Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 8
8 stúdentabladið Afmælisvikan Stúdentar fagna 90 ára afmæli Háskóla íslands Föstudaginn 5. október fór Stúdentadagur- inn fram í annað sinn og í ár markaði hann hámark 90 ára afmælisviku Háskólans. Alla vikuna var að finna fjölbreytta dag- skrá sem Stúdentaráð og nemendafélögin stóðu fyrir. Að sögn formanns Stúdenta- ráðs er markmið Stúdentadagsins að lífga upp á háskólasamfélagið og skapa árleg- an viðburð þar sem stúdentar geta gert sér glaðan dag saman. Afmælisveislan hófst með mikilli kökuveislu í hádeg- inu á mánudeginum í Odda. I’ar söfnuðust stúdentar saman, fengu sér köku og renndu henni ljútlega niður með mjólkurdreitli. Seiðandi tóna og hlátrasköll lagði frá Stúdentakjallaranum á þriðjudagskvöldið. I’ar var saman kominn fjölbreyttur og skemmtilegur hópur er- lendra stúdenta á AJþjóðakvöldi. A þessum kvöldum er ætlunin að erlendir stúdentar geti komið saman, spjall- að og kynnst betur og greinilegt var að fólk var í réttu skónum þctta kvöldið. Hljómsveitin Oblivious spilaði fyrir stúdentana og virtust rnenn kunna vel að meta tóna þeirra. Á fimmtudeginum hófst HM 2001 en það er innan- skólamót í knattspyrnu hjá Háskóla Islands. Margir efniiegir fótboltamenn lögðu leið sína í skeifuna fyrir framan Aðalbygginguna þar sem mótið var haldið. Hvorki meira né minna en 40 lið kepptu um titilinn í ár og því mátti búast við harðri keppni sem og varð. Hart var barist, mikið blótað og stundum gripið til hnefanna en þó ekki alvarlega. En við hverju má svo sem búast þegar 16-20 fílhraustir einstaklingar slást allir um athygli einnar tuðru? Um kvöldið sama dag sté meistari Megas, örlítið seinn, á svið í Stúdentakjall- aranum. Kjallarinn góði var að sjálfsögðu troðfullur og yljaði tólk sér við dýrindis veigar meðan það beið eftir að goðið gerði sig tilbúið baka til. Meistarinn kom sér loks makindalega fyrir og brátt tóku Ijúfir gítartónar og annálaður söngur Megasar að tlæða um reykmett- að loftið. Ohætt er að fullyrða að fólk hafi stigið sátt út í haustmyrkt húmið cftir slíka veislu í boði FS og kjallarans. Loks rann föstudagurinn upp sem rnargir hötðu beðið eftir í ofvæni. Mikill Idiður var í tímum og greinilegt að flestir voru með hugann annars staðar en við námsefnið. I’egar klukkan sló ellefu lá straumur fólks úr öllum byggingum í skeifúna og greinilegt var að allir voru svangir því strax myndaðist þokkaleg bið- röð við pylsurnar. Dagskráin hófst með sctningu Stúd- entadagsins en strax á eftir var fyrsta þrautin í Sterkasta stúdentnum. Fimm stórir og sterkir karlmenn tóku þátt og mátti búast við mikilli baráttu, enda tör svo og úr tjaidinu mátti reglulega heyra öskur og stunur því þarna voru á ferð ekta íslenskir víkingar. í fyrstu þraut- inni áttu keppendur að halda uppi tveggja lítra kókkippu (þetta kallast víst kókrétta) og sá sem þraukaði lengst vann. Keppendurnir sem báru nöfnin Nikulás, Örninn, Davíð, Davids og Björninn lögðu sig alla fram og gerðu sitt besta. I’etta var æsispennandi keppni alit frá byrjun en þó voru aðallega tveir sem börðust mcst um titilinn. í>að voru hreystimennin Davíð og Davids. Davids vann fyrstu þrautina glæsi-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.