móti at- hyglisverð pæling að taka upp einhvers konar aðskilnaðarstcfnu sem færði lög- rcglunni hugsanlega vald til þess að stía í sundur sam- og gagnkynhneigðu fólki í nafni almannaheilla. Ég legg til að við söltum þessa hugmynd. Heyrðu karlinn, mig langar að skjóta á þig einni (ræskir sig): Af kynvísu nirvana hreykir sér Hrafnkell og hringar sig einsog hann getur. Hvort lækna hann megi með rópan og rasskell er ráðgáta ennþá, við sjáum hvað setur. Hrafnkell verður við þetta mjög hugsi en svarar að bragði: Kynlega þykir mér gaypa hann Gísli gefa vil ráð til að vísonum veginn. Láttu af hrossalækningasýsli lífið er dásamlegt njóttu þess feginn. Gísli Magnússon

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.