Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.11.1959, Blaðsíða 3
reiknaðist svo til, að þetta hefði sparað mér einn þriðja fóðurs eða meira. Þetta varð til þess, að lömbin tóku strax fóðri, fóru strax að leika sér og hornin á þeim að vaxa, og fátt er yndislegra að sjá og umgangast en vel sæla gemlinga. Þegar ég byrjaði að hýsa lömbin svona strax að haustinu, hafði nágranni minn, Ingvar Gríms- son, bóndi í Laugardalshólum, gert þetta í nokkur ár og farnazt prýðilega. Stundum gaf hann þeim ekkert, þegar þau voru búin að læra átið, en víst er líka mikils virði, að þau læri það strax. Ingvari átti ég það að þakka að ég byrjaði á þessu, en hann var kunnur að því að fara vel með allar skepnur og hafa af þeim flestum betri not. Hitt atriðið, sem ég minntist á — að flokka féð vandlega í húsin — er ekki síður nauðsynlegt. Áður fyrr völdu allir sómasamlegir bændur fé í hús eftir vænleik þess. Þetta var hægur vandi þá vegna smáu fjárhúsanna, en nú byggja allir stór hús og hafa sem flest fé saman. Þetta hefur þann kost, að gegningar eru þægilegri, og auðveldara er að byggja stórar hlöður og setja í þær súg- þurrkun, en á þessu er sá ókostur, að verra er að nýta haga landsins og að mismuna fénu. Sérstak- lega þurfa veturgamlar gimbrar að vera sér og fá hetra fóður á öðrum vetri, og svo þær ær, sem alltaf eiga tvö lömb. Þær eiga enga samstöðu með einlembdu ánum, enda sæmir sízt að níðast á þess- um úrvalsskepnum, sem mestum arði skila, og láta þær verða fyrir vanfóðruninni. Þessi tvö atriði vil ég biðja bændur að athuga vel, því að ég vona, að þau svíki engan . . . Fallegt er stóðið í Vatnsdalsrétt, þegar það kemur af fjalli, og gaman væri að eiga það jafn- fallegt í fardögum. Svo ætti það að vera, en hvort það er, veit ég ekki. En um fram allt má ekki lengur setja fleira á vetur en svo, að nægilegt fóður sé ætlað hverri skepnu, því að fóðurskortur hefur í för með sér óbætanlegan skaða, hneisu og vanlíðan. Laugarvatni, 12. október 1959. Höfundur þessarar greinar er kominn yfir áttrætt, en styrkri hendi er hún skrifuð, og hún sýnir glögglega, að áhuga hins merka bónda og dýravinar á sóma stéttar sinn- ar og líðan dýranna hefur ellin ekki náð að lama. Dýra- verndarinn þakkar honum þessa grein og annað, sem hann hefur skrifað í þágu dýraverndar — og óskar honum allra heilla. — Ritstj. VITNISBURÐUR, SEM EKKI VERÐUR RENGDUR I ERINDI því sem Sigurður E. Hlíðar, fyrrum yfirdýralæknir, flutti á fyrsta ársþingi Sambands íslenzkra dýraverndunarfélaga, ræddi hann meðal annars um hreindýrastofninn íslenzka. Hann hélt því fram, að mjög væri æskilegt að athuga nánar, hvort ekki væri vert að veiða hreindýr lifandi og láta þau nema hér ný lönd. Nefndi hann til dæmis afrétt Borgfirðinga. Ritstjóri Dýraverndarans vill bæta því við, að honum virtist ekki í sumar, þegar hann fór Kjalveg norður í Húnavatnssýslu, að svo væri sett á afréttarlönd inn af Austur-Húnavatns- sýslu og Skagafirði, að ekki gæti komið til mála að þau þyldu allstóra hreindýrahjörð. Þá væri og rétt að athuga, hvort skilyrði séu fyrir hreindýr á hinu eydda svæði Sléttu- og Grunnavíkurhreppa í Norður-ísafjarðarsýslu. Því var haldið fram í síðasta tölublaði Dýra- verndarans, að þrátt fyrir góðan vilja Mennta- málaráðuneytisins og setta reglugerð, mundi fækk- un og aflífun hreindýra ekki vera í viðunandi horfi, enda hefur ritstjórinn fengið um það mál margar munnlegar umsagnir, þótt ekki hafi hon- um tekizt að fá þær staðfestar svo rækilega, að hann teldi rétt að birta þær í Dýraverndaranum. En Sigurður E. Hlíðar vék þannig að þessum málum í erindi sínu, að úr sker. Hann hefur á hendi kjötskoðun hér syðra, og kvaðst hann hafa skoðað marga tugi hreindýraskrokka. Þeir hafi verið af dýrum á öllum aldri, allt frá gömlum törfum og kúm til vorkálfa. Þá hafi og ekkert verið um það að villast, að dýrin hafi ekki verið aflífuð eins og til er ætlazt. Fleiri en einni kúlu hafi verið skotið á mörg þeirra, og kúlur hæft læri, kvið, hrygg og háls. Þetta er vitnisburður, sem ekki verður rengdur og þess vegna brýn nauðsyn úrbóta. dýraverndarinn 67

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.