Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 15

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 15
stúdentsblaðið 15 Konumar á Nemendaskránni Öll þekkjinii við konumar á Nemendaskránni, þessar skemmtilegu dömur sem taka á móti okkur með bros á vör. Og hver þekkir ekki hana Lóló sem sendir okkur reglulega tölvupóst, svokallaðan heim- sendingarseðil. Flest okkar sem leggja leið sína í Nemendaskrá höfum ekkert annað en gott af þessum konum að segja en ekki eru allir sammála því. Eitt- hvað höfum við heyrt misjafnar sögur af því, að þær séu fúlar og vilji ekki hjálpa okkur. En er það ekki bara hreinn og beinn misskilningur í okkur, eru þetta ekki bara frábærar konur sem vilja flest allt fyrir okkur gera? Erum við ekki með of miklar kröfur gagnvart þeim, að þær eigi að geta reddað öllu og vitað allt? Eða hvað? Blaðamaður ákvað að fara á stúfana, taka púlsinn á konunum í Nemenda- skránni og athuga hvað þær hafa að segja um nemendur. Einnig voru 3 nem- endur spurðir hver reynsla þeirra væri af Nemendaskrá. Blaðamaður og Ijósmyndari gengu gal- vösk inn á Nemendaskrá, fegin því að komast inn úr slyddunni. Það var hlýtt og gott að koma þar inn og ennþá hlýrra þegar Arna og María Helena brostu til okkar, en þær stöllur Arna og María sitja einmitt í afgreiðslunni og eru að flestra mati andlit Nemendaskrár. Þær byrjuðu á því að spyrja hvort þær gætu eitthvað aðstoðað okkur og urðu heldur betur ánægðar þegar við sögðumst vera frá Stúdentablaðinu og langaði að taka viðtal við þær. Það var engínn fýlupúki þarna á ferðinni, enda föstudagur og all- ir eru glaðir á föstudögum. Og þá var bara að byrja viðtalið en það var aðal- lega Arna sem sá um að svara (Ijós- myndari alveg að tapa sér í skemmti- lega myndefninu þarna inni). Hvernig er reynsla ykkar af stúdent- um? I’að má segja að hún sé bæði góð og slæm, en yfirleitt góð. Verða stúdentar oft fúlir út í ykkur? Já, það kemur fyrir að þeir verða það og þá sérstaklega ef við crum ekki sam- mála. Það vill oft verða að stúdentar fylgist ekki með tímasetningum, hafa ekki lesið Dagbókina. Ef þeir eru t.d. of seinir til að skrá sig í námskeið, þá er mjög fátt sem við getum gert nema bent þeim á úrlausnir, en við getum alls ekki bjargað öllu. Við reynum alltaf að benda nýnemum á Dagbókina, þar sem allar helstu tímasetningar eru, en núna er hún aftast í kennsluskránni. Þá kem- ur alltof oft fyrir að stúdentar gleyrni netfangi sínu eða lykilorðinu. Því vilj- um við endilega benda þcim á að passa þau vel, þetta er nokkuð sem gildir all- an tímann meðan á námi stendur. I dag erum við farin að benda stúdentum á að setja lykilorðið í minnið á gsm- símunum þeirra, því ckki týna þeir þeim, er það? Er vanalega mikið að gera hér hjá ykkur? Já, það er eiginlega allt of mikið að gera, eða allavegana nóg að gera og á ákveðnum árstímum er gífurlegt álag á okkur. Það segir sig nú alveg sjálft ef við lítum á hversu margar við erum og svo nemendaíjöldann í skólanum. Við er- um sjö hér og það eru rúmlega sjöþús- und stúdcntar við skólann þannig að hver og ein þarf að sinna rúmlega eitt þúsund stúdentum, svona lauslega reiknað. Svo eru ekki allar í fullu starfi, við erum bara fjórar í því. Við viljum endilega nota tækifærið og benda stúd- entum á nýjungarnar á netinu sem létta bæði undir okkur og þeim. Þar er nú hægt að skrá sig úr áföngum og erum við á háskólaslóðinni www.hi.is. Dag- bókin góða, sem um var talað áðan, er líka á netinu og næsta skref í netvæð- ingu er að þar verði hægt að kaupa prentkvóta, þannig að það eru miklar breytingar í vændurn sem munu koma okkur öllum að góðum notum. Svo við biðjum stúdenta endilega um að kynna sér nctið betur. Hvernig er starfsemi ykkar háttað? Starfsemi okkar er margt’ísleg en í mcginatriðum er það að halda utan um allt sent nemendum tengist. Þá þjónum við líka reiknistofnun, gefttm út net- föng og seljum prcntkt óta. Aðstöðuleysi á skrifstoftinni fór ekki frant- hjá blaðamanni. Greinlegt er að allir innan Háskólans fá að kenna á aðstöðuleysinu og sögðu þær að það væri meira að segja búið að þrengja að þeim því búið er að taka eina skrifstofu til viðbótar frá þeim. Þetta breyt- ist þó allt þegar Háskólatorgið verður byggt. Þær segja andann góðan sín á milli og það sé fyrir öllu. Blaðamaður gengur út af Nemendaskrá með allt öðru hugarfari en áður. Þetta eru ekkert annað en yndislegar konur sem gera það scm í þeirra valdi stendur til að hjálpa okkur. Auðvitað geta þær ekki gcrt allt og auðvitað vita þær ekki allt og þetta er eitt- hvað sem við stúdentar góðir verðum að gera okkur grein fyrir. Því skulum við alltaf brosa til þeirra þegar við leggjum leið okk- ar á Nemcndaskrá, þá brosa þær til okkar. Að lokum viljum við þakka dömunum kær- lcga ft'rir gott viðtal og góða fræðslu sem ckki veitti af. 9S En hvað höfðu stúdentar að segja? Hver er reynsla ykkar af Nemendaskrá? Sigurbjörg, stjórnmálafræði: I’<cr eru sjö oyj við rúmlcfja sjö þúsund, sejjir pað ckki allt scm scjjja þarfi Kjartan Ólafsson, sálfræði: Mjöjjjjóð. Þxr eru liprar ojj snotrar dömur. Tómas Davíð Þorsteinsson, sálfræði: /i() ötlu jöfnu ájj.ct!

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.